PSG raðar inn stjörnum Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júlí 2021 07:01 Sergio Ramos er á leið til Parísar. EPA-EFE/ANDY RAIN Forráðamenn franska fótboltaliðsins Paris Saint-Germain eru í vígahug eftir að stórveldið sá eftir franska meistaratitlinum í hendur Lille í vor. Þrír leikmenn munu semja við félagið í vikunni samkvæmt erlendum miðlum. Fréttamaðurinn Fabrizio Romano fullyrti í gær að Spánverjinn Sergio Ramos muni skrifa undir tveggja ára samning við franska liðið á næstu tveimur vikum, franski miðillinn L'Équipe sagði svipaða sögu. Samningur Ramos við Real Madrid, hvar hann hefur verið á mála frá árinu 2004, rann út um mánaðarmótin síðustu og hefur hann leitað sér nýs félags síðan. Manchester United hefur verið nefnt til sögunnar í því samhengi en nú stefnir allt í að hann haldi til Parísar. Achraf Hakimi arrive au PSG, Sergio Ramos s'en rapproche https://t.co/LQuaqwSDdl pic.twitter.com/Fckuv2Hg0u— L'ÉQUIPE (@lequipe) July 4, 2021 Annar leikmaður sem er laus á samningi, ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, ku þá einnig vera á leið til frönsku höfuðborgarinnar eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Áhugavert verður að sjá hvaða áhrif það hefur á stöðu Keylor Navas hjá liðinu en Spánverjinn Sergio Rico er einnig á mála hjá PSG, líkt og Alphonse Areola, sem lék á láni hjá Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Timing will be confirmed soon. Sergio Ramos, Achraf Hakimi and Gianluigi Donnarumma will be announced this month as new Paris Saint-Germain players. #PSGRamos, medicals scheduled and set to sign until June 2023.Hakimi, signed until 2026.Donnarumma, signed until June 2026. https://t.co/MS6xjoFcz9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 4, 2021 PSG mun þá kaupa Marokkómanninn Achraf Hakimi frá Inter Milan en sá hefur einnig verið orðaður við Chelsea á Englandi. Báðir munu þeir skrifa undir samning til ársins 2026. PSG hefur þegar fengið einn leikmann í sínar raðir í sumar en Georginio Wijnaldum kom frítt til félagsins frá Liverpool eftir að samningur hans rann út. Alessandro Florenzi og Moise Kean eru farnir frá félaginu eftir að hafa verið á láni á síðustu leiktíð. Franski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Fréttamaðurinn Fabrizio Romano fullyrti í gær að Spánverjinn Sergio Ramos muni skrifa undir tveggja ára samning við franska liðið á næstu tveimur vikum, franski miðillinn L'Équipe sagði svipaða sögu. Samningur Ramos við Real Madrid, hvar hann hefur verið á mála frá árinu 2004, rann út um mánaðarmótin síðustu og hefur hann leitað sér nýs félags síðan. Manchester United hefur verið nefnt til sögunnar í því samhengi en nú stefnir allt í að hann haldi til Parísar. Achraf Hakimi arrive au PSG, Sergio Ramos s'en rapproche https://t.co/LQuaqwSDdl pic.twitter.com/Fckuv2Hg0u— L'ÉQUIPE (@lequipe) July 4, 2021 Annar leikmaður sem er laus á samningi, ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, ku þá einnig vera á leið til frönsku höfuðborgarinnar eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Áhugavert verður að sjá hvaða áhrif það hefur á stöðu Keylor Navas hjá liðinu en Spánverjinn Sergio Rico er einnig á mála hjá PSG, líkt og Alphonse Areola, sem lék á láni hjá Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Timing will be confirmed soon. Sergio Ramos, Achraf Hakimi and Gianluigi Donnarumma will be announced this month as new Paris Saint-Germain players. #PSGRamos, medicals scheduled and set to sign until June 2023.Hakimi, signed until 2026.Donnarumma, signed until June 2026. https://t.co/MS6xjoFcz9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 4, 2021 PSG mun þá kaupa Marokkómanninn Achraf Hakimi frá Inter Milan en sá hefur einnig verið orðaður við Chelsea á Englandi. Báðir munu þeir skrifa undir samning til ársins 2026. PSG hefur þegar fengið einn leikmann í sínar raðir í sumar en Georginio Wijnaldum kom frítt til félagsins frá Liverpool eftir að samningur hans rann út. Alessandro Florenzi og Moise Kean eru farnir frá félaginu eftir að hafa verið á láni á síðustu leiktíð.
Franski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira