Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 07:31 Clint Capela lagðist hálfpartinn ofan á Giannis Antetokounmpo sem meiddist eftir að hafa stokkið upp í baráttu um boltann. AP/Curtis Compton Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Atlanta lék án sinnar skærustu stjörnu, Trae Young, sem að meiddist við að stíga óvart á dómara í leik þrjú í einvíginu. Án Young náði Atlanta engu að síður að jafna metin í einvíginu, 2-2. Nú er það Milwaukee sem gæti þurft að spjara sig án sinnar skærustu stjörnu. Ekkert hefur verið staðfest varðandi meiðsli Antetokounmpo, sem tvívegis hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, en Grikkinn meiddist í hné í þriðja leikhluta og var augljóslega þjáður. Leit út fyrir að vera ansi slæmt Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, sagði að það yrði að koma í ljós í dag hve alvarleg meiðslin væru. „Við tökum því sem að kemur. Við metum þetta. Við erum með frábært lið, frábæran hóp… Strákarnir undirbúa sig og þeir verða tilbúnir,“ sagði Budenholzer. Here s Giannis walking back to locker room under his own power. Best case he only stretched the ligaments, but sometimes guys have walked off with structural damage. pic.twitter.com/lylQ5kWGWD— BBALLBREAKDOWN (@bballbreakdown) June 30, 2021 „Ég heyrði hann öskra,“ sagði Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, og Jrue Holiday bætti við: „Bara byggt á því hvernig hann greip um fótinn þá leit þetta út fyrir að vera ansi slæmt.“ Antetokounmpo yfirgaf völlinn í stöðunni 62-52 fyrir Atlanta eftir að hafa byrjað seinni hálfleik af krafti og skorað átta af 14 stigum sínum í leiknum. Atlanta var 51-38 yfir í hálfleik. Með Antetokounmpo innanborðs leit Milwaukee út fyrir að ætla að gera gott áhlaup en eftir að hann fór af velli var aldrei spurning hvernig færi. Án Youngs var Lou Williams stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Bogdan Bogdanovic skoraði 20. Holidday var stigahæstur hjá Milwaukee með 19 stig og Middleton skoraði 16. Liðin mætast næst í Milwaukee annað kvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar, gegn Phoenix Suns eða LA Clippers sem mætast í kvöld, eða kl. 1 eftir miðnætti að íslenskum tíma í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Atlanta lék án sinnar skærustu stjörnu, Trae Young, sem að meiddist við að stíga óvart á dómara í leik þrjú í einvíginu. Án Young náði Atlanta engu að síður að jafna metin í einvíginu, 2-2. Nú er það Milwaukee sem gæti þurft að spjara sig án sinnar skærustu stjörnu. Ekkert hefur verið staðfest varðandi meiðsli Antetokounmpo, sem tvívegis hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, en Grikkinn meiddist í hné í þriðja leikhluta og var augljóslega þjáður. Leit út fyrir að vera ansi slæmt Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, sagði að það yrði að koma í ljós í dag hve alvarleg meiðslin væru. „Við tökum því sem að kemur. Við metum þetta. Við erum með frábært lið, frábæran hóp… Strákarnir undirbúa sig og þeir verða tilbúnir,“ sagði Budenholzer. Here s Giannis walking back to locker room under his own power. Best case he only stretched the ligaments, but sometimes guys have walked off with structural damage. pic.twitter.com/lylQ5kWGWD— BBALLBREAKDOWN (@bballbreakdown) June 30, 2021 „Ég heyrði hann öskra,“ sagði Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, og Jrue Holiday bætti við: „Bara byggt á því hvernig hann greip um fótinn þá leit þetta út fyrir að vera ansi slæmt.“ Antetokounmpo yfirgaf völlinn í stöðunni 62-52 fyrir Atlanta eftir að hafa byrjað seinni hálfleik af krafti og skorað átta af 14 stigum sínum í leiknum. Atlanta var 51-38 yfir í hálfleik. Með Antetokounmpo innanborðs leit Milwaukee út fyrir að ætla að gera gott áhlaup en eftir að hann fór af velli var aldrei spurning hvernig færi. Án Youngs var Lou Williams stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Bogdan Bogdanovic skoraði 20. Holidday var stigahæstur hjá Milwaukee með 19 stig og Middleton skoraði 16. Liðin mætast næst í Milwaukee annað kvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar, gegn Phoenix Suns eða LA Clippers sem mætast í kvöld, eða kl. 1 eftir miðnætti að íslenskum tíma í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira