Fjórar maurategundir taldar hafa náð fótfestu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2021 10:21 Af tæplega tuttugu maurategundum sem hafa fundist á íslandi eru fjórar taldar hafa náð fótfestu. Getty Vísbendingar eru um að fjórar tegundir maura hafi náð fótfestu hér á landi. Það er af þeim tæplega tuttugu tegundum maura sem hafa fundist á Íslandi. Maurategundirnar fjórar eru húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Þetta kemur fram í nýju svari á Vísindavefnum sem birt var í dag. Þar er sömuleiðis farið nánar yfir þessar maurategundir. Húsamaur kemur frá svæðum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar og finnst hann í Evrópu aðallega í upphituðum húsum og í moltuhaugum. Þeir byggja bú undir gólfum og við lagnir þar sem hitastig er stöðugt og raki mikill. Vinnumaurarnir og drottningar eru um þrír millimetrar að lengd en drottningarnar eru dekkri og oft með vængi. Þær yfirgefa búin og fljúga af stað en vinnumaurarnir yfirgefa búin sjaldan. Húsamaurarnir hafa lítinn brodd á afturbolnum sem þeir nota við veiðar. Þeir nærast aðallega á litlum hryggleysingjum svo sem silfurskottum og mordýrum. Blökkumaurinn er upprunalega frá Evrasíu en hefur breitt úr sér víða um heim. Þeir þola fjölbreytt loftslag en hér á landi eru þeir sagðir byggja bú sín undir hellum og steinum eða í jörð við grunna upphitaðra bygginga. Vinnumaurarnir eru dökkir og þriggja til fimm millimetra langir en drottningar allt að sentímetri. Í hverju búi er einungis ein drottning en erlendis geta verið um sextíu þúsund vinnumaurar í búum. Þeir yrkja stundum blaðlýs í búum þeirra, verja þær frá rándýrum og fá í staðinn sykurríkan úrgang þeirra. Í svarinu á Vísindavefnum segir að faraómaurar séu taldir koma upprunalega úr frumskógum Suður-Asíu. Þeir hafi borist til Evrópu á fyrri hluta 19. aldar. Þeir grafa ekki bú en koma sér fyrir í tómarúmum sem þeir finna, eins og á bakvið innstungur, undir gluggakistum og í veggjum. Vinnumaurarnir eru gulbrúnir og um tveir millimetrar að lengd .Drottningarnar eru um fjórir millimetrar en margar slíkar geta verið í hverju búi. „Faraómaurar mynda stundum gríðarlega stór bú sem geta haft allt að 2000 drottningar og mörg þúsund vinnumaura. Sérstaklega varhugavert er ef faraómaurar hreiðra um sig á spítölum, þar sem þeir geta borið sýkla sem eru hættulegir sjúklingum, til dæmis bakteríur eins og salmonellu og streptókokka. Þeir fundust einmitt á Landspítalanum árið 2014 en var snarlega útrýmt,“ segir í svari Vísindavefsins. Síðasta maurategundin sem talin er hafa náð fótfestu á Íslandi er draugamaur. Ekki er vitað hvaðan þeir koma upprunalega en þeir eru mjög útbreiddir í heiminum. Bú draugamaurs þarfnast mikils raka og eru þau oft byggð á Íslandi undir blómapottum og undir gluggakistum. Vinnumaurarnir eru 1,3 til 1,5 millimetrar að lengd en draugamaurinn er sá minnsti sem fundist hefur hér á landi. Búkur þeirra er gegnsær en höfuðið dökkt. Margar drottningar eru í búum draugamaura og oft þúsundir vinnumaura. Þeir nærast helst á sykraðri fæðu eins og leifum gosdrykkja en veiða einnig önnur skordýr. Dýr Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju svari á Vísindavefnum sem birt var í dag. Þar er sömuleiðis farið nánar yfir þessar maurategundir. Húsamaur kemur frá svæðum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar og finnst hann í Evrópu aðallega í upphituðum húsum og í moltuhaugum. Þeir byggja bú undir gólfum og við lagnir þar sem hitastig er stöðugt og raki mikill. Vinnumaurarnir og drottningar eru um þrír millimetrar að lengd en drottningarnar eru dekkri og oft með vængi. Þær yfirgefa búin og fljúga af stað en vinnumaurarnir yfirgefa búin sjaldan. Húsamaurarnir hafa lítinn brodd á afturbolnum sem þeir nota við veiðar. Þeir nærast aðallega á litlum hryggleysingjum svo sem silfurskottum og mordýrum. Blökkumaurinn er upprunalega frá Evrasíu en hefur breitt úr sér víða um heim. Þeir þola fjölbreytt loftslag en hér á landi eru þeir sagðir byggja bú sín undir hellum og steinum eða í jörð við grunna upphitaðra bygginga. Vinnumaurarnir eru dökkir og þriggja til fimm millimetra langir en drottningar allt að sentímetri. Í hverju búi er einungis ein drottning en erlendis geta verið um sextíu þúsund vinnumaurar í búum. Þeir yrkja stundum blaðlýs í búum þeirra, verja þær frá rándýrum og fá í staðinn sykurríkan úrgang þeirra. Í svarinu á Vísindavefnum segir að faraómaurar séu taldir koma upprunalega úr frumskógum Suður-Asíu. Þeir hafi borist til Evrópu á fyrri hluta 19. aldar. Þeir grafa ekki bú en koma sér fyrir í tómarúmum sem þeir finna, eins og á bakvið innstungur, undir gluggakistum og í veggjum. Vinnumaurarnir eru gulbrúnir og um tveir millimetrar að lengd .Drottningarnar eru um fjórir millimetrar en margar slíkar geta verið í hverju búi. „Faraómaurar mynda stundum gríðarlega stór bú sem geta haft allt að 2000 drottningar og mörg þúsund vinnumaura. Sérstaklega varhugavert er ef faraómaurar hreiðra um sig á spítölum, þar sem þeir geta borið sýkla sem eru hættulegir sjúklingum, til dæmis bakteríur eins og salmonellu og streptókokka. Þeir fundust einmitt á Landspítalanum árið 2014 en var snarlega útrýmt,“ segir í svari Vísindavefsins. Síðasta maurategundin sem talin er hafa náð fótfestu á Íslandi er draugamaur. Ekki er vitað hvaðan þeir koma upprunalega en þeir eru mjög útbreiddir í heiminum. Bú draugamaurs þarfnast mikils raka og eru þau oft byggð á Íslandi undir blómapottum og undir gluggakistum. Vinnumaurarnir eru 1,3 til 1,5 millimetrar að lengd en draugamaurinn er sá minnsti sem fundist hefur hér á landi. Búkur þeirra er gegnsær en höfuðið dökkt. Margar drottningar eru í búum draugamaura og oft þúsundir vinnumaura. Þeir nærast helst á sykraðri fæðu eins og leifum gosdrykkja en veiða einnig önnur skordýr.
Dýr Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira