Sigurmarkið kom eftir rúmlega tuttugu mínútna leik þegar Rodrigo de Paul renndi boltanum í gegnum vörn heimamanna þar sem Angel di Maria fékk boltann og lyfti honum snyrtilega yfir Ederson í marki Brasilíu.
Markið má sjá hér að neðan
Dropped several times last month, Angel Di Maria has put Argentina ahead!pic.twitter.com/YRbQUS2OLJ
— Goal (@goal) July 11, 2021
Leikmenn Brasilíu gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin en það tókst ekki og Argentína fagnaði sigri.
Fögnuður Argentínumanna var ósvikinn í leikslok og ljóst að þetta skipti þá miklu máli, þá sérstaklega Lionel Messi sem hefur unnið fjölda titla með Barcelona en engan með landsliði sínu.