Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júní 2021 11:54 Börn fædd eftir 2005 munu þurfa að bíða bólusetningar í bili. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. Í samtali við Vísi segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að allar símalínur séu rauðglóandi og mikil umferð um netspjall heilsugæslunnar. Um sé að ræða fyrirspurnir foreldra sem eru áhugasamir um að fá bólusetningu fyrir börn sín fædd eftir árið 2005. Ragnheiður segir þó að þessi hópur, og nefnir sérstaklega börn á aldrinum 12 til 15 ára, þurfi að bíða bólusetningar um sinn og þessi hópur verði ekki boðaður í bólusetningu fyrr en eftir sumarfrí hjá heilsugæslunni. „Það er töluverð ásókn frá foreldrum en sóttvarnalæknir hefur sagt að hann vilji bíða eftir frekari rannsóknarniðurstöðum fyrir þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að bólusetning hópsins verði líklega útfærð í skólum landsins, líkt og aðrar bólusetningar sem börn fá. Í síðasta mánuði lagði Lyfjastofnun Evrópu blessun sína yfir bólusetningu barna á aldrinum 12 til 15 ára með bóluefni Pfizer. Það hefur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna einnig gert. Bíða boða sóttvarnalæknis Börnin verða að öllum líkindum bólusett með bóluefni Pfizer, en nú býður heilusgæslan upp á bókun í bólusetningu með bóluefni Janssen inni á heilsuveru.is. Ragnheiður segir þó að aldurshópurinn sem hér er til umfjöllunar sé ekki gjaldgengur í bólusetningu með Janssen-efninu. „Við ætlum ekki að taka þennan hóp nema það komi boð frá sóttvaranlækni um það. Það er ástæða fyrir því að þessi hópur er ekki boðaður,“ segir Ragnheiður og bendir á að allir aðrir hópar sem hlotið hafi bólusetningu hafi þegar verið boðaðir af heilsugæslunni. Hún segir það skýr tilmæli frá sóttvarnalækni að bíða eigi um sinn með bólusetningu barna 12 til 15 ára, og að heilsugæslan fylgi honum að málum. „Við viljum reyna að róa þessa foreldra og leyfa börnunum að njóta vafans, bíðum átekta og sjáum hvað sóttvarnalæknir vill gera með þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Níu þúsund Pfizer-skammtar Í dag verður bólusett með um níu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um er að ræða bólusetningu með seinni skammti og því ólíklegt að opnað verði fyrir bólusetningu annarra en þeirra sem þegar hafa verið boðuð í bólusetningu í dag. Á vef heilsugæslunnar kemur fram að nú sé hægt að óska eftir bólusetningu með bóluefni Janssen á heilsuveru.is. Eins og áður sagði geta börn ekki pantað slíkan tíma. „Safnað verður saman í hóp og boðað þegar hæfilega margir eru komnir á skrá. Ekki eru komnar dagssetningar á þessar bólusetningar,“ segir á vefnum. Á morgun og á fimmtudag verður þá bólusett með efni AstraZeneca, en þar er einnig um að ræða seinni bólusetningu. Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að allar símalínur séu rauðglóandi og mikil umferð um netspjall heilsugæslunnar. Um sé að ræða fyrirspurnir foreldra sem eru áhugasamir um að fá bólusetningu fyrir börn sín fædd eftir árið 2005. Ragnheiður segir þó að þessi hópur, og nefnir sérstaklega börn á aldrinum 12 til 15 ára, þurfi að bíða bólusetningar um sinn og þessi hópur verði ekki boðaður í bólusetningu fyrr en eftir sumarfrí hjá heilsugæslunni. „Það er töluverð ásókn frá foreldrum en sóttvarnalæknir hefur sagt að hann vilji bíða eftir frekari rannsóknarniðurstöðum fyrir þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að bólusetning hópsins verði líklega útfærð í skólum landsins, líkt og aðrar bólusetningar sem börn fá. Í síðasta mánuði lagði Lyfjastofnun Evrópu blessun sína yfir bólusetningu barna á aldrinum 12 til 15 ára með bóluefni Pfizer. Það hefur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna einnig gert. Bíða boða sóttvarnalæknis Börnin verða að öllum líkindum bólusett með bóluefni Pfizer, en nú býður heilusgæslan upp á bókun í bólusetningu með bóluefni Janssen inni á heilsuveru.is. Ragnheiður segir þó að aldurshópurinn sem hér er til umfjöllunar sé ekki gjaldgengur í bólusetningu með Janssen-efninu. „Við ætlum ekki að taka þennan hóp nema það komi boð frá sóttvaranlækni um það. Það er ástæða fyrir því að þessi hópur er ekki boðaður,“ segir Ragnheiður og bendir á að allir aðrir hópar sem hlotið hafi bólusetningu hafi þegar verið boðaðir af heilsugæslunni. Hún segir það skýr tilmæli frá sóttvarnalækni að bíða eigi um sinn með bólusetningu barna 12 til 15 ára, og að heilsugæslan fylgi honum að málum. „Við viljum reyna að róa þessa foreldra og leyfa börnunum að njóta vafans, bíðum átekta og sjáum hvað sóttvarnalæknir vill gera með þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Níu þúsund Pfizer-skammtar Í dag verður bólusett með um níu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um er að ræða bólusetningu með seinni skammti og því ólíklegt að opnað verði fyrir bólusetningu annarra en þeirra sem þegar hafa verið boðuð í bólusetningu í dag. Á vef heilsugæslunnar kemur fram að nú sé hægt að óska eftir bólusetningu með bóluefni Janssen á heilsuveru.is. Eins og áður sagði geta börn ekki pantað slíkan tíma. „Safnað verður saman í hóp og boðað þegar hæfilega margir eru komnir á skrá. Ekki eru komnar dagssetningar á þessar bólusetningar,“ segir á vefnum. Á morgun og á fimmtudag verður þá bólusett með efni AstraZeneca, en þar er einnig um að ræða seinni bólusetningu.
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira