„Það sem við köllum gott svindl“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 11:03 Kennie Chopart fiskaði vítaspyrnu fyrir KR gegn Keflavík. vísir/hulda margrét Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka féll Kennie í vítateig Keflvíkinga í baráttu við Ástbjörn Þórðarson og Einar Ingi dæmdi umsvifalaust víti. Pálmi Rafn Pálmason fór á punktinn en Sindri Kristinn Ólafsson varði spyrnu hans. Réttlætinu var því fullnægt að mati Mána en honum fannst Kennie sækja vítið með leikaraskap. „Þetta er það sem við köllum gott svindl. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum Kennie fiska svona vítaspyrnur, þegar menn koma rétt svo við hann. Hann dýfir sér glæsilega þarna,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni í gær. „Þetta er ekki víti fyrir fimmaur. Þetta er minnsta víti sem við höfum séð á árinu og þá tökum við Raheem Sterling vítið með,“ bætti Máni við og vísaði til vítaspyrnu var dæmd í leik Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM í síðustu viku. Máni segir þó að Ástbjörn hafi ef til vill ekki verið nógu klókur í þessari stöðu. „Auðvitað hefði hann kannski átt að lesa að hann væri að fara í pressu á móti Kennie og hann væri vís til að láta sig detta,“ sagði Máni. Atla Viðari Björnssyni fannst Ástbjörn hafa verið full klaufalegur í varnarleik sínum. „Mér finnst að Ástbjörn eigi að passa sig á því einu að rekast ekki í Kennie því hann er að hlaupa burt frá markinu, út úr teignum. Hann má ekki narta í hælana á honum þarna. Lítil brot geta líka verið víti,“ sagði Atli Viðar. Vítaklúður Pálma kom ekki að sök fyrir KR-inga sem unnu leikinn, 1-0. Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins með skoti í slá og inn á 7. mínútu. Umræðuna um vítið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Keflavík ÍF Tengdar fréttir Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka féll Kennie í vítateig Keflvíkinga í baráttu við Ástbjörn Þórðarson og Einar Ingi dæmdi umsvifalaust víti. Pálmi Rafn Pálmason fór á punktinn en Sindri Kristinn Ólafsson varði spyrnu hans. Réttlætinu var því fullnægt að mati Mána en honum fannst Kennie sækja vítið með leikaraskap. „Þetta er það sem við köllum gott svindl. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum Kennie fiska svona vítaspyrnur, þegar menn koma rétt svo við hann. Hann dýfir sér glæsilega þarna,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni í gær. „Þetta er ekki víti fyrir fimmaur. Þetta er minnsta víti sem við höfum séð á árinu og þá tökum við Raheem Sterling vítið með,“ bætti Máni við og vísaði til vítaspyrnu var dæmd í leik Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM í síðustu viku. Máni segir þó að Ástbjörn hafi ef til vill ekki verið nógu klókur í þessari stöðu. „Auðvitað hefði hann kannski átt að lesa að hann væri að fara í pressu á móti Kennie og hann væri vís til að láta sig detta,“ sagði Máni. Atla Viðari Björnssyni fannst Ástbjörn hafa verið full klaufalegur í varnarleik sínum. „Mér finnst að Ástbjörn eigi að passa sig á því einu að rekast ekki í Kennie því hann er að hlaupa burt frá markinu, út úr teignum. Hann má ekki narta í hælana á honum þarna. Lítil brot geta líka verið víti,“ sagði Atli Viðar. Vítaklúður Pálma kom ekki að sök fyrir KR-inga sem unnu leikinn, 1-0. Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins með skoti í slá og inn á 7. mínútu. Umræðuna um vítið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Keflavík ÍF Tengdar fréttir Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12