Sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum niður í eins árs aldur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 11:01 Maðurinn var handtekinn síðasta sumar og húsleit gerð heima hjá honum þar sem meira en 2,5 milljón skjöl með barnaníðsefni fundust. EPA/CHRISTINE OLSSON Sænskur karlmaður á sjötugsaldri var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa beitt börn á aldrinum eins til tólf ára kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að hafa nauðgað barni, kynferðislega brotið á átta börnum og að hafa átt barnaníðsefni. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða meira en milljón sænskar krónur, eða um 14,4 milljónir íslenskra króna, í miskabætur. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum börnum til viðbótar en var sýknaður af þeim ákæruliðum. Sænska ríkisútvarpið greinir frá. Brotin voru framin í Rikneby í Svíþjóð frá árinu 2016 til júní á síðasta ári. Talið er að maðurinn hafi boðið börnunum einhvers konar gjafir til að lokka þau heim til sín þar sem hann braut á þeim. Tólf börn voru brotaþolar í dómsmálinu en brot gegn einu barni til viðbótar hafði verið tilkynnt til lögreglu. Foreldrar barnsins vildu þó ekki fara með málið fyrir dómstóla. Yngsta barnið sem bar stöðu brotaþola í málinu var eins árs þegar maðurinn braut á því. Börnin bjuggu öll í sama hverfi og karlmaðurinn og talið er að hann hafi verið þekktur meðal íbúa hverfisins og vel liðinn. Maðurinn var handtekinn síðasta sumar og húsleit framkvæmd á heimili hans. Þar fannst gríðarlegt magn barnaníðsefnis og hefur lögreglan lýst því að hún hafi aldrei lagt hald á jafn mikið barnaníðsefni í einu. Við nánari skoðun á efninu kom í ljós að maðurinn hafði framleitt það sjálfur. Þá fannst einnig gríðarlegt magn af barnaníðsefni á tölvunni hans, sem hann hafði halað niður. Meira en 2,5 milljónir skjala með barnaníðsefni fundust á heimili hans. Svíþjóð Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða meira en milljón sænskar krónur, eða um 14,4 milljónir íslenskra króna, í miskabætur. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum börnum til viðbótar en var sýknaður af þeim ákæruliðum. Sænska ríkisútvarpið greinir frá. Brotin voru framin í Rikneby í Svíþjóð frá árinu 2016 til júní á síðasta ári. Talið er að maðurinn hafi boðið börnunum einhvers konar gjafir til að lokka þau heim til sín þar sem hann braut á þeim. Tólf börn voru brotaþolar í dómsmálinu en brot gegn einu barni til viðbótar hafði verið tilkynnt til lögreglu. Foreldrar barnsins vildu þó ekki fara með málið fyrir dómstóla. Yngsta barnið sem bar stöðu brotaþola í málinu var eins árs þegar maðurinn braut á því. Börnin bjuggu öll í sama hverfi og karlmaðurinn og talið er að hann hafi verið þekktur meðal íbúa hverfisins og vel liðinn. Maðurinn var handtekinn síðasta sumar og húsleit framkvæmd á heimili hans. Þar fannst gríðarlegt magn barnaníðsefnis og hefur lögreglan lýst því að hún hafi aldrei lagt hald á jafn mikið barnaníðsefni í einu. Við nánari skoðun á efninu kom í ljós að maðurinn hafði framleitt það sjálfur. Þá fannst einnig gríðarlegt magn af barnaníðsefni á tölvunni hans, sem hann hafði halað niður. Meira en 2,5 milljónir skjala með barnaníðsefni fundust á heimili hans.
Svíþjóð Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira