Sleppið því að koma Guðmundur Gunnarsson skrifar 25. júní 2021 13:01 Það væri synd að segja að maður missi hökuna í gólfið í hvert skipti sem ráðherra veldur manni vonbrigðum. Eins og nú þegar þær fréttir berast af því að framkvæmdum á Dynjandisheiði hafi enn eina ferðina verið slegið á frest. Vegna fjárskorts. Sannar enn og aftur að það má ekki missa augun af þessu fólki. Sem segist skilja og viðurkenna að Vestfirðir hafi velkst um í sáru svelti alltof lengi. Flagga fögrum loforðum og yfirbót sem reynist svo lítið annað en heitt loft. Merkilegt hvað þessi blessaði ríkiskassi virðist alltaf grunsamlega tómur þegar kemur að því að umbreyta djúpsárum skilningi í aðgerðir. Því lengra sem baukurinn ferðast frá fjármálaráðuneytinu því hærra glymur í honum tómahljóðið. Merkilegur fjandi. En við hverju á maður svo sem að búast? Þegar við getum ekki einu sinni klárað löngu fjármögnuð ofanflóðaverkefni til að verja þorpin. Fyrr en einhverjum áratugum of seint. Vegna sofandaháttar. Þessi vanvirðing við öryggi fólks og þessi síendurteknu svik við æðakerfi samfélaganna er auðvitað til háborinnar skammar. En vísast á maður ekki að vera að kvabba þetta. Þakka frekar fyrir vegstubbana sem þó er verið að tjasla saman á kjálkanum. Stubbum, sem hampað er sem nýframkvæmdum, en eru í reynd tilfærsla á fé sem annars ætti að fara í viðhald á svæðinu og verður til þess að aðrir lúnir vegir um fjölfarna ferðamannastaði drabbast ofan í foraðið á sér. Það er öll innspýtingin. Viðspyrnan. Bragabótin. Það getur ekki verið að ég sé einn um að vera orðinn þreyttur á rykinu sem þyrlast upp undan lakkskóm þessara loforða. Já, ég er að horfa á þig kæri samgönguráðherra. Og já, ég er að horfa á þig kæri fjármálaráðherra. Þið eruð góðir menn og ég vil trúa því að þið meinið vel. Ég verð samt að biðja ykkur um eitt. Næst þegar þið birtist í ofboði með tárvot hvolpaaugu eftir hamfarir, segið okkur þá bara eins og er. Að ykkur finnist svæðið ekki nægilega mikilvægt til að halda úti grunnkerfum. Eða að þið gefið því ekki gaum að íbúar fjórðungsins eigi rétt á lágmarks þjónustu. Þið sóið tíma fólks með því að fylla verðmætt vestfirskt fjallaloft af innantómum loforðum. Þetta er komið gott. Ef þið getið ekki sagt satt og staðið við stóru orðin, sleppið því þá frekar að koma. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Samgöngur Viðreisn Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það væri synd að segja að maður missi hökuna í gólfið í hvert skipti sem ráðherra veldur manni vonbrigðum. Eins og nú þegar þær fréttir berast af því að framkvæmdum á Dynjandisheiði hafi enn eina ferðina verið slegið á frest. Vegna fjárskorts. Sannar enn og aftur að það má ekki missa augun af þessu fólki. Sem segist skilja og viðurkenna að Vestfirðir hafi velkst um í sáru svelti alltof lengi. Flagga fögrum loforðum og yfirbót sem reynist svo lítið annað en heitt loft. Merkilegt hvað þessi blessaði ríkiskassi virðist alltaf grunsamlega tómur þegar kemur að því að umbreyta djúpsárum skilningi í aðgerðir. Því lengra sem baukurinn ferðast frá fjármálaráðuneytinu því hærra glymur í honum tómahljóðið. Merkilegur fjandi. En við hverju á maður svo sem að búast? Þegar við getum ekki einu sinni klárað löngu fjármögnuð ofanflóðaverkefni til að verja þorpin. Fyrr en einhverjum áratugum of seint. Vegna sofandaháttar. Þessi vanvirðing við öryggi fólks og þessi síendurteknu svik við æðakerfi samfélaganna er auðvitað til háborinnar skammar. En vísast á maður ekki að vera að kvabba þetta. Þakka frekar fyrir vegstubbana sem þó er verið að tjasla saman á kjálkanum. Stubbum, sem hampað er sem nýframkvæmdum, en eru í reynd tilfærsla á fé sem annars ætti að fara í viðhald á svæðinu og verður til þess að aðrir lúnir vegir um fjölfarna ferðamannastaði drabbast ofan í foraðið á sér. Það er öll innspýtingin. Viðspyrnan. Bragabótin. Það getur ekki verið að ég sé einn um að vera orðinn þreyttur á rykinu sem þyrlast upp undan lakkskóm þessara loforða. Já, ég er að horfa á þig kæri samgönguráðherra. Og já, ég er að horfa á þig kæri fjármálaráðherra. Þið eruð góðir menn og ég vil trúa því að þið meinið vel. Ég verð samt að biðja ykkur um eitt. Næst þegar þið birtist í ofboði með tárvot hvolpaaugu eftir hamfarir, segið okkur þá bara eins og er. Að ykkur finnist svæðið ekki nægilega mikilvægt til að halda úti grunnkerfum. Eða að þið gefið því ekki gaum að íbúar fjórðungsins eigi rétt á lágmarks þjónustu. Þið sóið tíma fólks með því að fylla verðmætt vestfirskt fjallaloft af innantómum loforðum. Þetta er komið gott. Ef þið getið ekki sagt satt og staðið við stóru orðin, sleppið því þá frekar að koma. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun