Landsbjörg semur um smíði á þremur nýjum björgunarskipum Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 14:22 Svona munu ný björgunarskip Landsbjargar koma til með að líta út. Landsbjörg Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við finnsku skipasmíðastöðina KewaTec um smíði á þremur nýjum björgunarskipum. Stefnt er að því að skipin verði tekin í notkun fyrir mitt ár 2023. Smíði á fyrsta skipinu hefst í lok október á þessu ári, en það leysir af hólmi 28 ára gamalt skip sem keypt var nýtt til Vestmannaeyja árið 1993. Afhending á því fer fram fyrir júnílok 2022, nánar tiltekið á goslokahátíð það ár. Annað skipið verður síðan afhent fyrir lok árs 2022 og það þriðja fyrri part árs 2023. Nýju skipin leysa þrjú eldri skip af hólmi. Landsbjörg gerir út þrettán skip í samstarfi við björgunarsveitir víðs vegar á landinu. Skipafloti Landsbjargar er kominn vel til ára sinna en meðalaldur skipa í honum er 35 ár. Systursamtök Landsbjargar á Norðurlöndunum miða flest við að þeirra björgunarskip verði ekki eldri en 25 ára. Skipin þrjú kosta sitt en kaupverð þeirra er 855 milljónir króna. Ríkið borgar helming kaupverðsins en Landsbjörg restina. Aðkoma ríkisins byggir á samkomulagi félagsins við Dómsmálaráðuneytið um að ríkið fjármagni verkefnið að hluta en í upphafi árs rituðu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, auk dómsmálaráðherra undir viljayfirlýsingu um endurnýjun skipaflotans næstu tíu árin. Athöfn vegna undirritunar kaupsamningsins fer fram í ágúst á þessu ári en þá munu allir aðilar, sem að verkefninu koma, hittast á Íslandi og fagna þessum stóra áfanga aukinnar björgunargetu á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Björgunarsveitir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Smíði á fyrsta skipinu hefst í lok október á þessu ári, en það leysir af hólmi 28 ára gamalt skip sem keypt var nýtt til Vestmannaeyja árið 1993. Afhending á því fer fram fyrir júnílok 2022, nánar tiltekið á goslokahátíð það ár. Annað skipið verður síðan afhent fyrir lok árs 2022 og það þriðja fyrri part árs 2023. Nýju skipin leysa þrjú eldri skip af hólmi. Landsbjörg gerir út þrettán skip í samstarfi við björgunarsveitir víðs vegar á landinu. Skipafloti Landsbjargar er kominn vel til ára sinna en meðalaldur skipa í honum er 35 ár. Systursamtök Landsbjargar á Norðurlöndunum miða flest við að þeirra björgunarskip verði ekki eldri en 25 ára. Skipin þrjú kosta sitt en kaupverð þeirra er 855 milljónir króna. Ríkið borgar helming kaupverðsins en Landsbjörg restina. Aðkoma ríkisins byggir á samkomulagi félagsins við Dómsmálaráðuneytið um að ríkið fjármagni verkefnið að hluta en í upphafi árs rituðu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, auk dómsmálaráðherra undir viljayfirlýsingu um endurnýjun skipaflotans næstu tíu árin. Athöfn vegna undirritunar kaupsamningsins fer fram í ágúst á þessu ári en þá munu allir aðilar, sem að verkefninu koma, hittast á Íslandi og fagna þessum stóra áfanga aukinnar björgunargetu á hafsvæðinu umhverfis Ísland.
Björgunarsveitir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira