Kosningar 2021: Sterk staða stjórnarflokkanna Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði skrifar 29. júní 2021 11:01 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, rýnir í nýjustu könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Í nýrri skoðanakönnun Maskínu má tína til töluverð tíðindi sem áhugavert er að staldra við. Jafnvel þó svo að stuðningur við ríkisstjórnina sem slíka dali nokkuð, fari úr 47,7 prósentum í 42,5 prósent þá styrkja stjórnarflokkarnir þrír allir stöðu sína á milli mánaða, mjög mismikið þó. Nokkuð teygist á stuðningnum á milli flokka. Á meðan fylgi sópast að Sjálfstæðisflokki er Miðflokkur á fallanda fæti. Þá falla bæði Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn undir þröskuld. Í síðustu könnun mældust níu flokkar inni á þingi – sem myndi verða enn eitt Íslandsmetið í fjölda flokka – en nú myndu aðeins sjö flokkar setjast á þing. Að auki er Miðflokkurinn í bráðri lífshættu, mælist nú akkúrat á fimm prósenta þröskuldinum. Athyglisverðasta breytingin er þó kannski sú að greina má mun á gengi flokkanna eftir því hvernig þeim hefur tekist til við val á lista. Þeir þrír flokkar sem bæta mestu við sig viðhöfðu allir einhvers konar prófkjör – Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Píratar – á meðan þeir þrír sem mestu fylgi tapa stilla allir upp á lista – semsé Miðflokkur, Sósíalistaflokkur og Flokkur fólksins. Þrjár deildir Þegar rýnt er í júníkönnunina má skipta flokkunum í þrjár deildir. Sjálfstæðisflokkur er einn í efstu deild með 23,8 prósent fylgi og bætir við sig tveimur og hálfu prósentustigi á milli kannanna. Í miðdeildinni eru fimm flokkar sem mælast allir með fylgi á bilinu ellefu til fimmtán prósent – Vinstri græn, Samfylking, Viðreisn, Píratar og Framsóknarflokkur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið með grímu á andlitinu stóran hluta undanfarins eins og hálfs árs, eins og aðrir Íslendingar.Vísir/Vilhelm Neðstu deildina skipa svo framangreindir þrír flokkar sem allir eru í bullandi fallhættu, Miðflokkur, Sósíalistar og Flokkur fólksins. Baráttan þar á eftir að verða blóðug, ef að líkum lætur. En snúum okkur þá næst að stöðu hvers og eins þeirra flokka sem bjóða kjósendum krafta sín í komandi kosningum. Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar Eftir feikilega vel heppnuð prófkjör með þátttöku mörg þúsund manna eykur Sjálfstæðisflokkur fylgi sitt mest allra á milli kannanna. Um leið skerptist skýrlega á þeirri sérstöðu flokksins, að hann er í raun eina fjöldahreyfingin sem eftir er í íslenskum stjórnmálum. Hinir flokkarnir átta eru allir nær því sem stjórnmálafræðin flokkar sem kjarnaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt mest milli kannanna.Vísir/Vilhelm Jafnvel þó svo að Sjálfstæðisflokkur njóti langt í frá viðlíka stuðnings og honum hlotnaðist í eina tíð þá má hann vel við una með nálega fjórðungs fylgi. – Sú tíð er líkast til liðin í íslenskum stjórnmálum að nokkur flokkur nái yfir þriðjungs fylgis líkt og áður var reglan. Niðurstaða prófkjöranna höfðu enn fremur í för með sér styrkari stöðu formannsins, Bjarna Benediktssonar, sem nú er orðinn næsta óskorðaður foringi flokksins. Hið svokallaða – og sjálftitlaða – fýlupúkafélag fékk heldur á baukinn á meðan hinn hófsamari og frjálslyndari armur flokksins styrktist í sessi. Vinstri Græn sigla lygnan sjó Vinstri græn auka nokkuð við fylgi sitt á milli mánaða og fara úr 14,4 prósenta fylgi og upp í 15 prósent. Mikið hefur mætt á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í heimsfaraldrinum.Vísir/Vilhelm Þátttaka í prófkjörum flokksins var vissulega agnarlítil í samanburði við Sjálfstæðisflokkinn en eigi að síður virðist nokkuð vel hafa tekist upp í þeim efnum og spennandi frambjóðendur stigið inn á sviðið í gegnum þau, sér í lagi í Suðurkjördæmi og í Norð-austri. Tvennt að auki er flokknum sérlega hagfellt. Í fyrsta lagi nýtur VG góðrar stöðu í sóttvarnarmálum en forysta málsins hefur einkum verið á herðum ráðherra flokksins, þeirra Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og líka Katrínar Jakobsdóttur. Hitt atriðið sem skýrir sterka stöðu VG er einmitt þáttur Katrínar. Hún nýtur algjörrar sérstöðu í íslenskum stjórnmálum sem einstaklega farsæll forystumaður, nýtur langmest trausts íslenskra stjórnmálamanna og hefur tekist á þessu einkennilega kjörtímabili að verða forsætisráðherra allra landsmanna, hefur unnið sér virðingu og stuðnings langt út fyrir kjósendahóp Vinstri grænna. Í raun má segja að hún beri flokkinn uppi um þessar mundir. Samfylking enn í fúafeni Samfylking svamlar enn ofan í því feni sem flokkurinn festist í við upphaf árs í kjölfar margvíslegs klúðurs við uppstillingu á lista, sem flokknum virðist enn súpa seiðið af. Sjöunda mánuðinn í röð tapar Samfylking fylgi, þótt tapið á milli mánaða nú sé raunar með allra minnsta móti. Í júníkönnun Maskínu mælist Samfylking með 12,4 prósent. Logi Einarsson og félagar hans í Samfylkingunni missa fylgi enn einn mánuðinn.Vísir/vilhelm Miðað við forsöguna hlýtur flokkurinn að vera nálægt botni sínum og spennandi að sjá hvort hann nái viðspyrnu áður en komið er á lokasprett kosningabaráttunnar. Sum teikn á lofti sýna að svo gæti farið. Viðreisn á þröngu bili Næst í röðinni er Viðreisn sem stendur nokkurn vegin í stað á milli mánaða með 12,3 prósent fylgi. Raunar er kannski athyglisverðast hvað stuðningurinn hefur reynst stöðugur í þessum könnunum Maskínu, sveiflast um örþröngt fylgisbil. Fylgi Viðreisnar hefur haldist ansi stöðugt undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Ekki er að sjá að flokkurinn hafi notið athyglinnar í kringum uppstillingu á lista né að honum hafi verið refsað fyrir þá óánægju sem kom upp á yfirborðið í deilum á milli stofnandans, Benedikts Jóhannessonar, og núverandi forystu. En vissulega getur það reynst flokknum fjötur um fót að hafna skapara sínum með eins afgerandi þætti og hann sjálfur lýsir. Verður spennandi að fylgjast með því en að öðru leyti er fremur lítið að frétta í málefnum Viðreisnar. Píratar beygja til vinstri Fylgi Pírata er á svipuðu róli og Viðreisnar og hefur líka tiltölulega lítið sveiflast í þessum mánaðarlegu könnunum. Í júníkönnun Maskínu bætir flokkurinn við sig hálfu prósentustigi og mælist nú með 11,6 prósent. Prófkjör flokksins hafa verið sæmilega vel heppnuð en þau hafa samt ekki dregið til sín álíka athygli og prófkjör sumra annarra flokka. Andrés Ingi Jónsson virðist una sér vel hjá Pírötum en þaðan kom hann úr þingflokki Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Í málefnum Pírata þykir mér annars athyglisverðast hvað hin anarkíska vídd sem einkenndi flokkinn í upphafi, einkum í kringum upplýsingamál, hefur smám saman máðst af honum. Úr þeirri ásýnd flokksins dró strax með brotthvarfi helsta stofnandans, Birgittu Jónsdóttur. Þegar hún hvarf á braut fengu Píratar á sig ásjónu hefðbundnari stjórnmálaflokks. Og svo núna með útgöngu Smára McCarthy, Helga Hrafns Gunnarssonar og líka Jóns Þórs Ólafssonar má kannski segja að flokkurinn fjarlægist þann uppruna sinn enn frekar. Þessi breyting á flokknum sést kannski ekki síst í því að fyrrum þingmaður Vinstri Grænna, Andrés Jónsson, naut góðs gengis í prófkjöri flokksins og virðist una sér vel í hans röðum. Nú um stundir eru Píratar því nær því að vera hefðbundinn flokkur vinstra megin við miðju en hann hefur áður getað talist. Sígandi lukka Framsóknarflokks Framsóknarflokkur er á góðu róli núna í aðdraganda kosninga og alveg öndvert við Samfylkingu bætir hann ögn við fylgi sitt sjötta mánuðinn í röð. Mælist nú með 11,4 prósent. Ásmundur Einar Daðason hefur dregið athyglina að Framsóknarflokknum á árinu.Vísir/vilhelm Sagt er að sígandi lukka sér best og því geta framsóknarmenn eflaust nokkuð vel við unað. Að öðrum ólöstuðum hefur það kannski einkum verið framganga Ásmundar Einars Daðasonar sem dregið hefur augu almennra kjósenda að flokknum. Miðflokkur á fallanda fæti Um leið og Framsóknarflokkur bætir við sig fylgi er Miðflokkurinn á fallanda fæti og mælist nú á þröskuldi, með slétt fimm prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur eflaust um margt að hugsa í ljósi nýjustu könnunar Maskínu.Vísir/vilhelm Hér er ekki síst athyglisvert að þessir tveir systurflokkar – Miðflokkur er jú klofningsflokkur út úr Framsókn – hófu baráttuna á svipuðu fylgisróli. Í desember síðastliðnum skildi innan við prósentustig flokkana að en nú er munurinn á þeim vel ríflega tvöfaldur. Það er ansi hreint mögnuð breyting. Fram undan er hreinn lífróður miðflokksmanna sem munu þurfa að fanga athygli kjósenda með einhverju sérdeilis áhugaverðu útspili, annars gæti flokkurinn allt eins getað verið úr sögu íslenskra stjórnmála. Nýju félagshyggjuflokkarnir í vanda Sem fyrr segir mælast nýju félagshyggjuflokkarnir tveir báðir undir þröskuldi að þessu sinni. Sósíalistaflokkur með aðeins 4,3 prósent og Flokkur fólksins með 4,2 prósent. Ég hef í þessum greinum margoft nefnt að flokkakerfið rúmar trauðla báða þessa flokka. Inga Sæland og Flokkur fólksins gætu þurkast út af þingi miðað við stöðuna í nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Vilhelm Án hins væru allar líkur á að annar þeirra næði vel yfir þröskuld, væri sá einn á þessu fleti, en nú blasir við sú hætta að hvorugur nái inn á þing, einmitt vegna fylgisblæðingarinnar á milli þeirra. Logn á undan stormi Næstu vikurnar má gera ráð fyrir lágdeyðu í stjórnmálaumræðunni yfir hásumarið og meiriháttar flekahreyfingar því kannski ólíklegar á meðan landsmenn eru meira og minna í fríi. En gera má ráð fyrir að fjörið hefjist svo fyrir alvöru þegar líða tekur á ágústmánuð. Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum. Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Nokkuð teygist á stuðningnum á milli flokka. Á meðan fylgi sópast að Sjálfstæðisflokki er Miðflokkur á fallanda fæti. Þá falla bæði Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn undir þröskuld. Í síðustu könnun mældust níu flokkar inni á þingi – sem myndi verða enn eitt Íslandsmetið í fjölda flokka – en nú myndu aðeins sjö flokkar setjast á þing. Að auki er Miðflokkurinn í bráðri lífshættu, mælist nú akkúrat á fimm prósenta þröskuldinum. Athyglisverðasta breytingin er þó kannski sú að greina má mun á gengi flokkanna eftir því hvernig þeim hefur tekist til við val á lista. Þeir þrír flokkar sem bæta mestu við sig viðhöfðu allir einhvers konar prófkjör – Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Píratar – á meðan þeir þrír sem mestu fylgi tapa stilla allir upp á lista – semsé Miðflokkur, Sósíalistaflokkur og Flokkur fólksins. Þrjár deildir Þegar rýnt er í júníkönnunina má skipta flokkunum í þrjár deildir. Sjálfstæðisflokkur er einn í efstu deild með 23,8 prósent fylgi og bætir við sig tveimur og hálfu prósentustigi á milli kannanna. Í miðdeildinni eru fimm flokkar sem mælast allir með fylgi á bilinu ellefu til fimmtán prósent – Vinstri græn, Samfylking, Viðreisn, Píratar og Framsóknarflokkur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið með grímu á andlitinu stóran hluta undanfarins eins og hálfs árs, eins og aðrir Íslendingar.Vísir/Vilhelm Neðstu deildina skipa svo framangreindir þrír flokkar sem allir eru í bullandi fallhættu, Miðflokkur, Sósíalistar og Flokkur fólksins. Baráttan þar á eftir að verða blóðug, ef að líkum lætur. En snúum okkur þá næst að stöðu hvers og eins þeirra flokka sem bjóða kjósendum krafta sín í komandi kosningum. Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar Eftir feikilega vel heppnuð prófkjör með þátttöku mörg þúsund manna eykur Sjálfstæðisflokkur fylgi sitt mest allra á milli kannanna. Um leið skerptist skýrlega á þeirri sérstöðu flokksins, að hann er í raun eina fjöldahreyfingin sem eftir er í íslenskum stjórnmálum. Hinir flokkarnir átta eru allir nær því sem stjórnmálafræðin flokkar sem kjarnaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt mest milli kannanna.Vísir/Vilhelm Jafnvel þó svo að Sjálfstæðisflokkur njóti langt í frá viðlíka stuðnings og honum hlotnaðist í eina tíð þá má hann vel við una með nálega fjórðungs fylgi. – Sú tíð er líkast til liðin í íslenskum stjórnmálum að nokkur flokkur nái yfir þriðjungs fylgis líkt og áður var reglan. Niðurstaða prófkjöranna höfðu enn fremur í för með sér styrkari stöðu formannsins, Bjarna Benediktssonar, sem nú er orðinn næsta óskorðaður foringi flokksins. Hið svokallaða – og sjálftitlaða – fýlupúkafélag fékk heldur á baukinn á meðan hinn hófsamari og frjálslyndari armur flokksins styrktist í sessi. Vinstri Græn sigla lygnan sjó Vinstri græn auka nokkuð við fylgi sitt á milli mánaða og fara úr 14,4 prósenta fylgi og upp í 15 prósent. Mikið hefur mætt á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í heimsfaraldrinum.Vísir/Vilhelm Þátttaka í prófkjörum flokksins var vissulega agnarlítil í samanburði við Sjálfstæðisflokkinn en eigi að síður virðist nokkuð vel hafa tekist upp í þeim efnum og spennandi frambjóðendur stigið inn á sviðið í gegnum þau, sér í lagi í Suðurkjördæmi og í Norð-austri. Tvennt að auki er flokknum sérlega hagfellt. Í fyrsta lagi nýtur VG góðrar stöðu í sóttvarnarmálum en forysta málsins hefur einkum verið á herðum ráðherra flokksins, þeirra Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og líka Katrínar Jakobsdóttur. Hitt atriðið sem skýrir sterka stöðu VG er einmitt þáttur Katrínar. Hún nýtur algjörrar sérstöðu í íslenskum stjórnmálum sem einstaklega farsæll forystumaður, nýtur langmest trausts íslenskra stjórnmálamanna og hefur tekist á þessu einkennilega kjörtímabili að verða forsætisráðherra allra landsmanna, hefur unnið sér virðingu og stuðnings langt út fyrir kjósendahóp Vinstri grænna. Í raun má segja að hún beri flokkinn uppi um þessar mundir. Samfylking enn í fúafeni Samfylking svamlar enn ofan í því feni sem flokkurinn festist í við upphaf árs í kjölfar margvíslegs klúðurs við uppstillingu á lista, sem flokknum virðist enn súpa seiðið af. Sjöunda mánuðinn í röð tapar Samfylking fylgi, þótt tapið á milli mánaða nú sé raunar með allra minnsta móti. Í júníkönnun Maskínu mælist Samfylking með 12,4 prósent. Logi Einarsson og félagar hans í Samfylkingunni missa fylgi enn einn mánuðinn.Vísir/vilhelm Miðað við forsöguna hlýtur flokkurinn að vera nálægt botni sínum og spennandi að sjá hvort hann nái viðspyrnu áður en komið er á lokasprett kosningabaráttunnar. Sum teikn á lofti sýna að svo gæti farið. Viðreisn á þröngu bili Næst í röðinni er Viðreisn sem stendur nokkurn vegin í stað á milli mánaða með 12,3 prósent fylgi. Raunar er kannski athyglisverðast hvað stuðningurinn hefur reynst stöðugur í þessum könnunum Maskínu, sveiflast um örþröngt fylgisbil. Fylgi Viðreisnar hefur haldist ansi stöðugt undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Ekki er að sjá að flokkurinn hafi notið athyglinnar í kringum uppstillingu á lista né að honum hafi verið refsað fyrir þá óánægju sem kom upp á yfirborðið í deilum á milli stofnandans, Benedikts Jóhannessonar, og núverandi forystu. En vissulega getur það reynst flokknum fjötur um fót að hafna skapara sínum með eins afgerandi þætti og hann sjálfur lýsir. Verður spennandi að fylgjast með því en að öðru leyti er fremur lítið að frétta í málefnum Viðreisnar. Píratar beygja til vinstri Fylgi Pírata er á svipuðu róli og Viðreisnar og hefur líka tiltölulega lítið sveiflast í þessum mánaðarlegu könnunum. Í júníkönnun Maskínu bætir flokkurinn við sig hálfu prósentustigi og mælist nú með 11,6 prósent. Prófkjör flokksins hafa verið sæmilega vel heppnuð en þau hafa samt ekki dregið til sín álíka athygli og prófkjör sumra annarra flokka. Andrés Ingi Jónsson virðist una sér vel hjá Pírötum en þaðan kom hann úr þingflokki Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Í málefnum Pírata þykir mér annars athyglisverðast hvað hin anarkíska vídd sem einkenndi flokkinn í upphafi, einkum í kringum upplýsingamál, hefur smám saman máðst af honum. Úr þeirri ásýnd flokksins dró strax með brotthvarfi helsta stofnandans, Birgittu Jónsdóttur. Þegar hún hvarf á braut fengu Píratar á sig ásjónu hefðbundnari stjórnmálaflokks. Og svo núna með útgöngu Smára McCarthy, Helga Hrafns Gunnarssonar og líka Jóns Þórs Ólafssonar má kannski segja að flokkurinn fjarlægist þann uppruna sinn enn frekar. Þessi breyting á flokknum sést kannski ekki síst í því að fyrrum þingmaður Vinstri Grænna, Andrés Jónsson, naut góðs gengis í prófkjöri flokksins og virðist una sér vel í hans röðum. Nú um stundir eru Píratar því nær því að vera hefðbundinn flokkur vinstra megin við miðju en hann hefur áður getað talist. Sígandi lukka Framsóknarflokks Framsóknarflokkur er á góðu róli núna í aðdraganda kosninga og alveg öndvert við Samfylkingu bætir hann ögn við fylgi sitt sjötta mánuðinn í röð. Mælist nú með 11,4 prósent. Ásmundur Einar Daðason hefur dregið athyglina að Framsóknarflokknum á árinu.Vísir/vilhelm Sagt er að sígandi lukka sér best og því geta framsóknarmenn eflaust nokkuð vel við unað. Að öðrum ólöstuðum hefur það kannski einkum verið framganga Ásmundar Einars Daðasonar sem dregið hefur augu almennra kjósenda að flokknum. Miðflokkur á fallanda fæti Um leið og Framsóknarflokkur bætir við sig fylgi er Miðflokkurinn á fallanda fæti og mælist nú á þröskuldi, með slétt fimm prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur eflaust um margt að hugsa í ljósi nýjustu könnunar Maskínu.Vísir/vilhelm Hér er ekki síst athyglisvert að þessir tveir systurflokkar – Miðflokkur er jú klofningsflokkur út úr Framsókn – hófu baráttuna á svipuðu fylgisróli. Í desember síðastliðnum skildi innan við prósentustig flokkana að en nú er munurinn á þeim vel ríflega tvöfaldur. Það er ansi hreint mögnuð breyting. Fram undan er hreinn lífróður miðflokksmanna sem munu þurfa að fanga athygli kjósenda með einhverju sérdeilis áhugaverðu útspili, annars gæti flokkurinn allt eins getað verið úr sögu íslenskra stjórnmála. Nýju félagshyggjuflokkarnir í vanda Sem fyrr segir mælast nýju félagshyggjuflokkarnir tveir báðir undir þröskuldi að þessu sinni. Sósíalistaflokkur með aðeins 4,3 prósent og Flokkur fólksins með 4,2 prósent. Ég hef í þessum greinum margoft nefnt að flokkakerfið rúmar trauðla báða þessa flokka. Inga Sæland og Flokkur fólksins gætu þurkast út af þingi miðað við stöðuna í nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Vilhelm Án hins væru allar líkur á að annar þeirra næði vel yfir þröskuld, væri sá einn á þessu fleti, en nú blasir við sú hætta að hvorugur nái inn á þing, einmitt vegna fylgisblæðingarinnar á milli þeirra. Logn á undan stormi Næstu vikurnar má gera ráð fyrir lágdeyðu í stjórnmálaumræðunni yfir hásumarið og meiriháttar flekahreyfingar því kannski ólíklegar á meðan landsmenn eru meira og minna í fríi. En gera má ráð fyrir að fjörið hefjist svo fyrir alvöru þegar líða tekur á ágústmánuð. Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum.
Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum.
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira