Öryggi og notkun rafbíla Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 08:01 Fjölbreyttir fararmátar standa nú fólki til boða. Horft er til vistvænni og hagkvæmari fararmáta og rafbílar hafa rutt sér til rúms hér á landi. Þeir henta íslenskum aðstæðum vel og eru þjóðhagslega hagkvæmir þar sem allt rafmagn á Íslandi er framleitt innanlands. Rafmagnið er hreint og tiltölulega ódýrt. Því ætti ekki að koma á óvart að sífellt fleiri kjósa að fá sér rafbíl. En það er að ýmsu að huga til að tryggja öryggi og rétta umgengni. Hleðsla rafbíla Mikilvægt er að rétt sé staðið að hleðslu til að koma í veg fyrir bruna. Öruggast er að hlaða rafbíla í þar til gerðum hleðslustöðvum, ýmist hraðhleðslustöð eða heimahleðslustöð. Þá er um að ræða sérhæfðan tengibúnað til hleðslu rafknúinna farartækja sem er fasttengdur raflögn. Hver tengistaður þarf að vera varinn með yfirstraumvarnabúnaði (öryggi í rafmagnstöflu) og bilunarstraumrofa (lekastraumrofa) sem ver einungis þennan tiltekna tengistað. Ekki má hlaða nema einn rafbíl í einu. Ef hlaðið er í gegnum tengil þarf að vera sérstakur stjórn- og öryggisbúnaður á hleðslusnúrunni, til dæmis stjórnbox á hleðslustrengnum. Gæta þarf þess að þyngd stjórnboxins hangi ekki í tenglinum og valdi þannig álagi. Það getur haft í för með sér ofhitnun í tengli og mögulega brunahættu. Mælt er með að nota þar til gerðar hleðslustöðvar eða iðnaðartengla þegar hlaðið er heima en stranglega bannað er að nota framlengingarsnúrur, fjöltengi eða önnur millistykki við hleðslu rafbíla. Hefðbundin framlengingarsnúra þolir ekki það mikla álag sem verður þegar bíll er hlaðinn. Hún hitnar gríðarlega og skapar það brunahættu. Gæta þarf þess að hleðslustrengir verði ekki fyrir hnjaski og ekki má nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst. Skaði á rafhlöðu Ef sýnilegur skaði er á rafhlöðu ætti alltaf að leita til þjónustuaðila og biðja hann að kanna ástand rafhlöðunnar. Sumt sést þó ekki eins og til dæmis framleiðslugallar og bilanir sem geta orðið til þess að hleðsla hættir ekki sjálfkrafa þegar rafhlaða er fullhlaðin. Eins hefur það gerst að bruni í rafhlöðu taki sig upp að nýju löngu eftir að búið er að slökkva eld í henni. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát. Samkvæmt nýlegri frétt frá Noregi fjölgar tilfellum þar sem kviknar í rafhlöðum rafknúinna farartækja og hafa brunar í rafhlöðum rafmagnsbíla og rafmagnshjóla verið þar efst á listanum. Aukinni notkun fylgja vissulega fleiri óhöpp og því nauðsynlegt að vera vel upplýst. Viðbrögð við bruna í rafhlöðu Ef eldur kviknar í rafhlöðu er hægt að nota slökkvitæki eða eldvarnarteppi ef slíkt er til staðar. Ekki má sprauta eða skvetta vatni á logandi rafhlöðu því þá blossar eldurinn upp. Ef mikill eldur logar er öruggast að forða sér og hringja í 112. Tryggingar rafbíla Nýlega hafa sum tryggingafyrirtæki uppfært kaskótryggingu sína þannig að hún sé heppilegri fyrir rafbílaeigendur. Sem dæmi má nefna að kaskótrygging Sjóvá bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu rafbíls, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur. Því eru tjón á undirvögnum allra bíla nú bætt og veitir kaskótryggingin víðtækari vernd en áður. Þegar talað er um venjulegan akstur er átt við akstur á almennum vegum en tryggingin bætir ekki tjón sem verður ef ökutækið rekst niður í akstri á fjallvegum eða slóðum utan vega eða yfir óbrúaðar ár. Ekki heldur tjón sem verður í aksturskeppni. Vissulega gilda síðan sömu umferðarreglur fyrir alla bílstjóra og ef þær eru virtar ætti allt að ganga að óskum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fjölbreyttir fararmátar standa nú fólki til boða. Horft er til vistvænni og hagkvæmari fararmáta og rafbílar hafa rutt sér til rúms hér á landi. Þeir henta íslenskum aðstæðum vel og eru þjóðhagslega hagkvæmir þar sem allt rafmagn á Íslandi er framleitt innanlands. Rafmagnið er hreint og tiltölulega ódýrt. Því ætti ekki að koma á óvart að sífellt fleiri kjósa að fá sér rafbíl. En það er að ýmsu að huga til að tryggja öryggi og rétta umgengni. Hleðsla rafbíla Mikilvægt er að rétt sé staðið að hleðslu til að koma í veg fyrir bruna. Öruggast er að hlaða rafbíla í þar til gerðum hleðslustöðvum, ýmist hraðhleðslustöð eða heimahleðslustöð. Þá er um að ræða sérhæfðan tengibúnað til hleðslu rafknúinna farartækja sem er fasttengdur raflögn. Hver tengistaður þarf að vera varinn með yfirstraumvarnabúnaði (öryggi í rafmagnstöflu) og bilunarstraumrofa (lekastraumrofa) sem ver einungis þennan tiltekna tengistað. Ekki má hlaða nema einn rafbíl í einu. Ef hlaðið er í gegnum tengil þarf að vera sérstakur stjórn- og öryggisbúnaður á hleðslusnúrunni, til dæmis stjórnbox á hleðslustrengnum. Gæta þarf þess að þyngd stjórnboxins hangi ekki í tenglinum og valdi þannig álagi. Það getur haft í för með sér ofhitnun í tengli og mögulega brunahættu. Mælt er með að nota þar til gerðar hleðslustöðvar eða iðnaðartengla þegar hlaðið er heima en stranglega bannað er að nota framlengingarsnúrur, fjöltengi eða önnur millistykki við hleðslu rafbíla. Hefðbundin framlengingarsnúra þolir ekki það mikla álag sem verður þegar bíll er hlaðinn. Hún hitnar gríðarlega og skapar það brunahættu. Gæta þarf þess að hleðslustrengir verði ekki fyrir hnjaski og ekki má nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst. Skaði á rafhlöðu Ef sýnilegur skaði er á rafhlöðu ætti alltaf að leita til þjónustuaðila og biðja hann að kanna ástand rafhlöðunnar. Sumt sést þó ekki eins og til dæmis framleiðslugallar og bilanir sem geta orðið til þess að hleðsla hættir ekki sjálfkrafa þegar rafhlaða er fullhlaðin. Eins hefur það gerst að bruni í rafhlöðu taki sig upp að nýju löngu eftir að búið er að slökkva eld í henni. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát. Samkvæmt nýlegri frétt frá Noregi fjölgar tilfellum þar sem kviknar í rafhlöðum rafknúinna farartækja og hafa brunar í rafhlöðum rafmagnsbíla og rafmagnshjóla verið þar efst á listanum. Aukinni notkun fylgja vissulega fleiri óhöpp og því nauðsynlegt að vera vel upplýst. Viðbrögð við bruna í rafhlöðu Ef eldur kviknar í rafhlöðu er hægt að nota slökkvitæki eða eldvarnarteppi ef slíkt er til staðar. Ekki má sprauta eða skvetta vatni á logandi rafhlöðu því þá blossar eldurinn upp. Ef mikill eldur logar er öruggast að forða sér og hringja í 112. Tryggingar rafbíla Nýlega hafa sum tryggingafyrirtæki uppfært kaskótryggingu sína þannig að hún sé heppilegri fyrir rafbílaeigendur. Sem dæmi má nefna að kaskótrygging Sjóvá bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu rafbíls, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur. Því eru tjón á undirvögnum allra bíla nú bætt og veitir kaskótryggingin víðtækari vernd en áður. Þegar talað er um venjulegan akstur er átt við akstur á almennum vegum en tryggingin bætir ekki tjón sem verður ef ökutækið rekst niður í akstri á fjallvegum eða slóðum utan vega eða yfir óbrúaðar ár. Ekki heldur tjón sem verður í aksturskeppni. Vissulega gilda síðan sömu umferðarreglur fyrir alla bílstjóra og ef þær eru virtar ætti allt að ganga að óskum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun