Segja að Phoenix Suns sé nú sigurstranglegra liðið í úrslitaeinvígi NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 07:31 Chris Paul hefur aldrei orðið NBA meistari þrátt fyrir langan og glæsilegan feril og því hefur félag hans, Phoenix Suns, ekki heldur náð. AP/Mark J. Terrill Phoenix Suns gæti unnið sinn fyrsta NBA titil í sögunni á næstu vikum ef marka má líkindareikning veðbanka í aðdraganda úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns mætir liði Milwaukee Bucks í lokaúrslitunum en Bucks mun væntanlega þurfa að spila án síns besta leikmanns, Giannis Antetokounmpo, í einvíginu. Grikkinn öflugi meiddist illa á hné í leik fjögur í úrslitum Austurdeildarinnar en Bucks liðið náði samt að vinna tvö síðustu leiki einvígisins á móti Atlanta Hawks án hans. Antetokounmpo mun missa af fyrstu leikjunum í úrslitaeinvíginu og mögulega restinni af tímabilinu eftir að hafa yfirspennt vinstra hnéð seint í leik fjögur á móti Hawks. Fyrir meiðsli Giannis þá þótti Milwaukee Bucks vera sigurstranglegra liðið en þá leit út fyrir að Phoenix menn kæmust í úrslitin sem varð svo raunin. Sportsbooks have installed the @Suns as favorites over the @Bucks in the NBA Finals.https://t.co/GVXgiYfbUJ#NBAPlayoffs #NBA #NBAxESPN #ESPNCaribbean pic.twitter.com/T4OtRIi2OP— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) July 5, 2021 Allt breyttist aftur á móti við meiðsli Grikkjans, skiljanlega enda þar á ferðinni einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar. Antetokounmpo er með 28,2 stig, 12,7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í fimmtán leikjum í úrslitakeppninni í ár. Phoenix Suns vann báða innbyrðisleiki liðanna í vetur en þá báða með aðeins einu stigi. Giannis var með 47 stig í öðrum leiknum og 33 stig í hinum. Það dugði þó ekki til sigurs. Suns hefur aldrei orðið NBA meistari en hefur komst tvisvar í lokaúrslitin, fyrst árið 1976 og svo árið 1993 með Charles Barkley í fararbroddi. Milwaukee Bucks varð NBA meistari í eina skiptið árið 1971 en þá spiluðu með liðinu goðsagnirnar Oscar Robertson og Kareem Abdul-Jabbar. Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram í kvöld á heimavelli Phoenix Suns. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Phoenix Suns mætir liði Milwaukee Bucks í lokaúrslitunum en Bucks mun væntanlega þurfa að spila án síns besta leikmanns, Giannis Antetokounmpo, í einvíginu. Grikkinn öflugi meiddist illa á hné í leik fjögur í úrslitum Austurdeildarinnar en Bucks liðið náði samt að vinna tvö síðustu leiki einvígisins á móti Atlanta Hawks án hans. Antetokounmpo mun missa af fyrstu leikjunum í úrslitaeinvíginu og mögulega restinni af tímabilinu eftir að hafa yfirspennt vinstra hnéð seint í leik fjögur á móti Hawks. Fyrir meiðsli Giannis þá þótti Milwaukee Bucks vera sigurstranglegra liðið en þá leit út fyrir að Phoenix menn kæmust í úrslitin sem varð svo raunin. Sportsbooks have installed the @Suns as favorites over the @Bucks in the NBA Finals.https://t.co/GVXgiYfbUJ#NBAPlayoffs #NBA #NBAxESPN #ESPNCaribbean pic.twitter.com/T4OtRIi2OP— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) July 5, 2021 Allt breyttist aftur á móti við meiðsli Grikkjans, skiljanlega enda þar á ferðinni einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar. Antetokounmpo er með 28,2 stig, 12,7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í fimmtán leikjum í úrslitakeppninni í ár. Phoenix Suns vann báða innbyrðisleiki liðanna í vetur en þá báða með aðeins einu stigi. Giannis var með 47 stig í öðrum leiknum og 33 stig í hinum. Það dugði þó ekki til sigurs. Suns hefur aldrei orðið NBA meistari en hefur komst tvisvar í lokaúrslitin, fyrst árið 1976 og svo árið 1993 með Charles Barkley í fararbroddi. Milwaukee Bucks varð NBA meistari í eina skiptið árið 1971 en þá spiluðu með liðinu goðsagnirnar Oscar Robertson og Kareem Abdul-Jabbar. Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram í kvöld á heimavelli Phoenix Suns. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira