„Einhliða ákvörðun mín og snýst bara um tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 10:58 Darri Freyr Atlason stýrði KR til sigurs gegn Val í æsispennandi einvígi í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins en í undanúrslitunum tapaði KR 3-0 gegn Keflavík. vísir/Hulda Margrét „Ég er búinn að segja upp sem aðalþjálfari liðsins vegna anna annars staðar,“ segir Darri Freyr Atlason sem er hættur sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta. Hann býður þó áfram fram starfskrafta sína í Vesturbænum. Darri tók við KR í fyrra eftir að hafa verið sigursæll sem þjálfari kvennaliðs Vals. Hann hefur hins vegar í nógu að snúast við að stýra viðskiptaþróun hjá Lucinity, sem er nýsköpunarfyrirtæki í fjártækni, og ákvað því að stíga til hliðar nú. „Það er bara erfitt að „djöggla“ þessum boltum saman. Ég hef bara ekki tíma til að sinna þessu starfi eins vel og ég vil gera það. Þetta er allt saman gert í góðu samstarfi við félagið og það er gott á milli okkar. Ég sé alveg fyrir mér að hjálpa liðinu áfram sé einhver eftirspurn eftir því,“ segir Darri. Samkvæmt heimildum karfan.is gæti Helgi Már Magnússon orðið næsti aðalþjálfari KR. Darri gæti þá hugsanlega orðið honum til aðstoðar. Nýr þjálfari ráði því hvort Darri hjálpi KR Darri segir sjálfur að nýr þjálfari verði að ráða því hvort að hann komi að einhverju leyti að þjálfun KR á næstu leiktíð. Hann hefur ekki rætt það frekar við Böðvar Guðjónsson, formann körfuknattleiksdeildar KR, en Vísir hefur ekki náð tali af Böðvari í dag. „Við höfum ekkert farið út í nákvæmar útlistingar varðandi þetta. Það er mikilvægt að sá sem að tekur við liðinu máli sína mynd upp sjálfur og ákveði hvort hann vilji nýta mína krafta eða einhverra annarra. Ég er bara KR-ingur og vil vera til staðar að því marki sem þeir hafa áhuga á, og innan þeirra marka sem ég hef tækifæri til,“ segir Darri. Aldrei ánægðir með árangur sem skilar ekki titli Eftir að hafa unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði voru þá mistókst KR að landa titlinum í ár, eftir að liðinu var sópað út af Keflavík í undanúrslitum. Darri segir að sú niðurstaða ráði engu um það að hann hætti núna, og að sér hafi staðið til boða að halda áfram: „Já, ég var með tveggja ára samning og þetta var í sjálfu sér einhliða ákvörðun mín, og snýst bara um tíma. Samstarfið var frábært og að mínu viti eru báðir aðilar mjög sáttir. KR-ingar eru aldrei ánægðir með árangur sem að endar ekki á titli en þegar maður jafnar sig á því, og fer að hugsa um framþróun og breytingar inni í klúbbnum, þá held ég að við getum alveg horft þannig á málin að jarðvegurinn til árangurs á næstu árum sé ágætur,“ segir Darri sem hyggst taka sér frí frá körfubolta næsta vetur verði krafta hans ekki óskað hjá KR. Dominos-deild karla KR Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Darri tók við KR í fyrra eftir að hafa verið sigursæll sem þjálfari kvennaliðs Vals. Hann hefur hins vegar í nógu að snúast við að stýra viðskiptaþróun hjá Lucinity, sem er nýsköpunarfyrirtæki í fjártækni, og ákvað því að stíga til hliðar nú. „Það er bara erfitt að „djöggla“ þessum boltum saman. Ég hef bara ekki tíma til að sinna þessu starfi eins vel og ég vil gera það. Þetta er allt saman gert í góðu samstarfi við félagið og það er gott á milli okkar. Ég sé alveg fyrir mér að hjálpa liðinu áfram sé einhver eftirspurn eftir því,“ segir Darri. Samkvæmt heimildum karfan.is gæti Helgi Már Magnússon orðið næsti aðalþjálfari KR. Darri gæti þá hugsanlega orðið honum til aðstoðar. Nýr þjálfari ráði því hvort Darri hjálpi KR Darri segir sjálfur að nýr þjálfari verði að ráða því hvort að hann komi að einhverju leyti að þjálfun KR á næstu leiktíð. Hann hefur ekki rætt það frekar við Böðvar Guðjónsson, formann körfuknattleiksdeildar KR, en Vísir hefur ekki náð tali af Böðvari í dag. „Við höfum ekkert farið út í nákvæmar útlistingar varðandi þetta. Það er mikilvægt að sá sem að tekur við liðinu máli sína mynd upp sjálfur og ákveði hvort hann vilji nýta mína krafta eða einhverra annarra. Ég er bara KR-ingur og vil vera til staðar að því marki sem þeir hafa áhuga á, og innan þeirra marka sem ég hef tækifæri til,“ segir Darri. Aldrei ánægðir með árangur sem skilar ekki titli Eftir að hafa unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði voru þá mistókst KR að landa titlinum í ár, eftir að liðinu var sópað út af Keflavík í undanúrslitum. Darri segir að sú niðurstaða ráði engu um það að hann hætti núna, og að sér hafi staðið til boða að halda áfram: „Já, ég var með tveggja ára samning og þetta var í sjálfu sér einhliða ákvörðun mín, og snýst bara um tíma. Samstarfið var frábært og að mínu viti eru báðir aðilar mjög sáttir. KR-ingar eru aldrei ánægðir með árangur sem að endar ekki á titli en þegar maður jafnar sig á því, og fer að hugsa um framþróun og breytingar inni í klúbbnum, þá held ég að við getum alveg horft þannig á málin að jarðvegurinn til árangurs á næstu árum sé ágætur,“ segir Darri sem hyggst taka sér frí frá körfubolta næsta vetur verði krafta hans ekki óskað hjá KR.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira