Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2021 19:20 Dyraverðir segja álagið gríðarlegt eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands síðustu helgi. vísir Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. Síðustu helgi var öllum samkomutakmörkunum aflétt innanlands og hefur verið mikið fjör í miðbæ Reykjavíkur síðan. Fréttastofa gerði sér ferð í bæinn þegar klukkan var að slá í miðnætti á föstudagskvöldi og mátti sjá þéttar raðir fólk sem beið með eftirvæntingu eftir að komast inn á skemmtistaði. Dyravörður á Prikinu segir ástandið í miðbænum brjálað eftir afléttingar innanlands. „Hræðilegt. Það er ömurlegt.“ Hvernig þá? „Mikið að gera. Allt of mikið að gera. Mörg slagsmál. Það er bara svoleiðis,“ sagði Sigurður, dyravörður á Prikinu. Dyraverðir á Sólon og Bankastræti Club segja nóg um að vera. „Síðasta helgi var vel pökkuð og mjög mikið að gera,“ sagði yfirdyravörður á Bankastræti Club. „Búið að vera geðveiki. Hjá okkur allavegana,“ sagði Þorgeir, dyravörður á Sólon. Næturlífið á Íslandi hefur haft þá sérstöðu í gegnum tíðina að fólk mætir seint á kvöldin niður í miðbæ og fer seint heim, ólíkt nágrannaþjóðum okkar þar sem hefð er fyrir því að byrja gamanið fyrr. Þetta breyttist á tímum samkomutakmarkanna þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr á kvöldin en dyraverðir sem fréttastofa ræddi við sakna þess fyrirkomulags og myndu gjarnan vilja sjá fólk mæta fyrr út á lífið og fara fyrr heim. „Ég vona það. Við vonum það, en það verður ekki svoleiðis,“ sagði Þorgeir. Dyravörður á Prikinu tekur undir þetta. Hann saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr vegna sóttvarnarreglna og myndi gjarnan vilja sjá skemmtistaði opna fyrr og loka fyrr á kvöldin. „Já. Mér myndi finnast það þægilegra já,“ sagði Sigurður. Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Ráðist á dyraverði í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt. 4. júlí 2021 07:17 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Síðustu helgi var öllum samkomutakmörkunum aflétt innanlands og hefur verið mikið fjör í miðbæ Reykjavíkur síðan. Fréttastofa gerði sér ferð í bæinn þegar klukkan var að slá í miðnætti á föstudagskvöldi og mátti sjá þéttar raðir fólk sem beið með eftirvæntingu eftir að komast inn á skemmtistaði. Dyravörður á Prikinu segir ástandið í miðbænum brjálað eftir afléttingar innanlands. „Hræðilegt. Það er ömurlegt.“ Hvernig þá? „Mikið að gera. Allt of mikið að gera. Mörg slagsmál. Það er bara svoleiðis,“ sagði Sigurður, dyravörður á Prikinu. Dyraverðir á Sólon og Bankastræti Club segja nóg um að vera. „Síðasta helgi var vel pökkuð og mjög mikið að gera,“ sagði yfirdyravörður á Bankastræti Club. „Búið að vera geðveiki. Hjá okkur allavegana,“ sagði Þorgeir, dyravörður á Sólon. Næturlífið á Íslandi hefur haft þá sérstöðu í gegnum tíðina að fólk mætir seint á kvöldin niður í miðbæ og fer seint heim, ólíkt nágrannaþjóðum okkar þar sem hefð er fyrir því að byrja gamanið fyrr. Þetta breyttist á tímum samkomutakmarkanna þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr á kvöldin en dyraverðir sem fréttastofa ræddi við sakna þess fyrirkomulags og myndu gjarnan vilja sjá fólk mæta fyrr út á lífið og fara fyrr heim. „Ég vona það. Við vonum það, en það verður ekki svoleiðis,“ sagði Þorgeir. Dyravörður á Prikinu tekur undir þetta. Hann saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr vegna sóttvarnarreglna og myndi gjarnan vilja sjá skemmtistaði opna fyrr og loka fyrr á kvöldin. „Já. Mér myndi finnast það þægilegra já,“ sagði Sigurður.
Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Ráðist á dyraverði í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt. 4. júlí 2021 07:17 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37
Ráðist á dyraverði í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt. 4. júlí 2021 07:17