Hvar er afsökunarbeiðnin, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir? Magnús D. Norðdahl skrifar 1. júlí 2021 15:30 Að kunna að biðjast afsökunar er eiginleiki sem talinn er virðingarverður í siðmenntuðu samfélagi. Fólk sem er öruggt í eigin skinni gengst iðulega við mistökum sínum og biður hlutaðeigandi aðila afsökunar. Þetta er talið svo mikilvægt að reynt er að kenna börnum þessa háttsemi strax á unga aldri. Skortur á afsökunarbeiðni ber hins vegar vott um óöryggi, kaldlyndi og sinnuleysi gagnvart þeim aðilum sem brotið var á. Eins og flestum er kunnugt um vísaði Útlendingastofnun hælisleitendum á götuna án húsnæðis og fæðis fyrr á þessu ári. Hælisleitendur eru einn viðkvæmasti hópur okkar samfélags og hluti þeirra sem enduðu á götunni áttu í engin hús að venda. Einn þessara aðila gisti á götum Reykjavíkurborgar kalda frostnótt í mars síðastliðnum áður en góðhjartaðir meðborgarar komu honum til hjálpar. Talsmaður Útlendingastofnunar Þorsteinn Gunnarsson kom fram í fjölmiðlum og varði hátterni stofnunarinnar og sama gerði dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þegar hún var spurð um málið á Alþingi. Umrædd háttsemi stofnunarinnar hefur nú verið úrskurðuð ólögmæt af kærunefnd útlendingamála. Eftir sem áður hefur enginn þeirra sem tjáði sig um málið af hálfu stjórnvalda stigið fram og beðist afsökunar. Þögnin er vopn þeirra sem engar varnir hafa. Aðferðafræðin er alþekkt og gengur út að almenningur og fjölmiðlar gleymi hratt og snúi sér að öðrum málum. Á sama tíma og dómsmálaráðherra þegir þunnu hljóði í þessu máli fannst henni viðeigandi að krefja lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um afsökunarbeiðni í tengslum við Ásmundarsalsmálið. Tvískinnungur ráðherra liggur í augum uppi. Ég skora á Þorstein Gunnarsson talsmann Útlendingastofnunar og dómsmálaráðherra Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem fer fyrir málaflokknum, að stíga fram og biðjast afsökunar vegna þeirrar ólögmætu og ómannúðlegu háttsemi sem hælisleitendum var sýnd. Þá skora ég á okkur hin að halda þessari kröfu til streitu þar til þau gefa sig og haga sér í samræmi við reglur og viðmið siðmenntaðs samfélags. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Hælisleitendur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Að kunna að biðjast afsökunar er eiginleiki sem talinn er virðingarverður í siðmenntuðu samfélagi. Fólk sem er öruggt í eigin skinni gengst iðulega við mistökum sínum og biður hlutaðeigandi aðila afsökunar. Þetta er talið svo mikilvægt að reynt er að kenna börnum þessa háttsemi strax á unga aldri. Skortur á afsökunarbeiðni ber hins vegar vott um óöryggi, kaldlyndi og sinnuleysi gagnvart þeim aðilum sem brotið var á. Eins og flestum er kunnugt um vísaði Útlendingastofnun hælisleitendum á götuna án húsnæðis og fæðis fyrr á þessu ári. Hælisleitendur eru einn viðkvæmasti hópur okkar samfélags og hluti þeirra sem enduðu á götunni áttu í engin hús að venda. Einn þessara aðila gisti á götum Reykjavíkurborgar kalda frostnótt í mars síðastliðnum áður en góðhjartaðir meðborgarar komu honum til hjálpar. Talsmaður Útlendingastofnunar Þorsteinn Gunnarsson kom fram í fjölmiðlum og varði hátterni stofnunarinnar og sama gerði dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þegar hún var spurð um málið á Alþingi. Umrædd háttsemi stofnunarinnar hefur nú verið úrskurðuð ólögmæt af kærunefnd útlendingamála. Eftir sem áður hefur enginn þeirra sem tjáði sig um málið af hálfu stjórnvalda stigið fram og beðist afsökunar. Þögnin er vopn þeirra sem engar varnir hafa. Aðferðafræðin er alþekkt og gengur út að almenningur og fjölmiðlar gleymi hratt og snúi sér að öðrum málum. Á sama tíma og dómsmálaráðherra þegir þunnu hljóði í þessu máli fannst henni viðeigandi að krefja lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um afsökunarbeiðni í tengslum við Ásmundarsalsmálið. Tvískinnungur ráðherra liggur í augum uppi. Ég skora á Þorstein Gunnarsson talsmann Útlendingastofnunar og dómsmálaráðherra Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem fer fyrir málaflokknum, að stíga fram og biðjast afsökunar vegna þeirrar ólögmætu og ómannúðlegu háttsemi sem hælisleitendum var sýnd. Þá skora ég á okkur hin að halda þessari kröfu til streitu þar til þau gefa sig og haga sér í samræmi við reglur og viðmið siðmenntaðs samfélags. Höfundur er lögmaður.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun