Færeyingar brustu í grát þegar karlmaður var sýknaður af morði sextán ára stúlku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 16:45 Maðurinn var sýknaður af ákæru um að hafa myrt hina 16 ára gömlu Mariu Fuglø Christiansen í nóvember 2012. Vísir/Vilhelm 26 ára gamall maður var í morgun sýknaður af dómstóli í Færeyjum af ákæru um að hafa myrt hina sextán ára gömlu Mariu Fuglø Christiansen í nóvember 2012. Áhorfendur í dómstal brustu margir hverjir í grát þegar dómarinn las upp niðurstöðu dómsins. Færeyska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Maðurinn hefur verið í fangelsi síðan árið 2013 vegna annars máls, líkamsárásar og tilraunar til manndráps, en honum verður sleppt út í næstu viku. Karina Skou, verjandi hans sagðist ekki hissa á niðurstöðu dómsins eftir að hann var kveðinn upp. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 20. nóvember 2012 orðið Mariu að bana með því að hafa hrint henni í sjóinn og skilið hana þar eftir svo að hún drukknaði. Jógvan Páll Lassen, lögmaður í Færeyjum, segir að sýknan sé mikil skömm fyrir réttarkerfið í Færeyjum. Fram kemur í dómnum yfir manninum að niðurstöður réttarmeinafræðings hafi ekki bent til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað og að ekki væri hægt að byggja málið á óhaldbærum sönnunargögnum einvörðungu. Rannsökuðu hann vegna tilraunar hans til manndráps Hinn dæmdi hefur sjálfur lýst yfir sakleysi frá því að rannsókn á málinu átti sér stað en viðurkenndi þó að hafa hitt Mariu fyrir, sem hann hafði áður átt í sambandi við, á þriðja tímanum aðfaranótt 20. nóvember. Hann hafi rætt við hana stuttlega áður en leiðir þeirra skildu. Lýst var eftir Mariu morguninn 20. nóvember og fannst hún látinn degi síðar. Grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað vaknaði ekki fyrr en eftir að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í júlí 2013. Þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn fundust engar haldbærar vísbendingar um að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað og lokaði lögregla rannsókn málsins í mars 2017. Rannsóknin var hins vegar opnuð að nýju í desember sama ár eftir að fjölskylda Mariu kærði ákvörðun lögreglu til ríkissaksóknara. Færeyjar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Færeyska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Maðurinn hefur verið í fangelsi síðan árið 2013 vegna annars máls, líkamsárásar og tilraunar til manndráps, en honum verður sleppt út í næstu viku. Karina Skou, verjandi hans sagðist ekki hissa á niðurstöðu dómsins eftir að hann var kveðinn upp. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 20. nóvember 2012 orðið Mariu að bana með því að hafa hrint henni í sjóinn og skilið hana þar eftir svo að hún drukknaði. Jógvan Páll Lassen, lögmaður í Færeyjum, segir að sýknan sé mikil skömm fyrir réttarkerfið í Færeyjum. Fram kemur í dómnum yfir manninum að niðurstöður réttarmeinafræðings hafi ekki bent til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað og að ekki væri hægt að byggja málið á óhaldbærum sönnunargögnum einvörðungu. Rannsökuðu hann vegna tilraunar hans til manndráps Hinn dæmdi hefur sjálfur lýst yfir sakleysi frá því að rannsókn á málinu átti sér stað en viðurkenndi þó að hafa hitt Mariu fyrir, sem hann hafði áður átt í sambandi við, á þriðja tímanum aðfaranótt 20. nóvember. Hann hafi rætt við hana stuttlega áður en leiðir þeirra skildu. Lýst var eftir Mariu morguninn 20. nóvember og fannst hún látinn degi síðar. Grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað vaknaði ekki fyrr en eftir að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í júlí 2013. Þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn fundust engar haldbærar vísbendingar um að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað og lokaði lögregla rannsókn málsins í mars 2017. Rannsóknin var hins vegar opnuð að nýju í desember sama ár eftir að fjölskylda Mariu kærði ákvörðun lögreglu til ríkissaksóknara.
Færeyjar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira