Borgarstjóri segir bagalegt að slökkva þurfi á hleðslustöðvunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júní 2021 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Straumur verður tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík á morgun. Óvissa ríkir um hvenær hægt verður að taka stöðvarnar, sem telja meirihluta stöðva sem borgin rekur, aftur í notkun. Borgarstjóri segir málið bagalegt. Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Orku Náttúrunnar, ON, hefði ekki verið heimilt að taka gjald fyrir afnot af stöðvunum. Í kjölfarið hætti félagið að rukka fyrir notkun þeirra en hélt straumi á þeim. Ísorka kvartaði yfir því til nefndarinnar, og í kjölfarið fór borgin fram á að straumur til stöðvanna yrði rofinn. Borgin hefur farið fram á frestun réttaráhrifa úrskurðarins. Nefndin hefur gefið Ísorku og ON frest til 30. júní til að skila umsögnum um málið. „Eftir það gefur nefndin sér einhvern tíma til þess að skoða þessa beiðni og vonandi gengur það hratt fyrir sig og vonandi verða þessar umsagnir jákvæðar,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á Skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. Guðmundur segir bæði félög hafa lýst því yfir að þau séu jákvæð fyrir áframhaldandi rekstri stöðvanna. Þó er ljóst að slökkt verður á þeim á morgun, og þær óvirkar að minnsta kosti þar til kærunefndin hefur tekið afstöðu til beiðni Reykjavíkur um frestun réttaráhrifa. Hann segir að borgin þori ekki öðru en að óska eftir því að straumur verði tekinn af stöðvunum, þar sem kærunefndin hefur úr að ráða dagsektarheimildum sem nema allt að hálfri milljón á dag, hlíti borgin ekki úrskurðinum. „Þetta er smá bakslag en vonandi komumst við bara á fullt aftur þegar búið er að greiða úr þessu.“ Borgarstjóri segir bagalegt að úrskurðurinn leiði til þess að slökkva þurfi á stöðvunum. „Því að þær eru settar upp fyrir þá borgarbúa sem ekki eiga gott með að hlaða rafbíla heima hjá sér eða í vinnu. Okkur finnst það hluti af því að hraða orkuskiptum í samfélaginu að vera með aðgengilegar stöðvar fyrir þann hóp.“ Bílar Vistvænir bílar Orkumál Reykjavík Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Orku Náttúrunnar, ON, hefði ekki verið heimilt að taka gjald fyrir afnot af stöðvunum. Í kjölfarið hætti félagið að rukka fyrir notkun þeirra en hélt straumi á þeim. Ísorka kvartaði yfir því til nefndarinnar, og í kjölfarið fór borgin fram á að straumur til stöðvanna yrði rofinn. Borgin hefur farið fram á frestun réttaráhrifa úrskurðarins. Nefndin hefur gefið Ísorku og ON frest til 30. júní til að skila umsögnum um málið. „Eftir það gefur nefndin sér einhvern tíma til þess að skoða þessa beiðni og vonandi gengur það hratt fyrir sig og vonandi verða þessar umsagnir jákvæðar,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á Skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. Guðmundur segir bæði félög hafa lýst því yfir að þau séu jákvæð fyrir áframhaldandi rekstri stöðvanna. Þó er ljóst að slökkt verður á þeim á morgun, og þær óvirkar að minnsta kosti þar til kærunefndin hefur tekið afstöðu til beiðni Reykjavíkur um frestun réttaráhrifa. Hann segir að borgin þori ekki öðru en að óska eftir því að straumur verði tekinn af stöðvunum, þar sem kærunefndin hefur úr að ráða dagsektarheimildum sem nema allt að hálfri milljón á dag, hlíti borgin ekki úrskurðinum. „Þetta er smá bakslag en vonandi komumst við bara á fullt aftur þegar búið er að greiða úr þessu.“ Borgarstjóri segir bagalegt að úrskurðurinn leiði til þess að slökkva þurfi á stöðvunum. „Því að þær eru settar upp fyrir þá borgarbúa sem ekki eiga gott með að hlaða rafbíla heima hjá sér eða í vinnu. Okkur finnst það hluti af því að hraða orkuskiptum í samfélaginu að vera með aðgengilegar stöðvar fyrir þann hóp.“
Bílar Vistvænir bílar Orkumál Reykjavík Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23
Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32