Völdu Kára og Hannes Þór besta til þessa | Blikar geta ógnað toppliði Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 12:31 Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason eru bestu leikmenn fyrri hluta Pepsi Max deildar karla að mati Jón Þórs Haukssonar og Mána Péturssonar. Vísir/Hulda Margrét Farið var yfir víðan völl í Stúkunni að loknum leikjum dagsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Voru nokkur málefni rætt í lok þáttar en ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Máni Pétursson og Jón Þór Hauksson. HK-ingar í hættu? „Það fellur enginn þegar mótið er hálfnað en þeir eru vissulega í mjög harðri fallbaráttu,“ sagði Jón Þór. „Ég var ótrúlega spenntur fyrir að sjá HK. Ég var viss um að þeir myndu ekki vera í fallbaráttu og koma á óvart ef eitthvað væri. Þeir hafa klárlega komið á óvart, ég bjóst ekki við þeim í fallbaráttu,“ bætti Máni við. Hversu langt geta Blikar náð? „Það sem Blikar hafa gert – sem er mjög jákvætt – að eftir hræðilega byrjun þá hafa þeir núllstillt sig og ákveðið að hafa trú á því sem þeir eru að gera og halda áfram,“ sagði Máni. „Það sem vekur athygli mína í þessari toppbaráttu er að í maí og langt framan af móti var Heimir Guðjónsson að spila á sama liði og Valur að sækja þrjú stig á meðan Blikar voru að hrófla mikið í sínu liði. Núna erum við að sjá að Blikarnir eru að koma fulla ferð og hafa verið að spila frábærlega á köflum á meðan Valsmenn hafa verið að lækka flugið töluvert,“ bætti Jón Þór við. Bjart yfir Bítlabænum? „Það er alltaf sól í Keflavík. Þetta er ekki kallað „Sunny Kef“ fyrir ekki neitt. Það eru hins vegar aðeins tveir gírar í Keflavík, það er aftur á bak og áfram,“ sagði Máni. Þá var einnig farið yfir hvernig Jón Þór og Máni myndu styrkja Víkingsliðið en Arnar Gunnlaugsson hefur gefið í skyn að Víkingar munu sækja leikmenn í glugganum sem opnar á næstu dögum. Að lokum var spurt hvaða leikmaður hefði verið bestur fyrri hluta móts. Þar voru Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Sævar Atli Magnússon og Brynjar Ingi Bjarnason nefndir til sögunnar. Jón Þór vildi meina að Kári væri bestur á Íslandsmótinu til þessa á meðan Máni valdi Hannes Þór. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Farið yfir ýmis málefni í Stúkunni Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
HK-ingar í hættu? „Það fellur enginn þegar mótið er hálfnað en þeir eru vissulega í mjög harðri fallbaráttu,“ sagði Jón Þór. „Ég var ótrúlega spenntur fyrir að sjá HK. Ég var viss um að þeir myndu ekki vera í fallbaráttu og koma á óvart ef eitthvað væri. Þeir hafa klárlega komið á óvart, ég bjóst ekki við þeim í fallbaráttu,“ bætti Máni við. Hversu langt geta Blikar náð? „Það sem Blikar hafa gert – sem er mjög jákvætt – að eftir hræðilega byrjun þá hafa þeir núllstillt sig og ákveðið að hafa trú á því sem þeir eru að gera og halda áfram,“ sagði Máni. „Það sem vekur athygli mína í þessari toppbaráttu er að í maí og langt framan af móti var Heimir Guðjónsson að spila á sama liði og Valur að sækja þrjú stig á meðan Blikar voru að hrófla mikið í sínu liði. Núna erum við að sjá að Blikarnir eru að koma fulla ferð og hafa verið að spila frábærlega á köflum á meðan Valsmenn hafa verið að lækka flugið töluvert,“ bætti Jón Þór við. Bjart yfir Bítlabænum? „Það er alltaf sól í Keflavík. Þetta er ekki kallað „Sunny Kef“ fyrir ekki neitt. Það eru hins vegar aðeins tveir gírar í Keflavík, það er aftur á bak og áfram,“ sagði Máni. Þá var einnig farið yfir hvernig Jón Þór og Máni myndu styrkja Víkingsliðið en Arnar Gunnlaugsson hefur gefið í skyn að Víkingar munu sækja leikmenn í glugganum sem opnar á næstu dögum. Að lokum var spurt hvaða leikmaður hefði verið bestur fyrri hluta móts. Þar voru Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Sævar Atli Magnússon og Brynjar Ingi Bjarnason nefndir til sögunnar. Jón Þór vildi meina að Kári væri bestur á Íslandsmótinu til þessa á meðan Máni valdi Hannes Þór. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Farið yfir ýmis málefni í Stúkunni Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira