Vinir mínir eru ekki skrímsli Hans Jónsson skrifar 5. júlí 2021 15:00 „Frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, þannig að ekki skilja frænku eftir eina með honum.“ Flest könnumst við að hafa heyrt einhvern tímann eitthvað á þessum nótum. Kannski án þess að vita hvað var átt við með „leiðinlegur.“ Kannski vorum við umrædd „frænka“ og okkur var sagt að fara ekki með honum neitt eða vera ein með honum. Af því hann getur verið ágengur eða erfiður, í glasi, sko, en hann er samt ágætur. Þó við þekkjum kannski ekki alla söguna þá vitum við flest um einhvern sem að okkur þætti óþægilegt að vita að væri einn með einhverjum sem okkur þykir vænt um; með barninu okkar, með litlu systur, með einhverju yngra og óvarkárara en okkur sjálfum. En við nefnum engin nöfn, og við segjum ekki hvernig hann er „leiðinlegur.“ Þau sem „lenda í honum“ vara hvert annað við og segja hvert öðru að hann sé hættulegur, ekki leiðinlegur, og það er vaninn. Þau vara við að hann sé hættulegur, við fréttum það filtrerað, og berum áfram að hann sé leiðinlegur, svolítið ágengur, kannski jafnvel erfiður. En frændi er ágætur samt, það fylgir alltaf sögunni, því að það er erfitt að horfast í augu við mennsku þeirra sem við viljum trúa að séu alltaf augljós skrímsli. Vinir mínir eru nefnilega engin skrímsli. Það getur ekki verið. Ég myndi ekki vera vinur skrímslanna. Þannig að enginn vina minna getur gert það sem bara skrímsli gera. Og við hrökkvum í vörn. Og hvað þá ef við höfum sjálf farið yfir mörkin einhvern tímann. Bara einu sinni yfir mörkin og við stígum á bremsuna þegar við fréttum að manneskja sem við sjáum sem manneskju hafi gert eitthvað svipað því sem við höfum gert og að það hafi verið slæmt. Það getur ekki hafa verið svo slæmt. Það eru bara skrímsli sem gera eitthvað virkilega slæmt, og þetta er manneskja, ekki skrímsli. Eins og ég, ég er manneskja, ekki skrímsli. Það getur ekki verið að það hafi verið slæmt, því þá væri það sem ég gerði slæmt, og ég væri þá skrímsli. Það er auðveldara og tilfinningalega ódýrara fyrir okkur að reiðast þeirri ókurteisi að flagga óhreina þvottinum sem við vitum öll að er til. Að kalla eftir því að þau sem að hann var „leiðinlegur við“ þurfi ekki að sjá hann og hlusta á hann og vita að við hömpum frænda. Það er svo óþægilegt. Veröldin er svo mikið þægilegri þegar frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, ekkert vandamál, ekkert skrímsli, bara manneskja. Það er erfiðara þegar við þurfum að horfast í augu við það að „skrímslin“ eru ekki augljós, þau eru öll manneskjur, og við gætum verið skrímsli líka. Það er erfiðara að hætta meðvirkninni og feluleiknum en að viðhalda gömlum hefðum þöggunar og nauðgunarmenningar. Svo við nefnum engin nöfn, reynum að passa upp á að frænka sé aldrei ein með frænda, og skömmum þau sem rugga bátnum með því að krefjast einhvers betra. Sama hvað það kostar frænku þegar við sjáum ekki til. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar MeToo Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
„Frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, þannig að ekki skilja frænku eftir eina með honum.“ Flest könnumst við að hafa heyrt einhvern tímann eitthvað á þessum nótum. Kannski án þess að vita hvað var átt við með „leiðinlegur.“ Kannski vorum við umrædd „frænka“ og okkur var sagt að fara ekki með honum neitt eða vera ein með honum. Af því hann getur verið ágengur eða erfiður, í glasi, sko, en hann er samt ágætur. Þó við þekkjum kannski ekki alla söguna þá vitum við flest um einhvern sem að okkur þætti óþægilegt að vita að væri einn með einhverjum sem okkur þykir vænt um; með barninu okkar, með litlu systur, með einhverju yngra og óvarkárara en okkur sjálfum. En við nefnum engin nöfn, og við segjum ekki hvernig hann er „leiðinlegur.“ Þau sem „lenda í honum“ vara hvert annað við og segja hvert öðru að hann sé hættulegur, ekki leiðinlegur, og það er vaninn. Þau vara við að hann sé hættulegur, við fréttum það filtrerað, og berum áfram að hann sé leiðinlegur, svolítið ágengur, kannski jafnvel erfiður. En frændi er ágætur samt, það fylgir alltaf sögunni, því að það er erfitt að horfast í augu við mennsku þeirra sem við viljum trúa að séu alltaf augljós skrímsli. Vinir mínir eru nefnilega engin skrímsli. Það getur ekki verið. Ég myndi ekki vera vinur skrímslanna. Þannig að enginn vina minna getur gert það sem bara skrímsli gera. Og við hrökkvum í vörn. Og hvað þá ef við höfum sjálf farið yfir mörkin einhvern tímann. Bara einu sinni yfir mörkin og við stígum á bremsuna þegar við fréttum að manneskja sem við sjáum sem manneskju hafi gert eitthvað svipað því sem við höfum gert og að það hafi verið slæmt. Það getur ekki hafa verið svo slæmt. Það eru bara skrímsli sem gera eitthvað virkilega slæmt, og þetta er manneskja, ekki skrímsli. Eins og ég, ég er manneskja, ekki skrímsli. Það getur ekki verið að það hafi verið slæmt, því þá væri það sem ég gerði slæmt, og ég væri þá skrímsli. Það er auðveldara og tilfinningalega ódýrara fyrir okkur að reiðast þeirri ókurteisi að flagga óhreina þvottinum sem við vitum öll að er til. Að kalla eftir því að þau sem að hann var „leiðinlegur við“ þurfi ekki að sjá hann og hlusta á hann og vita að við hömpum frænda. Það er svo óþægilegt. Veröldin er svo mikið þægilegri þegar frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, ekkert vandamál, ekkert skrímsli, bara manneskja. Það er erfiðara þegar við þurfum að horfast í augu við það að „skrímslin“ eru ekki augljós, þau eru öll manneskjur, og við gætum verið skrímsli líka. Það er erfiðara að hætta meðvirkninni og feluleiknum en að viðhalda gömlum hefðum þöggunar og nauðgunarmenningar. Svo við nefnum engin nöfn, reynum að passa upp á að frænka sé aldrei ein með frænda, og skömmum þau sem rugga bátnum með því að krefjast einhvers betra. Sama hvað það kostar frænku þegar við sjáum ekki til. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun