„Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt“ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 07:31 Khris Middleton verðskuldaði spaðafimmu og vel það frá Giannis Antetokounmpo eftir sigurinn í nótt. AP/Curtis Compton Milwaukee Bucks náðu í nótt 2-1 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar með 113-102 sigri gegn Atlanta Hawks. Khris Middleton átti risastóran þátt í sigrinum og skoraði fleiri stig en Atlanta í fjórða leikhlutanum. Í frekar jöfnum leik, þar sem Milwaukee var reyndar undir stærstan hluta leiksins, gerði Middleton gæfumuninn. Liðsfélagar hans virtust alltaf geta leitað til hans, sérstaklega í lokaleikhlutanum, en Middleton skoraði þá 20 af 38 stigum sínum. Hann hefur aldrei skorað svo mörg stig í úrslitakeppni. Atlanta var 85-83 yfir þegar fjórði leikhluti hófst en liðið skoraði aðeins 17 stig í honum, eða þremur minna en Middleton einn fyrir Milwaukee. 20 PTS in the 4th Q for @Khris22m 38 in game (ties playoff career high) 11 REB, 7 ASTKhris Middleton TAKES OVER in the @Bucks Game 3 win! Game 4 is Tuesday at 8:30 PM ET on TNT. #ThatsGame pic.twitter.com/8TedimOk5F— NBA (@NBA) June 28, 2021 „Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt,“ sagði Giannis Antetokounmpo um Middleton. Grikkinn er vanur því að vera aðalstjarna Milwaukee, og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst, en var ekkert að spara stóryrðin varðandi frammistöðu Middleton: „Hann var ótrúlegur. Hann bar liðið áfram allt til enda. Það sem ég sá í dag var fullkomið. Svo einfalt er það,“ sagði Antetokounmpo. Young steig á dómara Atlanta byrjaði leikinn af krafti eftir að hafa verið undir allan leikinn í leik númer tvö, sem Milwaukee vann 125-91. Milwaukee lenti strax 7-0 undir og náði ekki forystunni í fyrsta sinn fyrr en í stöðunni 82-80, þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta, en náði svo góðum tökum undir forystu Middletons eins og fyrr segir. Trae Young skoraði 35 stig fyrir Atlanta en steig ofan á fót dómara seint í þriðja leikhluta og meiddist í ökkla. Hann fer í skoðun í dag til að meta alvarleika meiðslanna. Liðin mætast að nýju í Atlanta á þriðjudagskvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn, við annað hvort Phoenix Suns eða LA Clippers. Þau lið mætast í einvígi sem gæti klárast í nótt því Phoenix er 3-1 yfir. NBA Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Í frekar jöfnum leik, þar sem Milwaukee var reyndar undir stærstan hluta leiksins, gerði Middleton gæfumuninn. Liðsfélagar hans virtust alltaf geta leitað til hans, sérstaklega í lokaleikhlutanum, en Middleton skoraði þá 20 af 38 stigum sínum. Hann hefur aldrei skorað svo mörg stig í úrslitakeppni. Atlanta var 85-83 yfir þegar fjórði leikhluti hófst en liðið skoraði aðeins 17 stig í honum, eða þremur minna en Middleton einn fyrir Milwaukee. 20 PTS in the 4th Q for @Khris22m 38 in game (ties playoff career high) 11 REB, 7 ASTKhris Middleton TAKES OVER in the @Bucks Game 3 win! Game 4 is Tuesday at 8:30 PM ET on TNT. #ThatsGame pic.twitter.com/8TedimOk5F— NBA (@NBA) June 28, 2021 „Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt,“ sagði Giannis Antetokounmpo um Middleton. Grikkinn er vanur því að vera aðalstjarna Milwaukee, og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst, en var ekkert að spara stóryrðin varðandi frammistöðu Middleton: „Hann var ótrúlegur. Hann bar liðið áfram allt til enda. Það sem ég sá í dag var fullkomið. Svo einfalt er það,“ sagði Antetokounmpo. Young steig á dómara Atlanta byrjaði leikinn af krafti eftir að hafa verið undir allan leikinn í leik númer tvö, sem Milwaukee vann 125-91. Milwaukee lenti strax 7-0 undir og náði ekki forystunni í fyrsta sinn fyrr en í stöðunni 82-80, þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta, en náði svo góðum tökum undir forystu Middletons eins og fyrr segir. Trae Young skoraði 35 stig fyrir Atlanta en steig ofan á fót dómara seint í þriðja leikhluta og meiddist í ökkla. Hann fer í skoðun í dag til að meta alvarleika meiðslanna. Liðin mætast að nýju í Atlanta á þriðjudagskvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn, við annað hvort Phoenix Suns eða LA Clippers. Þau lið mætast í einvígi sem gæti klárast í nótt því Phoenix er 3-1 yfir.
NBA Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira