„Af hverju flautar hann ekki fyrr?“ Árni Konráð Árnason skrifar 3. júlí 2021 16:45 Leiknir - Fylkir Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Breiðablik vann 4-0 sigur á Leikni þegar að liðin mættust í dag. Breiðablik hafði algjöra yfirburði í leiknum og sóttu hart að Leiknismönnum. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var að vonum ekki sá sáttasti í leikslok. „Mér fannst við mjög góðir fyrsta korterið og komum út í seinni hálfleik virkilega flottir. Svo missum við markmanninn okkar útaf, útaf dómaramistökum. Af hverju flautar hann ekki áður en að þeir lenda saman – ég skil það ekki.“ sagði Sigurður Heiðar þjálfari Leiknis og vísar þar í atvik þar sem að Thomas Mikkelsen var rangstæður en aðstoðardómarinn flaggaði seint og Thomas og Guy Smit lentu saman. Guy Smit fór útaf stuttu seinna. „Markmaðurinn fer útaf, síðan fer Daníel Finns útaf og ég held að í öllum liðum að þá sé það helvíti erfitt að missa þessa pósta einhvern veginn og vera 2-0 undir. Ég ætla samt ekki að skrifa þetta á andleysi, við komum mjög gíraðir í seinni hálfleik. Þetta leit vel út og miðað við öll færin sem að við fáum í fyrri hálfleik og sjénsarnir þar. Mér fannst við virkilega flottir svona hálftíma að fyrri hálfleiknum og ég er svekktur að tölurnar séu svona“ sagði Sigurður. Blikar skoruðu í tvígang úr hornspyrnum í fyrri hálfleiknum. Sigurður sagðist vera mjög ósáttur við að fá á sig mörk úr föstum leikatriðum. „Já, ég er gjörsamlega brjálaður yfir því. Því að við hefðum getað skorað 4, 5 mörk í fyrri hálfleik. Þeir fá í raun bara eitt færi fyrir utan þessar tvær hornspyrnur og 2-0 fyrir þeim í hálfleik. Það er bara rosalega erfitt. Við þurfum að laga þetta undir eins útaf því að við fáum mark á okkur á móti Keflavík úr föstu leikatriði og töpum leiknum. Fáum mark á okkur í byrjun á móti KR úr föstu leikatriði þannig að við þurfum að skoða þetta enn frekar. Við erum búnir að skoða þetta vel en það þarf að laga þetta.“ sagði Sigurður. Leiknismenn sitja í tíunda sæti deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan HK og ÍA sem að eiga leik til góða. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Breiðablik Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira
„Mér fannst við mjög góðir fyrsta korterið og komum út í seinni hálfleik virkilega flottir. Svo missum við markmanninn okkar útaf, útaf dómaramistökum. Af hverju flautar hann ekki áður en að þeir lenda saman – ég skil það ekki.“ sagði Sigurður Heiðar þjálfari Leiknis og vísar þar í atvik þar sem að Thomas Mikkelsen var rangstæður en aðstoðardómarinn flaggaði seint og Thomas og Guy Smit lentu saman. Guy Smit fór útaf stuttu seinna. „Markmaðurinn fer útaf, síðan fer Daníel Finns útaf og ég held að í öllum liðum að þá sé það helvíti erfitt að missa þessa pósta einhvern veginn og vera 2-0 undir. Ég ætla samt ekki að skrifa þetta á andleysi, við komum mjög gíraðir í seinni hálfleik. Þetta leit vel út og miðað við öll færin sem að við fáum í fyrri hálfleik og sjénsarnir þar. Mér fannst við virkilega flottir svona hálftíma að fyrri hálfleiknum og ég er svekktur að tölurnar séu svona“ sagði Sigurður. Blikar skoruðu í tvígang úr hornspyrnum í fyrri hálfleiknum. Sigurður sagðist vera mjög ósáttur við að fá á sig mörk úr föstum leikatriðum. „Já, ég er gjörsamlega brjálaður yfir því. Því að við hefðum getað skorað 4, 5 mörk í fyrri hálfleik. Þeir fá í raun bara eitt færi fyrir utan þessar tvær hornspyrnur og 2-0 fyrir þeim í hálfleik. Það er bara rosalega erfitt. Við þurfum að laga þetta undir eins útaf því að við fáum mark á okkur á móti Keflavík úr föstu leikatriði og töpum leiknum. Fáum mark á okkur í byrjun á móti KR úr föstu leikatriði þannig að við þurfum að skoða þetta enn frekar. Við erum búnir að skoða þetta vel en það þarf að laga þetta.“ sagði Sigurður. Leiknismenn sitja í tíunda sæti deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan HK og ÍA sem að eiga leik til góða.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Breiðablik Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira