Þjálfari Dana opnar sig um fjölskylduharmleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 15:31 Hjulmand talaði um margt og mikið á blaðamannafundi í dag. Þar á meðal þau áföll sem hann hefur orðið fyrir sem þjálfari. EPA-EFE/Valentin Ogirenko Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, opnaði sig um fjölskylduharmleik á blaðamannafundi í dag. Þá minntist hann á að hafa verið að þjálfa er leikmaður varð fyrir eldingu og var í dái í tvo mánuði. Öll þau sem horfðu á Christian Eriksen hníga niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í knattspyrnu fundu eflaust fyrir ónotatilfinningu er Eriksen lá hreyfingarlaus á vellinum. Enginn þó eflaust meir heldur en Kasper Hjulmand sem stóð á hliðarlínunni. Hann missti nefnilega ættingja sinn eftir svipað atvik. Þjálfarinn ræddi atvikið á blaðamannafundi í dag. Hjulmand er stór ástæða þess að danska liðið er komið í undanúrslit mótsins. Hann hefur fengið mikið hrós fyrir frammistöðu liðsins innan vallar sem og hvernig hann tók á áfallinu með Eriksen. „Ég er með magnaða leiðtoga í hópnum hjá mér. Ég er með leikmenn sem ég get talað við um hvernig þeim líður sem og hvernig mér líður,“ sagði Hjulmand áður en hann hrósaði Morten Wieghorst, aðstoðarþjálfara sínum, í hástert. Wieghorst veiktist illa er hann spilaði með Celtic á sínum tíma og barðist um stund fyrir lífi sínu. Þeir þjálfuðu Nordsjælland saman árið 2009 þegar Jonathan Richter, leikmaður liðsins, varð fyrir eldingu og var í dái í tvo mánuði áður en hann komst til meðvitundar á nýjan leik. Kasper Hjulmand og Morten Wieghorst á góðri stund.Naomi Baker/Getty Images „Við höfum gengið í gegnum mikið saman,“ sagði Hjulmand á fundinum. Í kjölfarið opnaði þjálfarinn sig varðandi fjölskylduharmleik. „Frændi minn lést eftir að hafa fengið hjartaáfall á fótboltavelli. Ég hef því átt erfitt með tilfinningar mínar undanfarnar vikur, þær hafa verið út um allt og ég hef átt erfitt með að höndla þær. Ég fékk aðstoð sálfræðings til þess. Ég reyni ávallt að vera ég sjálfur og fela ekki neitt,“ sagði tilfinningaríkur Hjulmand á blaðamannafundi dagsins. Leikmenn danska liðsins fengu einnig aðstoð sálfræðinga eftir leikinn gegn Finnlandi. Þó Hjulmand viðurkenni að fótbolti og hreyfing hjálpi mikið til við að gleyma slæmum hugsunum og tilfinningum þá er sérstaklega einn hlutur sem hjálpar Hjulmand dag frá degi. „Ég á konu og þrjú börn. Ekkert mun toppa það að verða faðir,“ sagði Hjulmand að lokum er hann ræddi möguleika Dana á að endurtaka leikinn frá 1992 er liðið varð Evrópumeistari í knattspyrnu. Danmörk mætir Englandi í undanúrslitum EM á miðvikudaginn, 7. júlí, klukkan 19.00. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni á Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Þurfti að fara í peysu því leikmennirnir héldu að hann væri einn af þeim Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, byrjaði leikinn gegn Tékklandi í gær í hvítum bol en var kominn í peysu í síðari hálfleiknum. Á því var góð skýring. 4. júlí 2021 12:15 „Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn“ Danska landsliðið upplifði sannkallað kraftaverkakvöld í Kaupmannahöfn í gær þegar liðið tryggði sér áfram í sextán liða úrslit á Evrópumótinu eftir að öll úrslit féllu með þeim. 22. júní 2021 09:01 Þjálfari Dana: Hægt að fresta leikjum um 48 tíma vegna smits en ekki hjartastopps Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, sendi forráðamönnum Evrópumótsins væna pillu eftir að danska liðið þurfti að spila tveimur tímum eftir að leik liðsins var frestað í kjölfar þess að Christian Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik. 15. júní 2021 17:31 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Öll þau sem horfðu á Christian Eriksen hníga niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í knattspyrnu fundu eflaust fyrir ónotatilfinningu er Eriksen lá hreyfingarlaus á vellinum. Enginn þó eflaust meir heldur en Kasper Hjulmand sem stóð á hliðarlínunni. Hann missti nefnilega ættingja sinn eftir svipað atvik. Þjálfarinn ræddi atvikið á blaðamannafundi í dag. Hjulmand er stór ástæða þess að danska liðið er komið í undanúrslit mótsins. Hann hefur fengið mikið hrós fyrir frammistöðu liðsins innan vallar sem og hvernig hann tók á áfallinu með Eriksen. „Ég er með magnaða leiðtoga í hópnum hjá mér. Ég er með leikmenn sem ég get talað við um hvernig þeim líður sem og hvernig mér líður,“ sagði Hjulmand áður en hann hrósaði Morten Wieghorst, aðstoðarþjálfara sínum, í hástert. Wieghorst veiktist illa er hann spilaði með Celtic á sínum tíma og barðist um stund fyrir lífi sínu. Þeir þjálfuðu Nordsjælland saman árið 2009 þegar Jonathan Richter, leikmaður liðsins, varð fyrir eldingu og var í dái í tvo mánuði áður en hann komst til meðvitundar á nýjan leik. Kasper Hjulmand og Morten Wieghorst á góðri stund.Naomi Baker/Getty Images „Við höfum gengið í gegnum mikið saman,“ sagði Hjulmand á fundinum. Í kjölfarið opnaði þjálfarinn sig varðandi fjölskylduharmleik. „Frændi minn lést eftir að hafa fengið hjartaáfall á fótboltavelli. Ég hef því átt erfitt með tilfinningar mínar undanfarnar vikur, þær hafa verið út um allt og ég hef átt erfitt með að höndla þær. Ég fékk aðstoð sálfræðings til þess. Ég reyni ávallt að vera ég sjálfur og fela ekki neitt,“ sagði tilfinningaríkur Hjulmand á blaðamannafundi dagsins. Leikmenn danska liðsins fengu einnig aðstoð sálfræðinga eftir leikinn gegn Finnlandi. Þó Hjulmand viðurkenni að fótbolti og hreyfing hjálpi mikið til við að gleyma slæmum hugsunum og tilfinningum þá er sérstaklega einn hlutur sem hjálpar Hjulmand dag frá degi. „Ég á konu og þrjú börn. Ekkert mun toppa það að verða faðir,“ sagði Hjulmand að lokum er hann ræddi möguleika Dana á að endurtaka leikinn frá 1992 er liðið varð Evrópumeistari í knattspyrnu. Danmörk mætir Englandi í undanúrslitum EM á miðvikudaginn, 7. júlí, klukkan 19.00. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni á Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Þurfti að fara í peysu því leikmennirnir héldu að hann væri einn af þeim Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, byrjaði leikinn gegn Tékklandi í gær í hvítum bol en var kominn í peysu í síðari hálfleiknum. Á því var góð skýring. 4. júlí 2021 12:15 „Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn“ Danska landsliðið upplifði sannkallað kraftaverkakvöld í Kaupmannahöfn í gær þegar liðið tryggði sér áfram í sextán liða úrslit á Evrópumótinu eftir að öll úrslit féllu með þeim. 22. júní 2021 09:01 Þjálfari Dana: Hægt að fresta leikjum um 48 tíma vegna smits en ekki hjartastopps Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, sendi forráðamönnum Evrópumótsins væna pillu eftir að danska liðið þurfti að spila tveimur tímum eftir að leik liðsins var frestað í kjölfar þess að Christian Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik. 15. júní 2021 17:31 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Þurfti að fara í peysu því leikmennirnir héldu að hann væri einn af þeim Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, byrjaði leikinn gegn Tékklandi í gær í hvítum bol en var kominn í peysu í síðari hálfleiknum. Á því var góð skýring. 4. júlí 2021 12:15
„Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn“ Danska landsliðið upplifði sannkallað kraftaverkakvöld í Kaupmannahöfn í gær þegar liðið tryggði sér áfram í sextán liða úrslit á Evrópumótinu eftir að öll úrslit féllu með þeim. 22. júní 2021 09:01
Þjálfari Dana: Hægt að fresta leikjum um 48 tíma vegna smits en ekki hjartastopps Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, sendi forráðamönnum Evrópumótsins væna pillu eftir að danska liðið þurfti að spila tveimur tímum eftir að leik liðsins var frestað í kjölfar þess að Christian Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik. 15. júní 2021 17:31
Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40