Kynslóðakapallinn verður að ganga upp Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 28. júní 2021 09:01 Árið 2016 birti The Guardian greinaröð um það sem var kallað „fordæmalaus kynslóðaójöfnuður“ á Vesturlöndum. Aldamótakynslóðin, fólk fætt á tímabilinu 1980 til 1995, stendur mun verr að vígi fjárhagslega í samanburði við aðra aldurshópa heldur en fyrri kynslóðir gerðu á yngri árum. Atvinnuleysi, óhófleg skuldasöfnun og hækkandi húsnæðisverð hefur bitnað harkalega á tekjum, lífsgæðum og tækifærum milljóna ungmenna, sagði í umfjöllun Guardian, meðan æ stærri hlutdeild tekna rennur til hinna eldri. „Þetta er vandamál sem verður að taka á strax,“ sagði Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, í viðtali við blaðið. „Ef við ýtum því á undan okkur mun þetta bitna á börnunum okkar og samfélaginu öllu.“ Hvað með Ísland? Hefur sams konar þróun átt sér stað hér? Já, það er niðurstaða greinargerðar sem fjármálaráðuneytið lét vinna að beiðni þingflokks Samfylkingarinnar árið 2016 og þetta sýna líka opinber gögn svart á hvítu: aukning ráðstöfunartekna hinna eldri hefur verið miklu meiri en aukningin hjá yngri hópum undanfarna áratugi og hlutur ungs fólks í heildartekjum samfélagsins fer lækkandi. Brjálaður markaður, máttlaus stjórnvöld En kynslóðaójöfnuðurinn birtist ekki aðeins í þróun tekna. Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu bjuggu 14,2% ungs fólks á aldrinum 25 til 29 ára í foreldrahúsum árið 2005 en hlutfallið var komið upp í 21,4% tíu árum seinna. Á sama tímabili varð sú breyting að hlutfall fólks á aldrinum 25 til 34 ára sem bjó í eigin húsnæði minnkaði úr 79% niður í 61,2% og hlutfall sama aldurshóps á leigumarkaði nærri tvöfaldaðist. Leiguverð hefur hækkað langt umfram laun undanfarna áratugi og á árunum 2013 til 2019 var hækkunin með því mesta sem gerist meðal OECD-ríkja. Sú þróun, samhliða hækkun fasteignaverðs, hefur gert ungu fólki sem stefnir að íbúðarkaupum sífellt erfiðara að safna fyrir útborgun. Síðustu ríkisstjórnir hafa sýnt takmarkaða viðleitni til að koma böndum á fasteignamarkaðinn, verja réttindi leigjenda og auka framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði en þess í stað gripið til úrræða á eftirspurnarhliðinni sem miða að því að hjálpa fólki að skuldsetja sig fyrir húsnæðiskaupum og eru til þess fallin að þrýsta upp fasteignaverði. Uppbygging almenna íbúðakerfisins, hagkvæms leiguhúsnæðis fyrir lágtekjufólk, hefur að mestu lent á herðum eins sveitarfélags, Reykjavíkurborgar, og stofnframlög frá ríkinu svo gott sem staðið í stað síðan 2017. Þá hefur ríkisstjórnin heykst á því að standa við loforð sem gefin voru samhliða lífskjarasamningnum árið 2018 um endurskoðun húsaleigulaga og aukin réttindi leigjenda. Eftirspurnarfix er skammgóður vermir Kreppur hafa tilhneigingu til að herða á undirliggjandi þróun í samfélaginu og þar eru efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar engin undantekning. Atvinnuleysi jókst meira á Íslandi en í nokkru öðru OECD-ríki í fyrra og samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar er hátt í helmingur atvinnulausra á aldrinum 18 til 35 ára. Atvinnuþrefið olli flótta meðal fólks á aldrinum 18 til 24 ára af leigumarkaði yfir í foreldrahús meðan vaxtalækkanir sköpuðu glugga inn á fasteignamarkað fyrir aldurshópinn 25 til 34 ára (hlutfall