NBA dagsins: Sítrónupiparinn fékk að vita rétt fyrir leik að komið væri að frumraun og fagnaði sigri Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 15:07 Lou Williams með boltann gegn Milwaukee Bucks í gærkvöld. AP/Brynn Anderson Lou Williams fékk að vita það klukkutíma fyrir leik með Atlanta Hawks í gærkvöld að hann ætti að byrja leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum. Frumraunin fór vel eins og sjá má í NBA dagsins hér á Vísi. Williams var stigahæstur Atlanta Hawks í 110-88 sigri gegn Milwaukee Bucks. Með sigrinum jafnaði Atlanta úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í 2-2. Williams skoraði 21 stig, átti átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. Þannig sá hann til þess að Atlanta saknaði Trae Young minna en ella. Young meiddist í þriðja leik einvígisins eftir að hafa stigið aftur fyrir sig á dómara. „Ég vissi það klukkutíma fyrir leik að ég myndi byrja þegar þeir sögðu að Trae væri úr leik. Ég varð bara að einbeita mér upp á nýtt, fyrir annað hlutverk, og gera mig kláran í leikinn,“ sagði hinn 34 ára gamli Williams, eða Sítrónupiparinn (e. Lemon Pepper Lou) eins og hann er kallaður. Viðurnefnið fékk hann eftir að hafa stolist út úr NBA-búbblunni síðasta sumar, þá sem leikmaður LA Clippers, að sögn til að gæða sér á kjúklingavængjum á strippstað. Óvissa ríkir um framhaldið hjá Young, rétt eins og hjá Giannis Antetokounmpo sem meiddist í leiknum í nótt. Svipmyndir úr leiknum og frá því þegar Antetokounmpo meiddist í þriðja leikhluta má sjá í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 30. júní Williams sagði Young hafa haft áhrif þó að hann hafi verið utan vallar: „Hann tók þátt. Auðvitað vildi hann vera inni á vellinum. Hann er ungur en á eftir að vera leiðtogi þessa liðs. Hann er alltaf að vaxa og sýndi mikinn þroska í kvöld með því að vera til staðar og reyna að gera sitt til að við myndum vinna,“ sagði Williams. Án Youngs lögðu margir sitt að mörkum fyrir Atlanta og sex leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira: „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Það léku allir fullir sjálfstrausts, og vel,“ sagði Williams. NBA Tengdar fréttir Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 30. júní 2021 07:31 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Williams var stigahæstur Atlanta Hawks í 110-88 sigri gegn Milwaukee Bucks. Með sigrinum jafnaði Atlanta úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í 2-2. Williams skoraði 21 stig, átti átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. Þannig sá hann til þess að Atlanta saknaði Trae Young minna en ella. Young meiddist í þriðja leik einvígisins eftir að hafa stigið aftur fyrir sig á dómara. „Ég vissi það klukkutíma fyrir leik að ég myndi byrja þegar þeir sögðu að Trae væri úr leik. Ég varð bara að einbeita mér upp á nýtt, fyrir annað hlutverk, og gera mig kláran í leikinn,“ sagði hinn 34 ára gamli Williams, eða Sítrónupiparinn (e. Lemon Pepper Lou) eins og hann er kallaður. Viðurnefnið fékk hann eftir að hafa stolist út úr NBA-búbblunni síðasta sumar, þá sem leikmaður LA Clippers, að sögn til að gæða sér á kjúklingavængjum á strippstað. Óvissa ríkir um framhaldið hjá Young, rétt eins og hjá Giannis Antetokounmpo sem meiddist í leiknum í nótt. Svipmyndir úr leiknum og frá því þegar Antetokounmpo meiddist í þriðja leikhluta má sjá í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 30. júní Williams sagði Young hafa haft áhrif þó að hann hafi verið utan vallar: „Hann tók þátt. Auðvitað vildi hann vera inni á vellinum. Hann er ungur en á eftir að vera leiðtogi þessa liðs. Hann er alltaf að vaxa og sýndi mikinn þroska í kvöld með því að vera til staðar og reyna að gera sitt til að við myndum vinna,“ sagði Williams. Án Youngs lögðu margir sitt að mörkum fyrir Atlanta og sex leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira: „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Það léku allir fullir sjálfstrausts, og vel,“ sagði Williams.
NBA Tengdar fréttir Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 30. júní 2021 07:31 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 30. júní 2021 07:31
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti