Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2021 18:05 Læknirinn starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. VÍSIR/ARNAR Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handlæknastöðinni en umræddur læknir starfaði þar fram í desember 2019. Forsvarsmenn segjast harma framferði umrædds háls-, nef- og eyrnalæknisins og að málið sé blettur á fjörutíu ára sögu læknastöðvarinnar. Umræddur læknir framkvæmdi tólf ónauðsynlegar aðgerðir að mati óháðra sérfræðinga, þar á meðal á fimmtán og tveggja ára börnum. Læknirinn er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. Í yfirlýsingu Handlæknastöðvarinnar kemur fram að það hafi verið vegna árvekni vinnufélaga sem athygli hafi verið vakin á því að mögulega kynni vinnulag viðkomandi læknis að hafa verið ámælisvert. Fyrst var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. „Þann 4. desember 2019, um leið og grunsemdir lágu fyrir, tilkynnti stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar Embætti landlæknis um hugsanleg brot umrædds læknis gegn starfsskyldum. Í kjölfarið gerði Handlæknastöðin Sjúkratryggingum Íslands einnig viðvart um málið,“ segir í yfirlýsingunni. Strax hafi verið ráðist í að herða allt eftirlit með verkferlum innan stöðvarinnar og innra eftirlit sé nú í áframhaldandi þróun. „Verður einskis látið ófreistað til þess að hámarka hér eftir sem hingað til fagmennsku stöðvarinnar í hverju læknisverki sem unnið er undir merkjum hennar.“ Heilbrigðisráðuneytið staðfest ákvörðun landlæknis Eiríkur Orri Guðmundsson, stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar, er skrifaður fyrir yfirlýsingunni. Þar segir að framferði umrædds læknis sé sorglegt frávik frá þeim gæðaviðmiðum sem stöðin hafi haft í heiðri. „Á þessum misgjörðum viðkomandi læknis, á meðan hann starfaði innan veggja stöðvarinnar, biðst Handlæknastöðin innilega afsökunar enda þótt hún beri ekki á þeim ábyrgð gagnvart sjúklingum hans.“ Upp komst um málið á síðasta ári eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti læknisins. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Embætti landlæknis réðst í umfangsmikla rannsókn vegna málsins og hefur heilbrigðisráðuneytið staðfest þá ákvörðun landlæknis að svipta lækninn starfsleyfi. Heilbrigðismál Reykjavík Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handlæknastöðinni en umræddur læknir starfaði þar fram í desember 2019. Forsvarsmenn segjast harma framferði umrædds háls-, nef- og eyrnalæknisins og að málið sé blettur á fjörutíu ára sögu læknastöðvarinnar. Umræddur læknir framkvæmdi tólf ónauðsynlegar aðgerðir að mati óháðra sérfræðinga, þar á meðal á fimmtán og tveggja ára börnum. Læknirinn er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. Í yfirlýsingu Handlæknastöðvarinnar kemur fram að það hafi verið vegna árvekni vinnufélaga sem athygli hafi verið vakin á því að mögulega kynni vinnulag viðkomandi læknis að hafa verið ámælisvert. Fyrst var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. „Þann 4. desember 2019, um leið og grunsemdir lágu fyrir, tilkynnti stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar Embætti landlæknis um hugsanleg brot umrædds læknis gegn starfsskyldum. Í kjölfarið gerði Handlæknastöðin Sjúkratryggingum Íslands einnig viðvart um málið,“ segir í yfirlýsingunni. Strax hafi verið ráðist í að herða allt eftirlit með verkferlum innan stöðvarinnar og innra eftirlit sé nú í áframhaldandi þróun. „Verður einskis látið ófreistað til þess að hámarka hér eftir sem hingað til fagmennsku stöðvarinnar í hverju læknisverki sem unnið er undir merkjum hennar.“ Heilbrigðisráðuneytið staðfest ákvörðun landlæknis Eiríkur Orri Guðmundsson, stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar, er skrifaður fyrir yfirlýsingunni. Þar segir að framferði umrædds læknis sé sorglegt frávik frá þeim gæðaviðmiðum sem stöðin hafi haft í heiðri. „Á þessum misgjörðum viðkomandi læknis, á meðan hann starfaði innan veggja stöðvarinnar, biðst Handlæknastöðin innilega afsökunar enda þótt hún beri ekki á þeim ábyrgð gagnvart sjúklingum hans.“ Upp komst um málið á síðasta ári eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti læknisins. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Embætti landlæknis réðst í umfangsmikla rannsókn vegna málsins og hefur heilbrigðisráðuneytið staðfest þá ákvörðun landlæknis að svipta lækninn starfsleyfi.
Heilbrigðismál Reykjavík Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43
Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15