hópsins sem býr í eigin húsnæði hækkaði um 7,5% milli áranna 2019 og 2020) en kyntu undir verðhækkunum á húsnæði og hlutabréfum og styrktu þannig stöðu hinna eldri og eignameiri. Þau sem ekki gátu nýtt sér glufuna inn á fasteignamarkað nú gætu þannig staðið frammi fyrir enn hærri þröskuldi næstu árin eftir því sem fasteignaverð hækkar og vextir leita aftur upp. Fyrstu fullorðinsár móta framhaldið Fyrr í sumar kynnti Samfylkingin efnahagstillögur sem miða að því að draga hratt úr atvinnuleysi, auka virkni og létta undir með námsmönnum og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Við leggjum til að einstaklingur sem snýr aftur til vinnu eftir atvinnuleysi fái tvöfaldan persónuafslátt í jafn marga mánuði og viðkomandi var frá störfum, en auk þess að námsmönnum verði tryggður réttur til atvinnuleysistrygginga í námshléum og að fyrirtæki geti ráðið nýútskrifaða úr háskóla- og iðnnámi á ráðningarstyrk til sex mánaða. Þetta eru aðgerðir sem ætti að ráðast í strax. Rannsóknir sýna að efnahagslegar og félagslegar aðstæður á fyrstu fullorðinsárum geta ráðið miklu um framtíðartekjur og tækifæri fólks. Á komandi kjörtímabili blasa við enn stærri verkefni. Þrennt skiptir þar mestu fyrir ungt fólk. Í fyrsta lagi þurfum við að koma böndum á brjálaðan húsnæðismarkað, stórauka stofnframlög til almenna íbúðakerfisins og auka rétt leigjenda. Í öðru lagi verður að endurreisa stuðning við barnafjölskyldur og breyta barnabótakerfinu yfir í almennt stuðningsnet líkt og á hinum Norðurlöndunum. Slík velferðarútgjöld þarf að fjármagna með varanlegri tekjuöflun, og þar liggur beinast við að skattleggja í auknum mæli ofureignir og hæstu fjármagnstekjur en jafnframt að tryggja almenningi aukna hlutdeild í arðinum af sameiginlegum auðlindum okkar. Græn umbylting til varnar yngri og komandi kynslóðum Síðast en ekki síst þarf að taka loftslagsmálin miklu fastari tökum. Ungt fólk og komandi kynslóðir munu bera kostnaðinn af hiki og hálfkáki í þeim efnum. Við þurfum að setja okkur metnaðarfyllri loftslagsmarkmið og nýta fjárfestingarsvigrúm hins opinbera í auknum mæli til að styðja við vistvæna atvinnuppbyggingu, efla almenningssamgöngur og hraða orkuskiptum. Á meðal þess sem við í Samfylkingunni höfum lagt til er að stofnaður verði fjárfestingarsjóður í opinberri eigu til að styðja við græna umbyltingu atvinnulífsins. Dæmi um verkefni sem slíkur sjóður gæti liðkað fyrir er framleiðsla á lífrænu eldsneyti, nýsköpun í matvælaiðnaði, uppbygging iðn- og auðlindagarða og þróun tæknilausna til föngunar og förgunar kolefnis. Allt fer þetta vel saman við markmið okkar um dýnamískt, fjölbreytt og sveigjanlegt atvinnulíf á Íslandi þar sem framboð starfa helst í hendur við menntun og færni landsmanna. Skiptum um kúrs Veik staða ungs fólks og ójöfn tækifæri eru vandamál sem bitna ekki bara á yngri kynslóðum heldur á hagvexti og framþróun samfélagsins í heild. Nú ríður á að stjórnmálamenn hafi kjarkinn til að ráðast í grundvallarbreytingar til að vinna gegn vaxandi kynslóðaójöfnuði og tryggja að Ísland sé samfélag þar sem er gott að búa, starfa og ala upp börn. Það kallar á nýja ríkisstjórn og breytta forgangsröðun og um þetta verður kosið í haust. Höfundur er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, fyrrverandi blaðamaður á Stundinni og MSc. í evrópskri stjórnmálahagfræði og sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 birti The Guardian greinaröð um það sem var kallað „fordæmalaus kynslóðaójöfnuður“ á Vesturlöndum. Aldamótakynslóðin, fólk fætt á tímabilinu 1980 til 1995, stendur mun verr að vígi fjárhagslega í samanburði við aðra aldurshópa heldur en fyrri kynslóðir gerðu á yngri árum. Atvinnuleysi, óhófleg skuldasöfnun og hækkandi húsnæðisverð hefur bitnað harkalega á tekjum, lífsgæðum og tækifærum milljóna ungmenna, sagði í umfjöllun Guardian, meðan æ stærri hlutdeild tekna rennur til hinna eldri. „Þetta er vandamál sem verður að taka á strax,“ sagði Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, í viðtali við blaðið. „Ef við ýtum því á undan okkur mun þetta bitna á börnunum okkar og samfélaginu öllu.“ Hvað með Ísland? Hefur sams konar þróun átt sér stað hér? Já, það er niðurstaða greinargerðar sem fjármálaráðuneytið lét vinna að beiðni þingflokks Samfylkingarinnar árið 2016 og þetta sýna líka opinber gögn svart á hvítu: aukning ráðstöfunartekna hinna eldri hefur verið miklu meiri en aukningin hjá yngri hópum undanfarna áratugi og hlutur ungs fólks í heildartekjum samfélagsins fer lækkandi. Brjálaður markaður, máttlaus stjórnvöld En kynslóðaójöfnuðurinn birtist ekki aðeins í þróun tekna. Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu bjuggu 14,2% ungs fólks á aldrinum 25 til 29 ára í foreldrahúsum árið 2005 en hlutfallið var komið upp í 21,4% tíu árum seinna. Á sama tímabili varð sú breyting að hlutfall fólks á aldrinum 25 til 34 ára sem bjó í eigin húsnæði minnkaði úr 79% niður í 61,2% og hlutfall sama aldurshóps á leigumarkaði nærri tvöfaldaðist. Leiguverð hefur hækkað langt umfram laun undanfarna áratugi og á árunum 2013 til 2019 var hækkunin með því mesta sem gerist meðal OECD-ríkja. Sú þróun, samhliða hækkun fasteignaverðs, hefur gert ungu fólki sem stefnir að íbúðarkaupum sífellt erfiðara að safna fyrir útborgun. Síðustu ríkisstjórnir hafa sýnt takmarkaða viðleitni til að koma böndum á fasteignamarkaðinn, verja réttindi leigjenda og auka framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði en þess í stað gripið til úrræða á eftirspurnarhliðinni sem miða að því að hjálpa fólki að skuldsetja sig fyrir húsnæðiskaupum og eru til þess fallin að þrýsta upp fasteignaverði. Uppbygging almenna íbúðakerfisins, hagkvæms leiguhúsnæðis fyrir lágtekjufólk, hefur að mestu lent á herðum eins sveitarfélags, Reykjavíkurborgar, og stofnframlög frá ríkinu svo gott sem staðið í stað síðan 2017. Þá hefur ríkisstjórnin heykst á því að standa við loforð sem gefin voru samhliða lífskjarasamningnum árið 2018 um endurskoðun húsaleigulaga og aukin réttindi leigjenda. Eftirspurnarfix er skammgóður vermir Kreppur hafa tilhneigingu til að herða á undirliggjandi þróun í samfélaginu og þar eru efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar engin undantekning. Atvinnuleysi jókst meira á Íslandi en í nokkru öðru OECD-ríki í fyrra og samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar er hátt í helmingur atvinnulausra á aldrinum 18 til 35 ára. Atvinnuþrefið olli flótta meðal fólks á aldrinum 18 til 24 ára af leigumarkaði yfir í foreldrahús meðan vaxtalækkanir sköpuðu glugga inn á fasteignamarkað fyrir aldurshópinn 25 til 34 ára (hlutfall hópsins sem býr í eigin húsnæði hækkaði um 7,5% milli áranna 2019 og 2020) en kyntu undir verðhækkunum á húsnæði og hlutabréfum og styrktu þannig stöðu hinna eldri og eignameiri. Þau sem ekki gátu nýtt sér glufuna inn á fasteignamarkað nú gætu þannig staðið frammi fyrir enn hærri þröskuldi næstu árin eftir því sem fasteignaverð hækkar og vextir leita aftur upp. Fyrstu fullorðinsár móta framhaldið Fyrr í sumar kynnti Samfylkingin efnahagstillögur sem miða að því að draga hratt úr atvinnuleysi, auka virkni og létta undir með námsmönnum og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Við leggjum til að einstaklingur sem snýr aftur til vinnu eftir atvinnuleysi fái tvöfaldan persónuafslátt í jafn marga mánuði og viðkomandi var frá störfum, en auk þess að námsmönnum verði tryggður réttur til atvinnuleysistrygginga í námshléum og að fyrirtæki geti ráðið nýútskrifaða úr háskóla- og iðnnámi á ráðningarstyrk til sex mánaða. Þetta eru aðgerðir sem ætti að ráðast í strax. Rannsóknir sýna að efnahagslegar og félagslegar aðstæður á fyrstu fullorðinsárum geta ráðið miklu um framtíðartekjur og tækifæri fólks. Á komandi kjörtímabili blasa við enn stærri verkefni. Þrennt skiptir þar mestu fyrir ungt fólk. Í fyrsta lagi þurfum við að koma böndum á brjálaðan húsnæðismarkað, stórauka stofnframlög til almenna íbúðakerfisins og auka rétt leigjenda. Í öðru lagi verður að endurreisa stuðning við barnafjölskyldur og breyta barnabótakerfinu yfir í almennt stuðningsnet líkt og á hinum Norðurlöndunum. Slík velferðarútgjöld þarf að fjármagna með varanlegri tekjuöflun, og þar liggur beinast við að skattleggja í auknum mæli ofureignir og hæstu fjármagnstekjur en jafnframt að tryggja almenningi aukna hlutdeild í arðinum af sameiginlegum auðlindum okkar. Græn umbylting til varnar yngri og komandi kynslóðum Síðast en ekki síst þarf að taka loftslagsmálin miklu fastari tökum. Ungt fólk og komandi kynslóðir munu bera kostnaðinn af hiki og hálfkáki í þeim efnum. Við þurfum að setja okkur metnaðarfyllri loftslagsmarkmið og nýta fjárfestingarsvigrúm hins opinbera í auknum mæli til að styðja við vistvæna atvinnuppbyggingu, efla almenningssamgöngur og hraða orkuskiptum. Á meðal þess sem við í Samfylkingunni höfum lagt til er að stofnaður verði fjárfestingarsjóður í opinberri eigu til að styðja við græna umbyltingu atvinnulífsins. Dæmi um verkefni sem slíkur sjóður gæti liðkað fyrir er framleiðsla á lífrænu eldsneyti, nýsköpun í matvælaiðnaði, uppbygging iðn- og auðlindagarða og þróun tæknilausna til föngunar og förgunar kolefnis. Allt fer þetta vel saman við markmið okkar um dýnamískt, fjölbreytt og sveigjanlegt atvinnulíf á Íslandi þar sem framboð starfa helst í hendur við menntun og færni landsmanna. Skiptum um kúrs Veik staða ungs fólks og ójöfn tækifæri eru vandamál sem bitna ekki bara á yngri kynslóðum heldur á hagvexti og framþróun samfélagsins í heild. Nú ríður á að stjórnmálamenn hafi kjarkinn til að ráðast í grundvallarbreytingar til að vinna gegn vaxandi kynslóðaójöfnuði og tryggja að Ísland sé samfélag þar sem er gott að búa, starfa og ala upp börn. Það kallar á nýja ríkisstjórn og breytta forgangsröðun og um þetta verður kosið í haust. Höfundur er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, fyrrverandi blaðamaður á Stundinni og MSc. í evrópskri stjórnmálahagfræði og sagnfræði.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun