Átti von á að fá byssukúlu í bakið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2021 15:09 Kaffistofa Samhjálpar í Borgartúni. Vísir/ArnarHalldórs Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. Það var á tólfta tímanum sem lögregla fékk tilkynningu um að karlmaður væri vopnaður byssu við kaffistofuna sem er spölkorn frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofu barst ábending um að Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri áfangaheimilisins Verndar fyrir fanga, hefði verið sá sem ógnað var. Þráinn staðfestir það í samtali við Vísi og féllst á að lýsa atburðarásinni eins og hún horfði við honum. Hann hefði starfs síns vegna verið á staðnum að ræða við mann í porti við kaffistofuna þegar byssumanninn bar að garði. Þekkir marga en ekki þennan „Þar sem ég er staddur í þessu porti, og er að ræða þar við mann, þá kemur allt í einu maður gangandi inn í portið mjög hröðum skrefum. Hann er með skammbyssu á lofti,“ segir Þráinn sem var augljóslega brugðið. „Ég auðvitað get ekkert lesið öðruvísi í aðstæður en hann sé kominn til að nota skammbyssuna.“ Fjöldi fólks sækir í aðstoð Samhjálpar á degi hverjum.Vísir/ArnarHalldórs Draga mætti þá ályktun að Þráinn þekkti líklega til mannsins, vegna starfa sinna með afbrotamönnum. Svo var þó ekki. „Ég þekki auðvitað flesta sem að fara í gegnum svona kerfi en ég kannaðist ekki við þennan,“ segir Þráinn. Hann er með byssu! Karlmaðurinn sem Þráinn var að spjalla við öskraði að maður væri með skammbyssu. Við það hafi komið fát á hann eitt augnablik. „Við flúðum á bak við bíl og biðum af okkur smá stund þar. Svo hlupum við inn í kaffistofuna. Þá kemur styggð að honum og hann fer aftur út úr portinu,“ segir Þráinn. Hann hafi notað tækifærið og hringt í lögreglu. Um leið hafi hann fylgst með manninum í gegnum rimlana. „Eftir smástund kemur hann bara hlaupandi aftur inn í portið með skammbyssuna á lofti. Þá var bara tekin ákvörðun um að loka, nota hurð á stórum kæli til að loka þeim möguleika að hann kæmist inn.“ Maðurinn hafi svo farið af vettvangi. Þráinn segir að honum og fjölmörgum öðrum á svæðinu hafi ekki verið létt fyrr en lögregla staðfesti að maðurinn hefði verið handtekinn. „Auðvitað er fullt af fólki á staðnum sem verður skelkað og hrætt.“ Rauðagerðismálið í fersku minni Þráinn segist hafa búist við að fá kúlu í bakið. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Lögregla staðfesti við Vísi að skammbyssan hefði verið hlaðin. Þráinn segist ekki hafa verið meðvitaður um hvort alvöru vopn væri að ræða eða ekki, og þá hvort byssan væri hlaðin. Hann hafi þó ekki velt því fyrir sér á þeim tíma sem hann flúði undan byssumanni. Frá vettvangi morðsins í Rauðagerði.Vísir Morðið í Rauðagerði fyrr á árinu er fólki enn í fersku minni. Þar var manni ráðinn bani með skammbyssu fyrir utan heimili sitt. „Það rennur yfir mann um leið og maður sér svona atburðarás fara af stað. Af þessu stafar gríðarleg ógn og ótti, viðbrögðin eru í samræmi við það.“ Hann segist reglulega verða var við hnífa í umferð. Byssur sjái hann aðeins á gæsaveiðum. „Allt í einu verður heimurinn öðruvísi.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Það var á tólfta tímanum sem lögregla fékk tilkynningu um að karlmaður væri vopnaður byssu við kaffistofuna sem er spölkorn frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofu barst ábending um að Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri áfangaheimilisins Verndar fyrir fanga, hefði verið sá sem ógnað var. Þráinn staðfestir það í samtali við Vísi og féllst á að lýsa atburðarásinni eins og hún horfði við honum. Hann hefði starfs síns vegna verið á staðnum að ræða við mann í porti við kaffistofuna þegar byssumanninn bar að garði. Þekkir marga en ekki þennan „Þar sem ég er staddur í þessu porti, og er að ræða þar við mann, þá kemur allt í einu maður gangandi inn í portið mjög hröðum skrefum. Hann er með skammbyssu á lofti,“ segir Þráinn sem var augljóslega brugðið. „Ég auðvitað get ekkert lesið öðruvísi í aðstæður en hann sé kominn til að nota skammbyssuna.“ Fjöldi fólks sækir í aðstoð Samhjálpar á degi hverjum.Vísir/ArnarHalldórs Draga mætti þá ályktun að Þráinn þekkti líklega til mannsins, vegna starfa sinna með afbrotamönnum. Svo var þó ekki. „Ég þekki auðvitað flesta sem að fara í gegnum svona kerfi en ég kannaðist ekki við þennan,“ segir Þráinn. Hann er með byssu! Karlmaðurinn sem Þráinn var að spjalla við öskraði að maður væri með skammbyssu. Við það hafi komið fát á hann eitt augnablik. „Við flúðum á bak við bíl og biðum af okkur smá stund þar. Svo hlupum við inn í kaffistofuna. Þá kemur styggð að honum og hann fer aftur út úr portinu,“ segir Þráinn. Hann hafi notað tækifærið og hringt í lögreglu. Um leið hafi hann fylgst með manninum í gegnum rimlana. „Eftir smástund kemur hann bara hlaupandi aftur inn í portið með skammbyssuna á lofti. Þá var bara tekin ákvörðun um að loka, nota hurð á stórum kæli til að loka þeim möguleika að hann kæmist inn.“ Maðurinn hafi svo farið af vettvangi. Þráinn segir að honum og fjölmörgum öðrum á svæðinu hafi ekki verið létt fyrr en lögregla staðfesti að maðurinn hefði verið handtekinn. „Auðvitað er fullt af fólki á staðnum sem verður skelkað og hrætt.“ Rauðagerðismálið í fersku minni Þráinn segist hafa búist við að fá kúlu í bakið. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Lögregla staðfesti við Vísi að skammbyssan hefði verið hlaðin. Þráinn segist ekki hafa verið meðvitaður um hvort alvöru vopn væri að ræða eða ekki, og þá hvort byssan væri hlaðin. Hann hafi þó ekki velt því fyrir sér á þeim tíma sem hann flúði undan byssumanni. Frá vettvangi morðsins í Rauðagerði.Vísir Morðið í Rauðagerði fyrr á árinu er fólki enn í fersku minni. Þar var manni ráðinn bani með skammbyssu fyrir utan heimili sitt. „Það rennur yfir mann um leið og maður sér svona atburðarás fara af stað. Af þessu stafar gríðarleg ógn og ótti, viðbrögðin eru í samræmi við það.“ Hann segist reglulega verða var við hnífa í umferð. Byssur sjái hann aðeins á gæsaveiðum. „Allt í einu verður heimurinn öðruvísi.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira