Antetokounmpo áhorfandi þegar Milwaukee tók forystuna Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 07:31 Khris Middleton kemur boltanum í körfuna. AP/Aaron Gash Milwaukee Bucks eru einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta, gegn Phoenix Suns, eftir að hafa unnið Atlanta Hawks í nótt, 123-112. Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo eftir að Grikkinn magnaði, sem tvívegis hefur verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, meiddist í hné í fjórða leik einvígisins. Giannis Antetokounmpo fylgdist með leiknum í nótt en gat ekki tekið þátt.AP/Curtis Compton Félagar hans kepptust við að fylla í skarðið og sáu til þess að Milwaukee er nú 3-2 yfir í einvíginu. Næsti leikur er í Atlanta á laugardaginn þar sem heimamenn verða að vinna til að knýja fram oddaleik. Atlanta var sömuleiðis án sinnar stærstu stjörnu í nótt, annan leikinn í röð, því Trae Young er enn að jafna sig í fætinum eftir að hafa óvart stigið á dómara í leik þrjú. Í fjarveru Antetokounmpo skoruðu fjórir leikmenn Milwaukee að minnsta kosti 22 stig hver í leiknum. Brook Lopez skoraði flest eða 33 stig, fleiri en hann hefur gert í leik í úrslitakeppni. Khris Middleton skoraði 26, Jrue Holiday 25 og Bobby Portis 22. Middleton var líka með 13 fráköst og átta stoðsendingar, og Holiday með 13 stoðsendingar og sex fráköst. Middleton, Holiday help the @Bucks take a 3-2 lead in the #NBAECF presented by AT&T! #NBAPlayoffs @Khris22m: 26 PTS, 13 REB, 8 AST@Jrue_Holiday11: 25 PTS, 13 ASTGame 6: Sat, 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/TgxZp5QWCf— NBA (@NBA) July 2, 2021 „Við vissum hvaða stöðu við værum í, án eins besta leikmanns í heiminum,“ sagði Porter. „Aðrir urð því að stækka sitt hlutverk. Það gerðu menn og skiluðu sínu fullkomlega.“ Milwaukee komst í 30-10 í nótt og lenti aldrei undir í leiknum, eftir að hafa aldrei komist yfir í leik fjögur í einvíginu. Nate McMillan, þjálfari Atlanta, kvaðst eiga von á því að það yrði ákveðið á morgun hvort að Young væri klár í slaginn. Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, gaf ekkert uppi um hvort Antetokounmpo gæti spilað á morgun. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo eftir að Grikkinn magnaði, sem tvívegis hefur verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, meiddist í hné í fjórða leik einvígisins. Giannis Antetokounmpo fylgdist með leiknum í nótt en gat ekki tekið þátt.AP/Curtis Compton Félagar hans kepptust við að fylla í skarðið og sáu til þess að Milwaukee er nú 3-2 yfir í einvíginu. Næsti leikur er í Atlanta á laugardaginn þar sem heimamenn verða að vinna til að knýja fram oddaleik. Atlanta var sömuleiðis án sinnar stærstu stjörnu í nótt, annan leikinn í röð, því Trae Young er enn að jafna sig í fætinum eftir að hafa óvart stigið á dómara í leik þrjú. Í fjarveru Antetokounmpo skoruðu fjórir leikmenn Milwaukee að minnsta kosti 22 stig hver í leiknum. Brook Lopez skoraði flest eða 33 stig, fleiri en hann hefur gert í leik í úrslitakeppni. Khris Middleton skoraði 26, Jrue Holiday 25 og Bobby Portis 22. Middleton var líka með 13 fráköst og átta stoðsendingar, og Holiday með 13 stoðsendingar og sex fráköst. Middleton, Holiday help the @Bucks take a 3-2 lead in the #NBAECF presented by AT&T! #NBAPlayoffs @Khris22m: 26 PTS, 13 REB, 8 AST@Jrue_Holiday11: 25 PTS, 13 ASTGame 6: Sat, 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/TgxZp5QWCf— NBA (@NBA) July 2, 2021 „Við vissum hvaða stöðu við værum í, án eins besta leikmanns í heiminum,“ sagði Porter. „Aðrir urð því að stækka sitt hlutverk. Það gerðu menn og skiluðu sínu fullkomlega.“ Milwaukee komst í 30-10 í nótt og lenti aldrei undir í leiknum, eftir að hafa aldrei komist yfir í leik fjögur í einvíginu. Nate McMillan, þjálfari Atlanta, kvaðst eiga von á því að það yrði ákveðið á morgun hvort að Young væri klár í slaginn. Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, gaf ekkert uppi um hvort Antetokounmpo gæti spilað á morgun. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira