Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 18:52 Hljóð vantaði á hluta upptöku úr búkmyndavélum lögregluþjónana sem önsuðu útkallinu vegna samkvæmis í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Vísir/Egill Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt áliti eftirlitsnefndarinnar var háttsemi tveggja lögregluþjóna sem fóru í Ásmundarsal eftir að tilkynning barst um að þar væri samkvæmi í gangi sem kynni að brjóta gegn þágildandi sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins ámælisverð. Útkallið vakti landsathygli þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var einn gesta á samkomunni. Hann baðst síðar afsökunar á því. Á upptöku úr búkmyndavélum þeirra heyrðust lögreglumennirnir meðal annars tala um hvernig að fréttatilkynning um útkallið yrði orðuð og talaði annar þeirra um einhvern tengdan Sjálfstæðisflokknum sem „framapotara“. Eftirlitsnefndin sagðist hafa átt í erfiðleikum með að fá upptökurnar afhentar og þegar þær hafi loks fengist hafi verið búið að afmá hluta af hljóðupptökunni. Í yfirlýsingu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins nú í kvöld kemur fram að eftirlitsnefndin hafi haft „tæmandi“ eftirrit af samræðum lögreglumanna á vettvangi frá upphafi rannsóknar hennar. Hluti af upptökum úr búkmyndavélunum hafi vissulega verið án hljóðs en þegar nefndin gerði athugasemd við það hafi rétt eintak verið sent. „Engin tilraun var gerð til að leyna því sem fram kom á upptökunum,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Lögreglan segir hafa niðurstöðu nefndarinnar um ámælisverða háttsemi lögregluþjónana til meðferðar. Að öðru leyti veiti hún ekki upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Fyrstu upplýsingar að um einkasamkvæmi væri að ræða Dagbókarfærsla lögreglunnar á aðfangadagsmorgun þar sem kom fram að ráðherra hafi verið viðstaddur samkvæmið var talin efnislega röng að áliti eftirlitsnefndarinnar. Lögreglan segir í yfirlýsingu sinni nú að fyrstu upplýsingar hafi verið að um einkasamkvæmi væri að ræða í Ásmundarsal og því hafi það verið skráð sem slíkt í dagbók. „Hins vegar leiddi frekari rannsókn málsins í ljós að svo var ekki. Markmið með birtingu upplýsinga úr dagbókarfærslum er að fjalla um verkefni lögreglu eins og þau birtast á hverjum tíma. Eðli máls samkvæmt geta mál skýrst eða tekið aðra stefnu eftir því sem rannsókn miðar áfram,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Eigendur Ásmundarsals gengust á endanum undir sektargreiðslu vegna þess að grímuskylda var ekki virt á viðburðinum sem þeir lýstu sem sölusýningu og því ættu sóttvarnareglur um verslanir að gilda um samkvæmið. Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Samkvæmt áliti eftirlitsnefndarinnar var háttsemi tveggja lögregluþjóna sem fóru í Ásmundarsal eftir að tilkynning barst um að þar væri samkvæmi í gangi sem kynni að brjóta gegn þágildandi sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins ámælisverð. Útkallið vakti landsathygli þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var einn gesta á samkomunni. Hann baðst síðar afsökunar á því. Á upptöku úr búkmyndavélum þeirra heyrðust lögreglumennirnir meðal annars tala um hvernig að fréttatilkynning um útkallið yrði orðuð og talaði annar þeirra um einhvern tengdan Sjálfstæðisflokknum sem „framapotara“. Eftirlitsnefndin sagðist hafa átt í erfiðleikum með að fá upptökurnar afhentar og þegar þær hafi loks fengist hafi verið búið að afmá hluta af hljóðupptökunni. Í yfirlýsingu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins nú í kvöld kemur fram að eftirlitsnefndin hafi haft „tæmandi“ eftirrit af samræðum lögreglumanna á vettvangi frá upphafi rannsóknar hennar. Hluti af upptökum úr búkmyndavélunum hafi vissulega verið án hljóðs en þegar nefndin gerði athugasemd við það hafi rétt eintak verið sent. „Engin tilraun var gerð til að leyna því sem fram kom á upptökunum,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Lögreglan segir hafa niðurstöðu nefndarinnar um ámælisverða háttsemi lögregluþjónana til meðferðar. Að öðru leyti veiti hún ekki upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Fyrstu upplýsingar að um einkasamkvæmi væri að ræða Dagbókarfærsla lögreglunnar á aðfangadagsmorgun þar sem kom fram að ráðherra hafi verið viðstaddur samkvæmið var talin efnislega röng að áliti eftirlitsnefndarinnar. Lögreglan segir í yfirlýsingu sinni nú að fyrstu upplýsingar hafi verið að um einkasamkvæmi væri að ræða í Ásmundarsal og því hafi það verið skráð sem slíkt í dagbók. „Hins vegar leiddi frekari rannsókn málsins í ljós að svo var ekki. Markmið með birtingu upplýsinga úr dagbókarfærslum er að fjalla um verkefni lögreglu eins og þau birtast á hverjum tíma. Eðli máls samkvæmt geta mál skýrst eða tekið aðra stefnu eftir því sem rannsókn miðar áfram,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Eigendur Ásmundarsals gengust á endanum undir sektargreiðslu vegna þess að grímuskylda var ekki virt á viðburðinum sem þeir lýstu sem sölusýningu og því ættu sóttvarnareglur um verslanir að gilda um samkvæmið.
Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira