Giannis frábær í nótt en Phoenix Suns komst samt í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2021 07:31 Devin Booker átti mjög flottan leik í nótt og hér fer hann framhjá Khris Middleton. AP/Ross D. Franklin Phoenix Suns vann annan leikinn í röð í úrslitaeinvíginu á móti Milwaukee Bucks en Suns liðið fagnaði tíu stiga sigri í nótt, 118-108. Giannis Antetokounmpo var frábær í liði Milwaukee Bucks með 42 stig og 12 fráköst en hann reyndi nánast upp á sitt einsdæmi að koma liðinu aftur inn í leikinn með því að skorað 20 stig í þriðja leikhlutanum. HUGE Game 2 for @Giannis_An34. #NBAPlayoffs career-high 42 PTS 12 REB, 3 BLK 20 PTS in 3Q (most in #NBAFinals quarter since MJ in 1993)#ThatsGame Game 3: Sunday, 8 PM ET, ABC pic.twitter.com/Nd3GQcVs1F— NBA (@NBA) July 9, 2021 Giannis þyrfti miklu meiri hjálp og á sama tíma röðuðu leikmenn Suns niður þriggja stiga skotunum en þeir hittu alls úr 20 af 40 skotum sínum fyrir utan. Phoenix Suns hefur aldrei unnið titilinn en tapaði bæði í lokaúrslitunum 1976 og 1993. Þá lenti liðið 2-0 undir en núna er liðið 2-0 yfir. @DevinBook in Game 2:31 PTS7 3PM@Suns go up 2-0 in the #NBAFinals presented by YouTube TV.. Game 3 is Sunday at 8 PM ET on ABC. #ThatsGame pic.twitter.com/E6BV9f6Nr8— NBA (@NBA) July 9, 2021 Fyrstu tveir leikirnir voru í Phoenix en næstu tveir fara fram á heimavelli Milwaukee Bucks. Devin Booker skoraði 31 stig fyrir Phoenix Suns og var einnig með sex stoðsendingar en hann hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum. Chris Paul skoraði 23 stig, gaf 8 stoðsendingar og hitti úr 3 af 5 þriggja stiga skotum. 23 PTS, 8 AST for @CP3 in Game 2. #ThatsGame@Suns lead #NBAFinals presented by YouTube TV 2-0.. Game 3 is Sunday at 8pm/et on ABC. pic.twitter.com/8CAb1YY6Tj— NBA (@NBA) July 9, 2021 Það er óhætt að segja að bakvarðarsveit Suns liðsins hafi verið í fínu lagi en stór strákurinn Deandre Ayton (10 stig, 11 fráköst) var ekki eins sannfærandi. Það voru fleiri að spila vel því Mikal Bridges skoraði 27 stig sem er það mesta sem hann hefur gert í einum leik í úrslitakeppninni. Eins og áður sagði þá brugðust liðsfélagar Giannis honum í þessum leik og besta dæmið um það er Khris Middleton sem skoraði aðeins 11 stig en hann klikkaði á 11 af 16 skotum sínum. Jrue Holiday skoraði 17 stig en hitti aðeins úr 7 af 21 skoti en kom síðan með 14 stig og fjóra þrista af bekknum. @mikal_bridges goes off for an #NBAPlayoffs career-high 27 PTS in Game 2! #ThatsGame @Suns seek 3-0 lead Sunday at 8 PM ET on ABC. #NBAFinals pic.twitter.com/ehqGoGwe9Y— NBA (@NBA) July 9, 2021 Milwaukee vann stigin í teignum 20-0 í fyrsta leikhluta en voru samt bara þremur stigum yfir því Suns skoraði átta af níu körfum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Phoenix tók síðan völdin í leiknum með því að vinna annan leikhlutann 30-16 og voru með frumkvæðið eftir það. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Giannis Antetokounmpo var frábær í liði Milwaukee Bucks með 42 stig og 12 fráköst en hann reyndi nánast upp á sitt einsdæmi að koma liðinu aftur inn í leikinn með því að skorað 20 stig í þriðja leikhlutanum. HUGE Game 2 for @Giannis_An34. #NBAPlayoffs career-high 42 PTS 12 REB, 3 BLK 20 PTS in 3Q (most in #NBAFinals quarter since MJ in 1993)#ThatsGame Game 3: Sunday, 8 PM ET, ABC pic.twitter.com/Nd3GQcVs1F— NBA (@NBA) July 9, 2021 Giannis þyrfti miklu meiri hjálp og á sama tíma röðuðu leikmenn Suns niður þriggja stiga skotunum en þeir hittu alls úr 20 af 40 skotum sínum fyrir utan. Phoenix Suns hefur aldrei unnið titilinn en tapaði bæði í lokaúrslitunum 1976 og 1993. Þá lenti liðið 2-0 undir en núna er liðið 2-0 yfir. @DevinBook in Game 2:31 PTS7 3PM@Suns go up 2-0 in the #NBAFinals presented by YouTube TV.. Game 3 is Sunday at 8 PM ET on ABC. #ThatsGame pic.twitter.com/E6BV9f6Nr8— NBA (@NBA) July 9, 2021 Fyrstu tveir leikirnir voru í Phoenix en næstu tveir fara fram á heimavelli Milwaukee Bucks. Devin Booker skoraði 31 stig fyrir Phoenix Suns og var einnig með sex stoðsendingar en hann hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum. Chris Paul skoraði 23 stig, gaf 8 stoðsendingar og hitti úr 3 af 5 þriggja stiga skotum. 23 PTS, 8 AST for @CP3 in Game 2. #ThatsGame@Suns lead #NBAFinals presented by YouTube TV 2-0.. Game 3 is Sunday at 8pm/et on ABC. pic.twitter.com/8CAb1YY6Tj— NBA (@NBA) July 9, 2021 Það er óhætt að segja að bakvarðarsveit Suns liðsins hafi verið í fínu lagi en stór strákurinn Deandre Ayton (10 stig, 11 fráköst) var ekki eins sannfærandi. Það voru fleiri að spila vel því Mikal Bridges skoraði 27 stig sem er það mesta sem hann hefur gert í einum leik í úrslitakeppninni. Eins og áður sagði þá brugðust liðsfélagar Giannis honum í þessum leik og besta dæmið um það er Khris Middleton sem skoraði aðeins 11 stig en hann klikkaði á 11 af 16 skotum sínum. Jrue Holiday skoraði 17 stig en hitti aðeins úr 7 af 21 skoti en kom síðan með 14 stig og fjóra þrista af bekknum. @mikal_bridges goes off for an #NBAPlayoffs career-high 27 PTS in Game 2! #ThatsGame @Suns seek 3-0 lead Sunday at 8 PM ET on ABC. #NBAFinals pic.twitter.com/ehqGoGwe9Y— NBA (@NBA) July 9, 2021 Milwaukee vann stigin í teignum 20-0 í fyrsta leikhluta en voru samt bara þremur stigum yfir því Suns skoraði átta af níu körfum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Phoenix tók síðan völdin í leiknum með því að vinna annan leikhlutann 30-16 og voru með frumkvæðið eftir það.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti