Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2021 18:31 Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. Í símtali eftir uppákomuna í Ásmundarsal spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglunnar eftir umrætt atvik í Ásmundarsal. Í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag spurði ráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Vill svör Hvað finnst þér um það að þarna hafi dómsmálaráðherra óskað eftir því að lögregla bæðist afsökunar á þessu? „Ef það er rétt: Er það hlutverk dómsmálaráðherra? Er hún að gæta jafnræðis þá í störfunum sínum? Er það almenna reglan eða er þetta meira persónutengt? Það er spurning sem ég myndi vilja svar við,“ sagði Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði ráðherra og lögreglustjóra á lokaðan fund í byrjun marsmánðar á þessu ári þar sem frægt símtal þeirra var til umræðu, en trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundinum. Nefndin fór þó opinberlega fram á að Áslaug og Halla Bergþóra afléttu trúnaði um samskipti þeirra umræddan dag. Ætla ekki að aflétta trúnaði „Ráðherra hafnaði því en lögreglustjórinn hafði ekki gert það þá á þeim tíma.“ Halla Bergþóra sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún ætli ekki að aflétta trúnaði um það sem fram fór þeirra á milli. „Annað sem við gátum gert í stöðunni var að gera hlé á okkar störfum þannig að umboðsmaður Alþingis gæti sjálfur metið hvort hann myndi hefja frumkvæðisathugun á málinu,“ sagði Jón Þór. Hann segir málið lykta af pólítík. „Hverjir eru það sem fá lamið á puttana? Það eru tveir lögreglumenn sem sátu einhvers staðar og voru að tala. Það er eitthvað sem við erum komin með eftirlitshlutverk í þingið með breytingu á þingsköpum í vor með þessum sjálfstæðu eftirlits eða stjórnsýslunefndum meðal annars með eftirliti með störfum lögreglu. Ég vil fá svör við spurningunni. Fóru þau umfram sínar valdheimildir?“ spyr Jón Þór. Ráðherra í Ásmundarsal Samkomubann á Íslandi Alþingi Lögreglan Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Í símtali eftir uppákomuna í Ásmundarsal spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglunnar eftir umrætt atvik í Ásmundarsal. Í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag spurði ráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Vill svör Hvað finnst þér um það að þarna hafi dómsmálaráðherra óskað eftir því að lögregla bæðist afsökunar á þessu? „Ef það er rétt: Er það hlutverk dómsmálaráðherra? Er hún að gæta jafnræðis þá í störfunum sínum? Er það almenna reglan eða er þetta meira persónutengt? Það er spurning sem ég myndi vilja svar við,“ sagði Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði ráðherra og lögreglustjóra á lokaðan fund í byrjun marsmánðar á þessu ári þar sem frægt símtal þeirra var til umræðu, en trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundinum. Nefndin fór þó opinberlega fram á að Áslaug og Halla Bergþóra afléttu trúnaði um samskipti þeirra umræddan dag. Ætla ekki að aflétta trúnaði „Ráðherra hafnaði því en lögreglustjórinn hafði ekki gert það þá á þeim tíma.“ Halla Bergþóra sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún ætli ekki að aflétta trúnaði um það sem fram fór þeirra á milli. „Annað sem við gátum gert í stöðunni var að gera hlé á okkar störfum þannig að umboðsmaður Alþingis gæti sjálfur metið hvort hann myndi hefja frumkvæðisathugun á málinu,“ sagði Jón Þór. Hann segir málið lykta af pólítík. „Hverjir eru það sem fá lamið á puttana? Það eru tveir lögreglumenn sem sátu einhvers staðar og voru að tala. Það er eitthvað sem við erum komin með eftirlitshlutverk í þingið með breytingu á þingsköpum í vor með þessum sjálfstæðu eftirlits eða stjórnsýslunefndum meðal annars með eftirliti með störfum lögreglu. Ég vil fá svör við spurningunni. Fóru þau umfram sínar valdheimildir?“ spyr Jón Þór.
Ráðherra í Ásmundarsal Samkomubann á Íslandi Alþingi Lögreglan Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira