Við fáum úrslitaleik á milli Messi og Neymar eftir vítakeppni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 07:45 Lionel Messi og liðsfélagar hans fagna hér sigri í vítakeppninni í nótt. AP/Andre Penner Argentína komst í nótt í úrslitaleik Suðurameríkubikarsins eftir sigur á Kólumbíu í vítakeppni í seinni undanúrslitaleik keppninnar. Argentína mætir Brasilíu í úrslitaleiknum. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Argentína vann vítakeppnina 3-2. Neymar fékk því ósk sína uppfyllta að mæta Lionel Messi og félögum hans í úrslitaleiknum á Maracana leikvanginum. Argentínumenn eru að reyna að vinna sinn fyrsta stóra titil síðan þeir unnu Suðurameríkukeppnina árið 1993. Captain showing the shootout hero some love pic.twitter.com/A4dVFnc0s2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Emiliano Martinez var hetja argentínska liðsins því hann varð þrjár vítaspyrnur í vítakeppninni. Martinez var lengi varamarkvörður Arsenal en átti frábært fyrsta tímabil með Aston Villa í vetur. Martinez varði vítaspyrnur frá þeim Davinson Sanchez, Yerry Mina og Edwin Cardona Lionel Messi lagði upp mark Argentínu sem Lautaro Martínez skoraði strax á sjöundu mínútu leiksins. Þetta var fimmta stoðsending Messi í keppninni. Luis Díaz náði að jafna metin á 61. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð. Messi komst næst því að tryggja Argentínu sigurinn en skot hans endaði í stönginni. We re FINALLY going to get Messi vs. Neymar pic.twitter.com/m2bmyHYyB2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Messi skoraði úr sinni vítaspyrnu sem var fyrsta spyrna argentínska liðsins í vítaspyrnukeppninni. Rodrigo De Paul klikkaði á spyrnu númer tvö en Leandro Paredes og Lautaro Martínez skoruðu báður úr sínum. Argentínumenn tóku aðeins fjórar vítaspyrnur því þeir voru komnir í úrslitaleikinn þegar Emiliano Martinez varði fimmtu spyrnu Kólumbíumanna frá Cardona. Martinez grét af gleði eftir leikinn. „Þetta er frábært lið sem við erum að fara að mæta og liðið sem flestir halda að vinni. Við erum hins vegar með frábæran þjálfara, besta leikmann heims og munum reyna að vinna,“ sagði Emiliano Martinez í leikslok. Þetta er fyrsti úrslitaleikur Copa Ameríca á milli stórveldanna Brasilíu og Argentínu síðan árið 2007 þegar Brasilía vann 3-0 sigur. Argentínumenn hafa tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum en Brasilíumenn eru ríkjandi meistarar Fótbolti Copa América Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Argentína vann vítakeppnina 3-2. Neymar fékk því ósk sína uppfyllta að mæta Lionel Messi og félögum hans í úrslitaleiknum á Maracana leikvanginum. Argentínumenn eru að reyna að vinna sinn fyrsta stóra titil síðan þeir unnu Suðurameríkukeppnina árið 1993. Captain showing the shootout hero some love pic.twitter.com/A4dVFnc0s2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Emiliano Martinez var hetja argentínska liðsins því hann varð þrjár vítaspyrnur í vítakeppninni. Martinez var lengi varamarkvörður Arsenal en átti frábært fyrsta tímabil með Aston Villa í vetur. Martinez varði vítaspyrnur frá þeim Davinson Sanchez, Yerry Mina og Edwin Cardona Lionel Messi lagði upp mark Argentínu sem Lautaro Martínez skoraði strax á sjöundu mínútu leiksins. Þetta var fimmta stoðsending Messi í keppninni. Luis Díaz náði að jafna metin á 61. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð. Messi komst næst því að tryggja Argentínu sigurinn en skot hans endaði í stönginni. We re FINALLY going to get Messi vs. Neymar pic.twitter.com/m2bmyHYyB2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Messi skoraði úr sinni vítaspyrnu sem var fyrsta spyrna argentínska liðsins í vítaspyrnukeppninni. Rodrigo De Paul klikkaði á spyrnu númer tvö en Leandro Paredes og Lautaro Martínez skoruðu báður úr sínum. Argentínumenn tóku aðeins fjórar vítaspyrnur því þeir voru komnir í úrslitaleikinn þegar Emiliano Martinez varði fimmtu spyrnu Kólumbíumanna frá Cardona. Martinez grét af gleði eftir leikinn. „Þetta er frábært lið sem við erum að fara að mæta og liðið sem flestir halda að vinni. Við erum hins vegar með frábæran þjálfara, besta leikmann heims og munum reyna að vinna,“ sagði Emiliano Martinez í leikslok. Þetta er fyrsti úrslitaleikur Copa Ameríca á milli stórveldanna Brasilíu og Argentínu síðan árið 2007 þegar Brasilía vann 3-0 sigur. Argentínumenn hafa tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum en Brasilíumenn eru ríkjandi meistarar
Fótbolti Copa América Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira