Oftast eru vinsældir af hinu góða, en ekki alltaf Ole Anton Bieltvedt skrifar 12. júlí 2021 11:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur síðustu mánuði verið vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Fylgi manna við hana, hennar vinsældir, hafa náð til allt að 67% landsmanna. En, hvernig má það vera? Fylgi hennar eigin flokks er ekki nema 11,9%, skv. könnun MMR 6. júlí sl., og hafði þá hrapað úr 16,9% í síðustu kosningum, niður í þetta. Nánast þriðjungur fylgisins horfið. Fyllsta ástæða er til að velta því fyrir sér, hvað hér hefur gerzt. Flokkur forsætisráðherra í dúndrandi falli, en forsætisráðherra sjálfur í fínustu málum. Þessu þurfa menn, kjósendur 25. september, að velta fyrir sért. Kannske var svarið og skýringin akkúrat að koma, nú í nýrri skoðanakönnun Maskínu á vegum fréttastofu Sýnar. Niðurstaðan er, að 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknar- manna eru ánægðir með ríkisstjórnina, og þar með, eða sérstaklega, með forsætisráðherrann, á sama tíma og aðeins 29% af stuðningsmönnum hennar eigin flokks eru ánægðir með ríkisstjórnina, og, væntanlega þá um leið, með hana. 71% á móti. Í stjórnmálum myndast vinsældir og óvinsældir ekki aðeins af því, hvaða stefnumálum stjórnmálamenn og flokkar hafa, heldur, öllu fremur, af því, hvaða stefnu þeir fylgja í framkvæmd. Yfirleitt eru stjórnmálamenn sæmilega heilir og sjálfum sér samkvæmir í stjórnaraðstöðu, og njóta þeir þá fulls stuðnings síns flokks og sinna kjósenda. En, í öðrum tilvikum gefa stjórnmálamenn eftir sína eigin stefnu og beygja sig undir vilja og stefnumál annarra manna og flokka, kannske til að komast í ríkisstjórn og ráðherrastóla. Í gegnum valdaaðstöðuna hyggjast þeir svo væntanlega koma sinni stefnu nokkuð að. Sýna lit. Réttlæta alla vega eftirgjöfina með því. Sú staðreynd, að ríkisstjórnin og forsætisráðherra njóta stuðnings 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknarmanna, sýnir auðvitað og sannar, að þessi ríkisstjórn, undir forystu og forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hefur einmitt í öllum megin atriðum fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, á sama hátt og óánægja 71% af stuðningsmönnum Vinstri grænna sýnir, að ríkisstjórnin hefur einmitt ekki fylgt stefnu þess flokks, jafn kaldhæðnislegt og ömurlegt og það er. Hinar miklu vinsældir forsætisráðherra byggjast því augljóslega á fylgi og vinsældum meðal þeirra, sem ættu að vera pólitískir andstæðingar, en urðu, vegna undanlátssemi og stefnusvika forsætisráðherra, að fylgismönnum og samherjum. Fyrir undirrituðum, eru þetta einhverjar hörmulegustu vinsældir sem völ er á. Rétt er að tíunda hér nokkuð þau helztu stefnumál, sem Vinstri grænir þóttust hafa, vorir kosnir út á, og hvernig um þau fór: - Friðun hvala, þá einkum langreyðar, sem engin önnur þjóð í veröldinni leyfir veiðar á. Í stað friðunar, veitti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umfangmestu hvalveiðileyfi, sem sögur fara af; drepa mátti 2.130 dýr á tímabilinu 2019 til 2023. Það var reyndar sjávarútvegsráðherra, sem veitti þetta forkastanlega leyfi, en auðvitað ber forsætisráðherra ábyrgð á gjörðum allra sinna ráðherra, og verður að teljast af og frá, að þessi leyfisveiting hefði farið fram gegn einbeittum vilja forsætisráðherra. - „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu“, eins og segir í stjórnarsáttmála. Vilji til að fylgja stefnu var greinilega til staðar í byrjun, en úr þessu grunnstefnumáli Vinstri grænna varð ekkert. Eftirgjöf og undanlátssemi virðist hér hafa tekið völd. - „Stórfellt átak í loftslagsmálum“. Þetta líka stóra baráttumál VG - kannske það stærsta, sem átti að vera – endaði í niðurstöðu, sem fyrir undirrituðum er nánast lágkúra; 1,4 milljarði skyldi varið til loftslagsverndar á ári í 5 ár. Þessi fjárhæð er innan við 0,2% af ríkisútgjöldunum, og miðað við verga þjóðarframleiðslu 0,07%. Það er langt frá því, að það sé eitthvað stórkostlegt við þessa ráðstöfun, en þessi árangur er einn örfárra, sem VG náði fram, sumir hefðu sagt með lítilli sæmd. - Endurskoða átti lög um vernd, friðun og veiðar villtra dýra. Þetta komst þó inn í stjórnarsáttmálann, en ekki lengra. Í framkvæmdinni datt botninn úr þessu líka. - Stjórnarskrána átti líka að endurskoða, en hér fóru mál á sama veg; forsætisráðherra sat upp i með eitthvert eigið frumvarp, sem lítils eða einskis stuðnings naut. Forsætisráðherra sætti sig við, að öllum þessum málum, sem þó hafði verið samið um, væri ýtt út af borðinu, þegar til kom og á reyndi. Þetta var allt í anda sjálfstæðismanna og Framsóknar, en gegn stefnu Vinstri grænna. Árangurinn liggur nú fyrir; forsætisráðherra nýtur mikill vinsælda með sjálfstæðismanna og Framsóknar, en lítilla meðal eigin flokksmanna. Augljóst er, að ekki eru allar vinsældir af hinu góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur síðustu mánuði verið vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Fylgi manna við hana, hennar vinsældir, hafa náð til allt að 67% landsmanna. En, hvernig má það vera? Fylgi hennar eigin flokks er ekki nema 11,9%, skv. könnun MMR 6. júlí sl., og hafði þá hrapað úr 16,9% í síðustu kosningum, niður í þetta. Nánast þriðjungur fylgisins horfið. Fyllsta ástæða er til að velta því fyrir sér, hvað hér hefur gerzt. Flokkur forsætisráðherra í dúndrandi falli, en forsætisráðherra sjálfur í fínustu málum. Þessu þurfa menn, kjósendur 25. september, að velta fyrir sért. Kannske var svarið og skýringin akkúrat að koma, nú í nýrri skoðanakönnun Maskínu á vegum fréttastofu Sýnar. Niðurstaðan er, að 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknar- manna eru ánægðir með ríkisstjórnina, og þar með, eða sérstaklega, með forsætisráðherrann, á sama tíma og aðeins 29% af stuðningsmönnum hennar eigin flokks eru ánægðir með ríkisstjórnina, og, væntanlega þá um leið, með hana. 71% á móti. Í stjórnmálum myndast vinsældir og óvinsældir ekki aðeins af því, hvaða stefnumálum stjórnmálamenn og flokkar hafa, heldur, öllu fremur, af því, hvaða stefnu þeir fylgja í framkvæmd. Yfirleitt eru stjórnmálamenn sæmilega heilir og sjálfum sér samkvæmir í stjórnaraðstöðu, og njóta þeir þá fulls stuðnings síns flokks og sinna kjósenda. En, í öðrum tilvikum gefa stjórnmálamenn eftir sína eigin stefnu og beygja sig undir vilja og stefnumál annarra manna og flokka, kannske til að komast í ríkisstjórn og ráðherrastóla. Í gegnum valdaaðstöðuna hyggjast þeir svo væntanlega koma sinni stefnu nokkuð að. Sýna lit. Réttlæta alla vega eftirgjöfina með því. Sú staðreynd, að ríkisstjórnin og forsætisráðherra njóta stuðnings 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknarmanna, sýnir auðvitað og sannar, að þessi ríkisstjórn, undir forystu og forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hefur einmitt í öllum megin atriðum fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, á sama hátt og óánægja 71% af stuðningsmönnum Vinstri grænna sýnir, að ríkisstjórnin hefur einmitt ekki fylgt stefnu þess flokks, jafn kaldhæðnislegt og ömurlegt og það er. Hinar miklu vinsældir forsætisráðherra byggjast því augljóslega á fylgi og vinsældum meðal þeirra, sem ættu að vera pólitískir andstæðingar, en urðu, vegna undanlátssemi og stefnusvika forsætisráðherra, að fylgismönnum og samherjum. Fyrir undirrituðum, eru þetta einhverjar hörmulegustu vinsældir sem völ er á. Rétt er að tíunda hér nokkuð þau helztu stefnumál, sem Vinstri grænir þóttust hafa, vorir kosnir út á, og hvernig um þau fór: - Friðun hvala, þá einkum langreyðar, sem engin önnur þjóð í veröldinni leyfir veiðar á. Í stað friðunar, veitti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umfangmestu hvalveiðileyfi, sem sögur fara af; drepa mátti 2.130 dýr á tímabilinu 2019 til 2023. Það var reyndar sjávarútvegsráðherra, sem veitti þetta forkastanlega leyfi, en auðvitað ber forsætisráðherra ábyrgð á gjörðum allra sinna ráðherra, og verður að teljast af og frá, að þessi leyfisveiting hefði farið fram gegn einbeittum vilja forsætisráðherra. - „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu“, eins og segir í stjórnarsáttmála. Vilji til að fylgja stefnu var greinilega til staðar í byrjun, en úr þessu grunnstefnumáli Vinstri grænna varð ekkert. Eftirgjöf og undanlátssemi virðist hér hafa tekið völd. - „Stórfellt átak í loftslagsmálum“. Þetta líka stóra baráttumál VG - kannske það stærsta, sem átti að vera – endaði í niðurstöðu, sem fyrir undirrituðum er nánast lágkúra; 1,4 milljarði skyldi varið til loftslagsverndar á ári í 5 ár. Þessi fjárhæð er innan við 0,2% af ríkisútgjöldunum, og miðað við verga þjóðarframleiðslu 0,07%. Það er langt frá því, að það sé eitthvað stórkostlegt við þessa ráðstöfun, en þessi árangur er einn örfárra, sem VG náði fram, sumir hefðu sagt með lítilli sæmd. - Endurskoða átti lög um vernd, friðun og veiðar villtra dýra. Þetta komst þó inn í stjórnarsáttmálann, en ekki lengra. Í framkvæmdinni datt botninn úr þessu líka. - Stjórnarskrána átti líka að endurskoða, en hér fóru mál á sama veg; forsætisráðherra sat upp i með eitthvert eigið frumvarp, sem lítils eða einskis stuðnings naut. Forsætisráðherra sætti sig við, að öllum þessum málum, sem þó hafði verið samið um, væri ýtt út af borðinu, þegar til kom og á reyndi. Þetta var allt í anda sjálfstæðismanna og Framsóknar, en gegn stefnu Vinstri grænna. Árangurinn liggur nú fyrir; forsætisráðherra nýtur mikill vinsælda með sjálfstæðismanna og Framsóknar, en lítilla meðal eigin flokksmanna. Augljóst er, að ekki eru allar vinsældir af hinu góða.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun