„Það stendur enginn hnífur í kúnni“ Snorri Másson skrifar 2. júlí 2021 12:21 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ekki rétt að vanti fjármagn í fyrirhugaða framkvæmd Fjarðarheiðarganga. Stefnan var að hefja framkvæmdir árið 2022, en nú segir ráðherra að kannski byrji grafan ekki fyrr en árið 2023. Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings og Samfylkingarkona, hélt því fram í viðtali við RÚV í vikunni að fjóra milljarða vanti inn í gangnaverkefnið svo að undirbúningur gæti hafist að ráði. Í kjölfarið sagði Björn Leví Gunnarsson pírati að hér væri um að ræða óásættanlegt ógagnsæi í ríkisfjármálum. Sigurður Ingi segir aftur á móti að allt sé á áætlun. „Það er ekkert sem bendir til þess að neitt sem hefur komið upp í þessu ferli seinki framkvæmdartímanum eða lokum verksins. Ekki neitt,“ sagði Sigurður Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hvar stendur hnífurinn þá í kúnni þarna fyrir austan? „Hann stendur hvergi. Hann er á réttum stað. Það er enginn hnífur í kúnni. Undirbúningurinn er á algerlega eðlilegum hraða.“ 70 milljarða króna framkvæmdir Fjarðarheiðargöng sjálf eiga að kosta um 35 milljarða króna. Þau eru hluti af tíu ára verkefni sem samtals kostar 70 milljarða og mun fela í sér tvö göng til viðbótar á sama svæði, meðal annars á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Framkvæmdirnar sjálfar áttu að hefjast 2022, en gera það hugsanlega ekki úr þessu að sögn Sigurðar. Hann segir þó að slík breyting seinki ekki endanlegum verklokum. „Ef þú ert að tala um gröfuna, þá kannski kemur hún ekki fyrr en 23. Það sem hefur breyst á undanförnum árum við að fara í þessi samvinnuverkefni, þá hafa menn lagt meiri tíma og meiri vinnu í undirbúninginn til að stytta framkvæmdartímann til að gera hann öruggari, skilvirkari og hagkvæmari. Við erum á þeirri vegferð.” Svona gætu göngin legið samkvæmt opinberum tillögum frá 2019.Stjórnarráðið 50 milljónir á kjaft Sigurður kveðst alltaf vilja hafa alla vega ein jarðgöng í vinnslu á Íslandi á hverjum tíma, enda þjóðhagslega hagkvæmt. En göng eru kostnaðarsöm. Ef kostnaðinum við Fjarðarheiðargöng er skipt á íbúa Seyðisfjarðar nemur hann um 50 milljónum á kjaft - þeir eru um 700 talsins. „Ég lít ekki svo á. Við erum alltaf að byggja upp samgöngukerfi fyrir allt landið og jafna aðstæður fólks. Það var einhver sem kom skilaboðum til mín fyrir einhverjum árum, um að jarðgöng væru bara gat í gegnum fjall. Það skiptir ekki máli hvað þau eru löng eða hvað þau eru dýr, þau gera jafnmikið fyrir hvern og einn, og alla Íslendinga í leiðinni. Mér finnst þetta svolítið flott nálgun.“ Múlaþing Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf. 23. október 2019 06:00 Bæjarstjóri vill göng eftir sjö ár Göngin, sem verða á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, verða lengstu göng á landinu, 13,5 kílómetrar. 11. október 2019 07:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings og Samfylkingarkona, hélt því fram í viðtali við RÚV í vikunni að fjóra milljarða vanti inn í gangnaverkefnið svo að undirbúningur gæti hafist að ráði. Í kjölfarið sagði Björn Leví Gunnarsson pírati að hér væri um að ræða óásættanlegt ógagnsæi í ríkisfjármálum. Sigurður Ingi segir aftur á móti að allt sé á áætlun. „Það er ekkert sem bendir til þess að neitt sem hefur komið upp í þessu ferli seinki framkvæmdartímanum eða lokum verksins. Ekki neitt,“ sagði Sigurður Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hvar stendur hnífurinn þá í kúnni þarna fyrir austan? „Hann stendur hvergi. Hann er á réttum stað. Það er enginn hnífur í kúnni. Undirbúningurinn er á algerlega eðlilegum hraða.“ 70 milljarða króna framkvæmdir Fjarðarheiðargöng sjálf eiga að kosta um 35 milljarða króna. Þau eru hluti af tíu ára verkefni sem samtals kostar 70 milljarða og mun fela í sér tvö göng til viðbótar á sama svæði, meðal annars á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Framkvæmdirnar sjálfar áttu að hefjast 2022, en gera það hugsanlega ekki úr þessu að sögn Sigurðar. Hann segir þó að slík breyting seinki ekki endanlegum verklokum. „Ef þú ert að tala um gröfuna, þá kannski kemur hún ekki fyrr en 23. Það sem hefur breyst á undanförnum árum við að fara í þessi samvinnuverkefni, þá hafa menn lagt meiri tíma og meiri vinnu í undirbúninginn til að stytta framkvæmdartímann til að gera hann öruggari, skilvirkari og hagkvæmari. Við erum á þeirri vegferð.” Svona gætu göngin legið samkvæmt opinberum tillögum frá 2019.Stjórnarráðið 50 milljónir á kjaft Sigurður kveðst alltaf vilja hafa alla vega ein jarðgöng í vinnslu á Íslandi á hverjum tíma, enda þjóðhagslega hagkvæmt. En göng eru kostnaðarsöm. Ef kostnaðinum við Fjarðarheiðargöng er skipt á íbúa Seyðisfjarðar nemur hann um 50 milljónum á kjaft - þeir eru um 700 talsins. „Ég lít ekki svo á. Við erum alltaf að byggja upp samgöngukerfi fyrir allt landið og jafna aðstæður fólks. Það var einhver sem kom skilaboðum til mín fyrir einhverjum árum, um að jarðgöng væru bara gat í gegnum fjall. Það skiptir ekki máli hvað þau eru löng eða hvað þau eru dýr, þau gera jafnmikið fyrir hvern og einn, og alla Íslendinga í leiðinni. Mér finnst þetta svolítið flott nálgun.“
Múlaþing Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf. 23. október 2019 06:00 Bæjarstjóri vill göng eftir sjö ár Göngin, sem verða á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, verða lengstu göng á landinu, 13,5 kílómetrar. 11. október 2019 07:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00
Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf. 23. október 2019 06:00
Bæjarstjóri vill göng eftir sjö ár Göngin, sem verða á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, verða lengstu göng á landinu, 13,5 kílómetrar. 11. október 2019 07:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent