Barnahópur kominn í sóttkví eftir íþróttaæfingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2021 12:53 Þrír greindust með veiruna innanlands síðan á mánudag. Vísir/Vilhelm Hópur ellefu og tólf ára barna á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn í sóttkví, eftir að barn sem hafði verið með hópnum á íþróttaæfingu greindist með kórónuveiruna í gær. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. Þrír hafa greinst með kórónuveiuruna innanlands frá því síðustu tölur um faraldurinn hér á landi voru gefnar út á mánudag. Tveir greindust á mánudag og voru í sóttkví. Þá greindist einn í gær, en þá var um að ræða barn undir tólf ára aldri, sem var utan sóttkvíar við greiningu. Bólusetningar barna á aldrinum tólf til fimmtán ára eiga að óbreyttu að hefjast í haust, þegar skólastarfsemi hefst að nýju. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hefði litlu breytt ef bólusetning þess aldurshóps hefði verið hafin, enda ekkert bóluefni komið með markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. „Það sem við erum að skoða núna er hvað eru margir að greinast með smit sem eru að koma frá útlöndum, hvort þeir eru bólusettir eða ekki og hvort þeir eru að smita eitthvað frá sér hér innanlands. Sem betur fer er það fátítt, við erum ekki með mörg smit núna á síðustu tveimur vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að fyrirhuguð bólusetning barna hefði litlu breytt í þessu tilfelli, enda barnið sem greindist undir tólf ára aldri. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir svo ung börn.Vísir Hann segir að búast megi við því áfram að fólk sem hefur verið í samskiptum við smitaða einstaklinga verði sent í sóttkví, óháð því hvort það er bólusett eða ekki. „Ef það hefur verið mikill samgangur við þann sem er að greinast. Við höldum því áfram. Við erum áfram að setja fólk í sóttkví og einangrun eins og við höfum gert áður. Það er eina ráðið til þess að halda vel utan um það sem er að gerast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íþróttir barna Tengdar fréttir Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Þrír hafa greinst með kórónuveiuruna innanlands frá því síðustu tölur um faraldurinn hér á landi voru gefnar út á mánudag. Tveir greindust á mánudag og voru í sóttkví. Þá greindist einn í gær, en þá var um að ræða barn undir tólf ára aldri, sem var utan sóttkvíar við greiningu. Bólusetningar barna á aldrinum tólf til fimmtán ára eiga að óbreyttu að hefjast í haust, þegar skólastarfsemi hefst að nýju. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hefði litlu breytt ef bólusetning þess aldurshóps hefði verið hafin, enda ekkert bóluefni komið með markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. „Það sem við erum að skoða núna er hvað eru margir að greinast með smit sem eru að koma frá útlöndum, hvort þeir eru bólusettir eða ekki og hvort þeir eru að smita eitthvað frá sér hér innanlands. Sem betur fer er það fátítt, við erum ekki með mörg smit núna á síðustu tveimur vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að fyrirhuguð bólusetning barna hefði litlu breytt í þessu tilfelli, enda barnið sem greindist undir tólf ára aldri. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir svo ung börn.Vísir Hann segir að búast megi við því áfram að fólk sem hefur verið í samskiptum við smitaða einstaklinga verði sent í sóttkví, óháð því hvort það er bólusett eða ekki. „Ef það hefur verið mikill samgangur við þann sem er að greinast. Við höldum því áfram. Við erum áfram að setja fólk í sóttkví og einangrun eins og við höfum gert áður. Það er eina ráðið til þess að halda vel utan um það sem er að gerast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íþróttir barna Tengdar fréttir Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45