Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2021 19:20 Dyraverðir segja álagið gríðarlegt eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands síðustu helgi. vísir Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. Síðustu helgi var öllum samkomutakmörkunum aflétt innanlands og hefur verið mikið fjör í miðbæ Reykjavíkur síðan. Fréttastofa gerði sér ferð í bæinn þegar klukkan var að slá í miðnætti á föstudagskvöldi og mátti sjá þéttar raðir fólk sem beið með eftirvæntingu eftir að komast inn á skemmtistaði. Dyravörður á Prikinu segir ástandið í miðbænum brjálað eftir afléttingar innanlands. „Hræðilegt. Það er ömurlegt.“ Hvernig þá? „Mikið að gera. Allt of mikið að gera. Mörg slagsmál. Það er bara svoleiðis,“ sagði Sigurður, dyravörður á Prikinu. Dyraverðir á Sólon og Bankastræti Club segja nóg um að vera. „Síðasta helgi var vel pökkuð og mjög mikið að gera,“ sagði yfirdyravörður á Bankastræti Club. „Búið að vera geðveiki. Hjá okkur allavegana,“ sagði Þorgeir, dyravörður á Sólon. Næturlífið á Íslandi hefur haft þá sérstöðu í gegnum tíðina að fólk mætir seint á kvöldin niður í miðbæ og fer seint heim, ólíkt nágrannaþjóðum okkar þar sem hefð er fyrir því að byrja gamanið fyrr. Þetta breyttist á tímum samkomutakmarkanna þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr á kvöldin en dyraverðir sem fréttastofa ræddi við sakna þess fyrirkomulags og myndu gjarnan vilja sjá fólk mæta fyrr út á lífið og fara fyrr heim. „Ég vona það. Við vonum það, en það verður ekki svoleiðis,“ sagði Þorgeir. Dyravörður á Prikinu tekur undir þetta. Hann saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr vegna sóttvarnarreglna og myndi gjarnan vilja sjá skemmtistaði opna fyrr og loka fyrr á kvöldin. „Já. Mér myndi finnast það þægilegra já,“ sagði Sigurður. Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Ráðist á dyraverði í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt. 4. júlí 2021 07:17 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Síðustu helgi var öllum samkomutakmörkunum aflétt innanlands og hefur verið mikið fjör í miðbæ Reykjavíkur síðan. Fréttastofa gerði sér ferð í bæinn þegar klukkan var að slá í miðnætti á föstudagskvöldi og mátti sjá þéttar raðir fólk sem beið með eftirvæntingu eftir að komast inn á skemmtistaði. Dyravörður á Prikinu segir ástandið í miðbænum brjálað eftir afléttingar innanlands. „Hræðilegt. Það er ömurlegt.“ Hvernig þá? „Mikið að gera. Allt of mikið að gera. Mörg slagsmál. Það er bara svoleiðis,“ sagði Sigurður, dyravörður á Prikinu. Dyraverðir á Sólon og Bankastræti Club segja nóg um að vera. „Síðasta helgi var vel pökkuð og mjög mikið að gera,“ sagði yfirdyravörður á Bankastræti Club. „Búið að vera geðveiki. Hjá okkur allavegana,“ sagði Þorgeir, dyravörður á Sólon. Næturlífið á Íslandi hefur haft þá sérstöðu í gegnum tíðina að fólk mætir seint á kvöldin niður í miðbæ og fer seint heim, ólíkt nágrannaþjóðum okkar þar sem hefð er fyrir því að byrja gamanið fyrr. Þetta breyttist á tímum samkomutakmarkanna þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr á kvöldin en dyraverðir sem fréttastofa ræddi við sakna þess fyrirkomulags og myndu gjarnan vilja sjá fólk mæta fyrr út á lífið og fara fyrr heim. „Ég vona það. Við vonum það, en það verður ekki svoleiðis,“ sagði Þorgeir. Dyravörður á Prikinu tekur undir þetta. Hann saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr vegna sóttvarnarreglna og myndi gjarnan vilja sjá skemmtistaði opna fyrr og loka fyrr á kvöldin. „Já. Mér myndi finnast það þægilegra já,“ sagði Sigurður.
Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Ráðist á dyraverði í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt. 4. júlí 2021 07:17 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37
Ráðist á dyraverði í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt. 4. júlí 2021 07:17
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent