,,Þetta er bara besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ sagði Emil Karel eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn.
Emil hrósaði liðsheildinni sérstaklega, en annars átti hann erfitt með að finna réttu orðinn í geðshræringunni.
,,Það er ekkert annað hægt að segja.Þetta er frábær liðsheild. Við erum margir heimastrákar og höfum farið í gegnum súrt og sætt saman. Ég veit bara varla hvað ég á að segja þetta er bara svo ótrúlega gaman!“