Hinn eini sanni b5 opnar í nýju húsnæði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 12:30 Jónas Óli, plötusnúður og eigandi b5, mun endurreisa staðinn á Hverfisgötunni. Skemmtistaðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árshlé á starfsemi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Bankastræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, þar sem Hverfisbarinn var áður til húsa. Þetta staðfestir Jónas Óli Jónasson, sem margir þekkja sem plötusnúðinn DJ Jay-O, við Vísi en hann er eigandi b5. Hann er einn þeirra þriggja sem ráku b5 á Bankastræti áður en staðnum var skellt í lás í ágúst í fyrra. Hann er hins vegar einn á bak við nýja staðinn á Hverfisgötu, sem er ekki gamli b5 að opna á ný heldur nýr staður sem mun bera sama nafn. Í síðasta mánuði var greint frá því að Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, myndi opna nýjan stað á Bankastræti 5, gamla húsnæði b5. Opnunarkvöld þess staðar verður á morgun, 1. júlí, en margir hafa litið á þá opnun sem endurreisn b5. Svo er þó ekki. Jónas Óli er með einkaleyfi á nafninu b5. Enda mun staður Birgittu Lífar ekki heita b5 heldur Bankastræti Club. „Þetta er ekki það sama og í raun eru allt aðrar áherslur á þessum tveimur stöðum,“ segir Jónas Óli við Vísi. Hann vonast til að geta opnað b5 á Hverfisgötunni síðsumars, kannski í ágúst. Rótgróið vörumerki „Vörumerkið b5 er með sterkari vörumerkjum á landinu og ég vildi halda áfram með og byggja ofan á það,“ segir hann. Staðurinn sem áður hét b5 endurnýjaði ekki leigusamning sinn á Bankastræti 5 og sagði upp öllu starfsfólki sínu í ágústmánuði í fyrra. Eins og Vísir hefur greint frá munu dyr nýja staðarins Bankastrætis Club loka klukkan 00:30 en staðurinn sjálfur verður þó opinn eitthvað lengur. Hve lengi er þó óljóst. Jónas Óli segir að á b5 á Hverfisgötu verði opið eins lengi og á gamla b5, það er til 04:30. „Eftir að b5 lokaði hef ég verið með annað augað opið fyrir hentugu húsnæði fyrir starfsemina sem ég hef nú fundið,“ segir hann. Og það húsnæði er þar sem Hverfisbarinn var áður. Jónas Óli segist vera stemmningsmaður og ætlar sér að skapa sama andrúmsloft í nýja húsnæðinu og var forðum í Bankastrætinu. „Auðvitað fylgja alltaf einhverjar áherslubreytingar þegar maður er að opna nýjan stað en þetta verður bara b5 eins og b5 á að vera.“ Uppfært: Í upprunalegu fréttinni var talað um nýja staðinn b5 sem beint framhald af hinum gamla. Svo er ekki. Jónas Óli opnar nýja staðinn einn, með nýju fyrirtæki en undir sama vörumerki „b5“ og gamli staðurinn bar. Næturlíf Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira
Þetta staðfestir Jónas Óli Jónasson, sem margir þekkja sem plötusnúðinn DJ Jay-O, við Vísi en hann er eigandi b5. Hann er einn þeirra þriggja sem ráku b5 á Bankastræti áður en staðnum var skellt í lás í ágúst í fyrra. Hann er hins vegar einn á bak við nýja staðinn á Hverfisgötu, sem er ekki gamli b5 að opna á ný heldur nýr staður sem mun bera sama nafn. Í síðasta mánuði var greint frá því að Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, myndi opna nýjan stað á Bankastræti 5, gamla húsnæði b5. Opnunarkvöld þess staðar verður á morgun, 1. júlí, en margir hafa litið á þá opnun sem endurreisn b5. Svo er þó ekki. Jónas Óli er með einkaleyfi á nafninu b5. Enda mun staður Birgittu Lífar ekki heita b5 heldur Bankastræti Club. „Þetta er ekki það sama og í raun eru allt aðrar áherslur á þessum tveimur stöðum,“ segir Jónas Óli við Vísi. Hann vonast til að geta opnað b5 á Hverfisgötunni síðsumars, kannski í ágúst. Rótgróið vörumerki „Vörumerkið b5 er með sterkari vörumerkjum á landinu og ég vildi halda áfram með og byggja ofan á það,“ segir hann. Staðurinn sem áður hét b5 endurnýjaði ekki leigusamning sinn á Bankastræti 5 og sagði upp öllu starfsfólki sínu í ágústmánuði í fyrra. Eins og Vísir hefur greint frá munu dyr nýja staðarins Bankastrætis Club loka klukkan 00:30 en staðurinn sjálfur verður þó opinn eitthvað lengur. Hve lengi er þó óljóst. Jónas Óli segir að á b5 á Hverfisgötu verði opið eins lengi og á gamla b5, það er til 04:30. „Eftir að b5 lokaði hef ég verið með annað augað opið fyrir hentugu húsnæði fyrir starfsemina sem ég hef nú fundið,“ segir hann. Og það húsnæði er þar sem Hverfisbarinn var áður. Jónas Óli segist vera stemmningsmaður og ætlar sér að skapa sama andrúmsloft í nýja húsnæðinu og var forðum í Bankastrætinu. „Auðvitað fylgja alltaf einhverjar áherslubreytingar þegar maður er að opna nýjan stað en þetta verður bara b5 eins og b5 á að vera.“ Uppfært: Í upprunalegu fréttinni var talað um nýja staðinn b5 sem beint framhald af hinum gamla. Svo er ekki. Jónas Óli opnar nýja staðinn einn, með nýju fyrirtæki en undir sama vörumerki „b5“ og gamli staðurinn bar.
Næturlíf Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira