Þóttust ætla að þiggja gefins sófa en létu greipar sópa Snorri Másson skrifar 29. júní 2021 08:01 Jóna María Hafsteinsdóttir varð fyrir miklum vonbrigðum þegar það rann upp fyrir henni að hún hefði verið rænd af fólki sem hún ætlaði að gefa sófa. Facebook Jóna María Hafsteinsdóttir segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við par sem kom inn á heimili hennar til að fá gefins sófa á dögunum. Sófinn var alltént yfirlýstur tilgangur heimsóknarinnar, en eftir að þau hættu við að taka sófann vegna meintra flutningsvandræða fóru að renna á Jónu Maríu tvær grímur. Að sögn Jónu kom á daginn að parið hafði haft með sér Bluetooth-hátalara, seðlaveski og fágæta hreindýrahornsstyttu. Þannig hafi konan látið greipar sópa á meðan maðurinn mældi út sófann, sem var svo aldrei sóttur. „Maður fær bara sjokk þegar þetta er gert svona beint fyrir framan mann. Ég ætlaði að hjálpa þessu fólki og gefa því eitthvað og það kemur inn og stelur öllu steini léttara. Ég varð síðan auðvitað alveg brjáluð af því að þessi stytta hafði mikið tilfinningagildi fyrir mér,“ segir Jóna María í samtali við Vísi. Færsla Jóna Maríu í Gefins, allt gefins við annað tilefni. Umræddur hópur er einn sá allra fjölmennasti á Íslandi og meðlimirnir eru um 120.000.Skjáskot/Facebook Fólkið kom inn á heimili Jónu Maríu í Reykjavík og eftir að hafa mælt sófann hátt og lágt komust þau að þeirri niðurstöðu að hann kæmist ekki fyrir í þeirra bíl. Þá kváðust þau ætla að koma frekar daginn eftir að sækja sófann eftir að hafa útvegað sér betri bíl. Þau létu ekki sjá sig aftur og Jóna, sem stóð í flutningum á þessum tímapunkti, uppgötvaði ekki fyrr en nokkru seinna að munirnir væru horfnir. Jóna segir að svona atburðir grafi undan trausti í samfélaginu. „Ég geri þetta aldrei nokkurn tímann aftur. Ef einhver sem ég þekki getur ekki notað það fer það héðan í frá bara beinustu leið á haugana,“ segir Jóna. Jóna varar fólk við að hleypa hverjum sem er inn á heimili sitt í gegnum Facebook-hópinn Gefins, allt gefins, og aðra viðlíka hópa. Hún hvetur fólk í öllu falli til þess að færa húsgögnin út á stétt þegar þau eru gefin á síðum sem þessum. Aðspurð kveðst hún ekki hafa getað leitað til lögreglu vegna þess að hún taldi ljóst að erfitt yrði að færa sönnur á þjófnaðinn. Reykjavík Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Sófinn var alltént yfirlýstur tilgangur heimsóknarinnar, en eftir að þau hættu við að taka sófann vegna meintra flutningsvandræða fóru að renna á Jónu Maríu tvær grímur. Að sögn Jónu kom á daginn að parið hafði haft með sér Bluetooth-hátalara, seðlaveski og fágæta hreindýrahornsstyttu. Þannig hafi konan látið greipar sópa á meðan maðurinn mældi út sófann, sem var svo aldrei sóttur. „Maður fær bara sjokk þegar þetta er gert svona beint fyrir framan mann. Ég ætlaði að hjálpa þessu fólki og gefa því eitthvað og það kemur inn og stelur öllu steini léttara. Ég varð síðan auðvitað alveg brjáluð af því að þessi stytta hafði mikið tilfinningagildi fyrir mér,“ segir Jóna María í samtali við Vísi. Færsla Jóna Maríu í Gefins, allt gefins við annað tilefni. Umræddur hópur er einn sá allra fjölmennasti á Íslandi og meðlimirnir eru um 120.000.Skjáskot/Facebook Fólkið kom inn á heimili Jónu Maríu í Reykjavík og eftir að hafa mælt sófann hátt og lágt komust þau að þeirri niðurstöðu að hann kæmist ekki fyrir í þeirra bíl. Þá kváðust þau ætla að koma frekar daginn eftir að sækja sófann eftir að hafa útvegað sér betri bíl. Þau létu ekki sjá sig aftur og Jóna, sem stóð í flutningum á þessum tímapunkti, uppgötvaði ekki fyrr en nokkru seinna að munirnir væru horfnir. Jóna segir að svona atburðir grafi undan trausti í samfélaginu. „Ég geri þetta aldrei nokkurn tímann aftur. Ef einhver sem ég þekki getur ekki notað það fer það héðan í frá bara beinustu leið á haugana,“ segir Jóna. Jóna varar fólk við að hleypa hverjum sem er inn á heimili sitt í gegnum Facebook-hópinn Gefins, allt gefins, og aðra viðlíka hópa. Hún hvetur fólk í öllu falli til þess að færa húsgögnin út á stétt þegar þau eru gefin á síðum sem þessum. Aðspurð kveðst hún ekki hafa getað leitað til lögreglu vegna þess að hún taldi ljóst að erfitt yrði að færa sönnur á þjófnaðinn.
Reykjavík Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent