Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2021 13:05 Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir og Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Aðför að heilsu kvenna. „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. Með henni á fundinum var Gunnar Bjarni Ragnarsson, formaður Félags krabbameinslækna. Til umræðu var staða skimana fyrir leghálskrabbameini en skimanirnar fluttust um áramótin frá Krabbameinsfélagi Íslands og til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðum er enn þrír mánuðir. „Við ræddum málið í heild; allt frá því að ákvörðun var tekin um þessar breytingar á fyrirkomulaginu og til þeirrar stöðu sem núna er uppi,“ segir Erna. Fundurinn hafi verið mjög góður. Aðför að heilsu kvenna tilheyra nú um 17 þúsund meðlimir en þar ræða konur hin ýmsu álitamál varðandi skimanirnar. Augljóst er að konur hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála. Fyrir utan langan biðtíma hafa konur meðal annars greint frá því að heilsugæslan hafi neitað að rannsaka sýni og gagnrýnt að konur utan þess hóps sem er skilgreindur í skimunarleiðbeiningum geti ekki óskað eftir frumurannsókn. Þá hafa konur og heilbrigðisstarfsmenn gagnrýnt harðlega að rannsóknir á leghálssýnum hafi verið færðar úr landi. Landspítalinn hefur nú ítrekað svarað því til að hann geti sinnt rannsóknunum og heilbrigðisráðherra greindi frá því í dag að það væri í skoðun að flytja rannsóknirnar heim. Samningur Sjúkratrygginga við rannsóknarstofuna á Hvidovre-sjúkrahúsinu er uppsegjanlegur, með þriggja mánaða fyrirvara. Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16 Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Með henni á fundinum var Gunnar Bjarni Ragnarsson, formaður Félags krabbameinslækna. Til umræðu var staða skimana fyrir leghálskrabbameini en skimanirnar fluttust um áramótin frá Krabbameinsfélagi Íslands og til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðum er enn þrír mánuðir. „Við ræddum málið í heild; allt frá því að ákvörðun var tekin um þessar breytingar á fyrirkomulaginu og til þeirrar stöðu sem núna er uppi,“ segir Erna. Fundurinn hafi verið mjög góður. Aðför að heilsu kvenna tilheyra nú um 17 þúsund meðlimir en þar ræða konur hin ýmsu álitamál varðandi skimanirnar. Augljóst er að konur hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála. Fyrir utan langan biðtíma hafa konur meðal annars greint frá því að heilsugæslan hafi neitað að rannsaka sýni og gagnrýnt að konur utan þess hóps sem er skilgreindur í skimunarleiðbeiningum geti ekki óskað eftir frumurannsókn. Þá hafa konur og heilbrigðisstarfsmenn gagnrýnt harðlega að rannsóknir á leghálssýnum hafi verið færðar úr landi. Landspítalinn hefur nú ítrekað svarað því til að hann geti sinnt rannsóknunum og heilbrigðisráðherra greindi frá því í dag að það væri í skoðun að flytja rannsóknirnar heim. Samningur Sjúkratrygginga við rannsóknarstofuna á Hvidovre-sjúkrahúsinu er uppsegjanlegur, með þriggja mánaða fyrirvara.
Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16 Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16
Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40