Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 14:06 Hjólahvíslarinn. Hiti virðist vera að færast í leikinn hjá honum og hjólaþjófum borgarinnar. vísir Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. Barátta Bjartmars gegn hjólaþjófunum náði líklega hámarki sínu í síðustu viku þegar hann mætti fylktu liði heim til manns sem Bjartmar segist viss um að sé alræmdur hjólaþjófur. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Og svo virðist sem hjólaþjófar borgarinnar hafi nú svarað fyrir sig. Þegar Bjartmar vaknaði í morgun og ætlaði að halda af stað hjólandi út í daginn var hans eigið hjól horfið úr anddyri heimilis hans. Hann greinir frá þessu á vinsælum Facebook-hópi sem hann heldur utan um. „Þetta er auðvitað bara mjög leiðinlegt. Ég gaf sem sagt vini mínum, sem var að fá sér rándýrt rafmagnshlaupahjól, lásinn af hjólinu mínu um daginn,“ segir Bjartmar. „Það stóð auðvitað til að kaupa nýjan lás en það hafði dregist aðeins. En hjólið mitt var samt læst með svona áföstum lás þannig sá sem hefur stolið því hefur þurft að halda á því í burtu eða klippa lásinn af með vírklippum.“ Hjól Bjartmars sem hvarf í nótt.aðsend Sá manninn fyrir utan hjá sér í gær Hann er spurður hvort honum þyki tímasetningin nokkuð grunsamleg; mættur í kvöldfréttirnar í gær þar sem sýnt var frá því þegar hann mætti heim til hjólaþjófs og degi síðar er hans eigið hjól horfið. „Jú tímasetningin er sérstök. Gæinn sem við heimsóttum var líka fyrir utan húsið mitt í gær. Hann var hérna hinum megin við götuna. Það gæti alveg hafa verið tilviljun en af einhverju ástæðum var maðurinn nálægt húsinu mínu í gær og í morgun var hjólið mitt horfið,“ segir Bjartmar. Hann mun nú að sjálfsögðu setja sama kraft í að leita að eigin hjóli og hann hefur lagt í leit sína að hjólum annarra síðustu tvö árin. „Já, það eru alltaf ákveðnir staðir í bænum þar sem stolnu hjólin eru ítrekað að finnast og ég á eftir að fara og kíkja á þessa staði.“ Hann segist þá hafa fengið ábendingu um að sést hafi til manns á eins hjóli og hann saknar nú í Hlíðunum klukkan fimm í nótt. Bjartmar er búsettur í Hlíðunum. Fréttastofa tók ítarlegt viðtal við Bjartmar í gær um hjólaþjófnafaraldur í borginni. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan: Hjólreiðar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Barátta Bjartmars gegn hjólaþjófunum náði líklega hámarki sínu í síðustu viku þegar hann mætti fylktu liði heim til manns sem Bjartmar segist viss um að sé alræmdur hjólaþjófur. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Og svo virðist sem hjólaþjófar borgarinnar hafi nú svarað fyrir sig. Þegar Bjartmar vaknaði í morgun og ætlaði að halda af stað hjólandi út í daginn var hans eigið hjól horfið úr anddyri heimilis hans. Hann greinir frá þessu á vinsælum Facebook-hópi sem hann heldur utan um. „Þetta er auðvitað bara mjög leiðinlegt. Ég gaf sem sagt vini mínum, sem var að fá sér rándýrt rafmagnshlaupahjól, lásinn af hjólinu mínu um daginn,“ segir Bjartmar. „Það stóð auðvitað til að kaupa nýjan lás en það hafði dregist aðeins. En hjólið mitt var samt læst með svona áföstum lás þannig sá sem hefur stolið því hefur þurft að halda á því í burtu eða klippa lásinn af með vírklippum.“ Hjól Bjartmars sem hvarf í nótt.aðsend Sá manninn fyrir utan hjá sér í gær Hann er spurður hvort honum þyki tímasetningin nokkuð grunsamleg; mættur í kvöldfréttirnar í gær þar sem sýnt var frá því þegar hann mætti heim til hjólaþjófs og degi síðar er hans eigið hjól horfið. „Jú tímasetningin er sérstök. Gæinn sem við heimsóttum var líka fyrir utan húsið mitt í gær. Hann var hérna hinum megin við götuna. Það gæti alveg hafa verið tilviljun en af einhverju ástæðum var maðurinn nálægt húsinu mínu í gær og í morgun var hjólið mitt horfið,“ segir Bjartmar. Hann mun nú að sjálfsögðu setja sama kraft í að leita að eigin hjóli og hann hefur lagt í leit sína að hjólum annarra síðustu tvö árin. „Já, það eru alltaf ákveðnir staðir í bænum þar sem stolnu hjólin eru ítrekað að finnast og ég á eftir að fara og kíkja á þessa staði.“ Hann segist þá hafa fengið ábendingu um að sést hafi til manns á eins hjóli og hann saknar nú í Hlíðunum klukkan fimm í nótt. Bjartmar er búsettur í Hlíðunum. Fréttastofa tók ítarlegt viðtal við Bjartmar í gær um hjólaþjófnafaraldur í borginni. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan:
Hjólreiðar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira