Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júlí 2021 20:01 Donald Trump hefur nú höfðað mál gegn Facebook, Twitter og YouTube. Getty/Chip Somodevilla Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. Það vakti heimsathygli þegar Twitter-aðgangi Trump var eytt í janúar. Þá var hann einnig bannaður á Facebook og YouTube. Þetta var í kjölfar innrásarinnar í þinghúsið í Washington, en Trump er talinn hafa egnt stuðningsmenn sína til ofbeldisverka á Twitter. Trump vill að samfélagsmiðlar hætti að setja fólk á svarta lista og að bundinn verði endir á þöggun. Hann hefur farið fram á skaðabætur frá fyrirtækjunum þremur, ásamt því að endurheimta aðganga sína. Trump sem var afar virkur á Twitter, brást við lokun aðgangsins með því að stofna sinn eigin miðil, „From the desk of Donald J. Trump“ eða Frá skrifborði Donald J. Trump. Miðillinn naut þó lítilla vinsælda og lokaði Trump miðlinum í síðasta mánuði. Ólíklegt að Trump hafi betur Fleiri stefnendur hafa gengið til liðs við Trump í málsókninni. Þeir halda því fram að fyrrnefndir samfélagsmiðlar hafi gerst sekir um að misbeita ritstjórnarvaldi sínu. Bandaríski lagaprófessorinn Eric Goldman hefur rannsakað yfir sextíu sambærileg mál, þar sem einstaklingar hafa freistað þess að fara í mál við samfélagsmiðla vegna fjarlægingu efnis eða lokun aðganga. Hann telur afar ólíklegt að Trump og félagar vinni málið og telur málsóknina einungis vera örþrifaráð Trump til þess að fá athygli. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook, Twitter né YouTube vegna málsóknarinnar. Donald Trump Samfélagsmiðlar Bandaríkin Facebook Twitter Tengdar fréttir Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. 4. júní 2021 19:16 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54 Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Það vakti heimsathygli þegar Twitter-aðgangi Trump var eytt í janúar. Þá var hann einnig bannaður á Facebook og YouTube. Þetta var í kjölfar innrásarinnar í þinghúsið í Washington, en Trump er talinn hafa egnt stuðningsmenn sína til ofbeldisverka á Twitter. Trump vill að samfélagsmiðlar hætti að setja fólk á svarta lista og að bundinn verði endir á þöggun. Hann hefur farið fram á skaðabætur frá fyrirtækjunum þremur, ásamt því að endurheimta aðganga sína. Trump sem var afar virkur á Twitter, brást við lokun aðgangsins með því að stofna sinn eigin miðil, „From the desk of Donald J. Trump“ eða Frá skrifborði Donald J. Trump. Miðillinn naut þó lítilla vinsælda og lokaði Trump miðlinum í síðasta mánuði. Ólíklegt að Trump hafi betur Fleiri stefnendur hafa gengið til liðs við Trump í málsókninni. Þeir halda því fram að fyrrnefndir samfélagsmiðlar hafi gerst sekir um að misbeita ritstjórnarvaldi sínu. Bandaríski lagaprófessorinn Eric Goldman hefur rannsakað yfir sextíu sambærileg mál, þar sem einstaklingar hafa freistað þess að fara í mál við samfélagsmiðla vegna fjarlægingu efnis eða lokun aðganga. Hann telur afar ólíklegt að Trump og félagar vinni málið og telur málsóknina einungis vera örþrifaráð Trump til þess að fá athygli. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook, Twitter né YouTube vegna málsóknarinnar.
Donald Trump Samfélagsmiðlar Bandaríkin Facebook Twitter Tengdar fréttir Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. 4. júní 2021 19:16 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54 Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. 4. júní 2021 19:16
Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00
Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54
Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38