NBA dagsins: Sjóðheitur Lopez sýndi að Milwaukee getur spjarað sig án síns besta manns Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 15:00 Brook Lopez skorar áðn þess að leikmenn Atlanta Hawks fái nokkuð við ráðið. AP/Aaron Gash Brook Lopez var afskaplega áreiðanlegur í nótt þegar Milwaukee Bucks unnu öruggan sigur á Atlanta Hawks og komust skrefi nær úrslitaeinvíginu í NBA-deildinni í körfubolta. Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla, rétt eins og Atlanta án Trae Young, en hinn stóri og stæðilegi Lopez og fleiri fylltu vel í skarðið fyrir Grikkjann. Milwaukee er því 3-2 yfir í einvíginu og miðað við söguna ætti liðið að komast í úrslit en Atlanta verður nú að vinna tvo leiki í röð. Næsti leikur er seint annað kvöld, eða laust eftir miðnætti að íslenskum tíma. Svipmyndir úr sigri Milwaukee í nótt má sjá hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 2. júlí Eins og sjá má í klippunum hér að ofan var Lopez ekkert að flækja hlutina heldur kom boltanum ofan í körfuna af öryggi. Svo miklu öryggi reyndar að hann skoraði úr 77,8% (14 af 18) skota sinna úr opnum leik. Lopez skoraði 33 stig og var með fjórðu bestu nýtingu sem 30 stiga maður hefur náð í leik fyrir Milwaukee í úrslitakeppni. Brook Lopez shot 77.8% (14-18 FG) tonight. That's the 4th-best FG percentage in a 30-point game in Bucks postseason history. pic.twitter.com/ykhedSkZsN— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 2, 2021 „Mér fannst við gera frábærlega í því að spila af krafti frá byrjun. Í síðustu tveimur leikjum fórum við svolítið hægt af stað. Núna gerðum við okkar besta til að ná yfirburðum á báðum endum vallarins frá byrjun,“ sagði Lopez eftir sigurinn. Auk hans skoruðu þeir Khris Middleton, Jrue Holiday og Bobby Portis allir að lágmarki 22 stig í leiknum. „Við gerðum frábærlega í að vinna þetta saman. Khris og Jrue gerðu sitt að vanda og bjuggu til tækifæri fyrir aðra til að gera eitthvað. Allir voru að skora og gera sitt, og þá er erfitt fyrir vörnina að taka ákvörðun um hvað hún á að gera.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla, rétt eins og Atlanta án Trae Young, en hinn stóri og stæðilegi Lopez og fleiri fylltu vel í skarðið fyrir Grikkjann. Milwaukee er því 3-2 yfir í einvíginu og miðað við söguna ætti liðið að komast í úrslit en Atlanta verður nú að vinna tvo leiki í röð. Næsti leikur er seint annað kvöld, eða laust eftir miðnætti að íslenskum tíma. Svipmyndir úr sigri Milwaukee í nótt má sjá hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 2. júlí Eins og sjá má í klippunum hér að ofan var Lopez ekkert að flækja hlutina heldur kom boltanum ofan í körfuna af öryggi. Svo miklu öryggi reyndar að hann skoraði úr 77,8% (14 af 18) skota sinna úr opnum leik. Lopez skoraði 33 stig og var með fjórðu bestu nýtingu sem 30 stiga maður hefur náð í leik fyrir Milwaukee í úrslitakeppni. Brook Lopez shot 77.8% (14-18 FG) tonight. That's the 4th-best FG percentage in a 30-point game in Bucks postseason history. pic.twitter.com/ykhedSkZsN— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 2, 2021 „Mér fannst við gera frábærlega í því að spila af krafti frá byrjun. Í síðustu tveimur leikjum fórum við svolítið hægt af stað. Núna gerðum við okkar besta til að ná yfirburðum á báðum endum vallarins frá byrjun,“ sagði Lopez eftir sigurinn. Auk hans skoruðu þeir Khris Middleton, Jrue Holiday og Bobby Portis allir að lágmarki 22 stig í leiknum. „Við gerðum frábærlega í að vinna þetta saman. Khris og Jrue gerðu sitt að vanda og bjuggu til tækifæri fyrir aðra til að gera eitthvað. Allir voru að skora og gera sitt, og þá er erfitt fyrir vörnina að taka ákvörðun um hvað hún á að gera.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira