Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2021 18:05 Læknirinn starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. VÍSIR/ARNAR Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handlæknastöðinni en umræddur læknir starfaði þar fram í desember 2019. Forsvarsmenn segjast harma framferði umrædds háls-, nef- og eyrnalæknisins og að málið sé blettur á fjörutíu ára sögu læknastöðvarinnar. Umræddur læknir framkvæmdi tólf ónauðsynlegar aðgerðir að mati óháðra sérfræðinga, þar á meðal á fimmtán og tveggja ára börnum. Læknirinn er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. Í yfirlýsingu Handlæknastöðvarinnar kemur fram að það hafi verið vegna árvekni vinnufélaga sem athygli hafi verið vakin á því að mögulega kynni vinnulag viðkomandi læknis að hafa verið ámælisvert. Fyrst var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. „Þann 4. desember 2019, um leið og grunsemdir lágu fyrir, tilkynnti stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar Embætti landlæknis um hugsanleg brot umrædds læknis gegn starfsskyldum. Í kjölfarið gerði Handlæknastöðin Sjúkratryggingum Íslands einnig viðvart um málið,“ segir í yfirlýsingunni. Strax hafi verið ráðist í að herða allt eftirlit með verkferlum innan stöðvarinnar og innra eftirlit sé nú í áframhaldandi þróun. „Verður einskis látið ófreistað til þess að hámarka hér eftir sem hingað til fagmennsku stöðvarinnar í hverju læknisverki sem unnið er undir merkjum hennar.“ Heilbrigðisráðuneytið staðfest ákvörðun landlæknis Eiríkur Orri Guðmundsson, stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar, er skrifaður fyrir yfirlýsingunni. Þar segir að framferði umrædds læknis sé sorglegt frávik frá þeim gæðaviðmiðum sem stöðin hafi haft í heiðri. „Á þessum misgjörðum viðkomandi læknis, á meðan hann starfaði innan veggja stöðvarinnar, biðst Handlæknastöðin innilega afsökunar enda þótt hún beri ekki á þeim ábyrgð gagnvart sjúklingum hans.“ Upp komst um málið á síðasta ári eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti læknisins. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Embætti landlæknis réðst í umfangsmikla rannsókn vegna málsins og hefur heilbrigðisráðuneytið staðfest þá ákvörðun landlæknis að svipta lækninn starfsleyfi. Heilbrigðismál Reykjavík Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handlæknastöðinni en umræddur læknir starfaði þar fram í desember 2019. Forsvarsmenn segjast harma framferði umrædds háls-, nef- og eyrnalæknisins og að málið sé blettur á fjörutíu ára sögu læknastöðvarinnar. Umræddur læknir framkvæmdi tólf ónauðsynlegar aðgerðir að mati óháðra sérfræðinga, þar á meðal á fimmtán og tveggja ára börnum. Læknirinn er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. Í yfirlýsingu Handlæknastöðvarinnar kemur fram að það hafi verið vegna árvekni vinnufélaga sem athygli hafi verið vakin á því að mögulega kynni vinnulag viðkomandi læknis að hafa verið ámælisvert. Fyrst var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. „Þann 4. desember 2019, um leið og grunsemdir lágu fyrir, tilkynnti stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar Embætti landlæknis um hugsanleg brot umrædds læknis gegn starfsskyldum. Í kjölfarið gerði Handlæknastöðin Sjúkratryggingum Íslands einnig viðvart um málið,“ segir í yfirlýsingunni. Strax hafi verið ráðist í að herða allt eftirlit með verkferlum innan stöðvarinnar og innra eftirlit sé nú í áframhaldandi þróun. „Verður einskis látið ófreistað til þess að hámarka hér eftir sem hingað til fagmennsku stöðvarinnar í hverju læknisverki sem unnið er undir merkjum hennar.“ Heilbrigðisráðuneytið staðfest ákvörðun landlæknis Eiríkur Orri Guðmundsson, stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar, er skrifaður fyrir yfirlýsingunni. Þar segir að framferði umrædds læknis sé sorglegt frávik frá þeim gæðaviðmiðum sem stöðin hafi haft í heiðri. „Á þessum misgjörðum viðkomandi læknis, á meðan hann starfaði innan veggja stöðvarinnar, biðst Handlæknastöðin innilega afsökunar enda þótt hún beri ekki á þeim ábyrgð gagnvart sjúklingum hans.“ Upp komst um málið á síðasta ári eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti læknisins. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Embætti landlæknis réðst í umfangsmikla rannsókn vegna málsins og hefur heilbrigðisráðuneytið staðfest þá ákvörðun landlæknis að svipta lækninn starfsleyfi.
Heilbrigðismál Reykjavík Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43
Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15