Konur þurfa bara að klæða sig meira Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júní 2021 06:44 Konur mótmæla ummælum forsætisráðherrans í höfuðborginni Islamabad. epa/Shahzaib Akber Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hefur vakið hörð viðbrögð með ummælum sem hann lét falla um ástæður fjölda nauðgana í landinu. Ummælin lét hann falla í viðtali við blaðamann Axios. Spurður um nauðgunarmenninguna sem virðist landlæg í Pakistan svaraði hann: „Ef kona klæðist fáum fötum hefur það áhrif á menn, nema þeir séu róbótar. Það er bara almenn skynsemi.“ Fjöldi baráttuhópa í landinu hefur krafist þess að Khan biðjist afsökunar á ummælum sínum, þeirra á meðal Mannréttindaráð Pakistan, sem eru sjálfstæð samtök. „Þetta er hættuleg einföldun og styrkir þá útbreiddu ímynd að konur séu „meðvituð“ fórnarlömb og karlar „hjálparlausir“ gerendur,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Khan afhjúpar afstöðu sína til nauðgana en fyrr á árinu ráðlagði hann konum til að klæða sig meira til að koma í veg fyrir að vera nauðgað. Spurður um þau ummæli sagðist hann vera að vísa til ákveðinnar hugmyndafræði í íslam, „purdah“; að draga úr freistingum, sem meðal annars mætti gera með því að hylja líkamann. Fá ríki standa jafn illa að vígi og Pakistan þegar kemur að jafnrétti. Mótmæli hafa verið skipulögð um helgina vegna ummæla forsætisráðherrans en mótmæli brutust út á landsvísu í fyrra þegar lögreglustjóri skammaði fórnarlamb hópnauðgunar fyrir að aka bifreið að næturlagi án karlmanns. Um var að ræða móður sem var nauðgað úti á götu, fyrir framan börnin sín, eftir að hún varð bensínlaus. Pakistan Jafnréttismál Mannréttindi Kynferðisofbeldi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Spurður um nauðgunarmenninguna sem virðist landlæg í Pakistan svaraði hann: „Ef kona klæðist fáum fötum hefur það áhrif á menn, nema þeir séu róbótar. Það er bara almenn skynsemi.“ Fjöldi baráttuhópa í landinu hefur krafist þess að Khan biðjist afsökunar á ummælum sínum, þeirra á meðal Mannréttindaráð Pakistan, sem eru sjálfstæð samtök. „Þetta er hættuleg einföldun og styrkir þá útbreiddu ímynd að konur séu „meðvituð“ fórnarlömb og karlar „hjálparlausir“ gerendur,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Khan afhjúpar afstöðu sína til nauðgana en fyrr á árinu ráðlagði hann konum til að klæða sig meira til að koma í veg fyrir að vera nauðgað. Spurður um þau ummæli sagðist hann vera að vísa til ákveðinnar hugmyndafræði í íslam, „purdah“; að draga úr freistingum, sem meðal annars mætti gera með því að hylja líkamann. Fá ríki standa jafn illa að vígi og Pakistan þegar kemur að jafnrétti. Mótmæli hafa verið skipulögð um helgina vegna ummæla forsætisráðherrans en mótmæli brutust út á landsvísu í fyrra þegar lögreglustjóri skammaði fórnarlamb hópnauðgunar fyrir að aka bifreið að næturlagi án karlmanns. Um var að ræða móður sem var nauðgað úti á götu, fyrir framan börnin sín, eftir að hún varð bensínlaus.
Pakistan Jafnréttismál Mannréttindi Kynferðisofbeldi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira