Tók tvo markaskorara af EM með til Íslands eftir vonbrigðin gegn Val Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 12:30 Mario Gavranovic jafnar hér metin gegn heimsmeisturum Frakka sem Svisslendingar slógu út í 16-liða úrslitum á EM. Gavranovic er nú mættur til Íslands. EPA/Marko Djurica Tveir markaskorarar af EM, og alls sex leikmenn sem spiluðu á mótinu, eru tilbúnir að mæta Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld, með liði Dinamo Zagreb, enda afar mikið í húfi fyrir bæði lið. Um er að ræða seinni leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn virtust hafa fengið nær óvinnandi verkefni þegar þeir drógust gegn króatíska stórveldinu Dinamo Zagreb, sem er í þriðja sæti yfir félög sem ólu upp flesta af þeim leikmönnum sem fóru á nýafstaðið Evrópumót landsliða. Valur náði hins vegar að skora tvö mörk í lokin á fyrri leik liðanna í Króatíu fyrir viku síðan og staðan í einvíginu er því 3-2. Reglan um útivallamörk gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo að ef að Valsmenn ná þeim magnaða árangri að vinna eins marks sigur í kvöld þá tekur við framlenging og hugsanlega vítaspyrnukeppni. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:45 og leikurinn sjálfur klukkan 20. Króatíski landsliðsmaðurinn Mislav Orsic fagnar eftir að hafa fullkomnað þrennu sína fyrir Dinamo Zagreb þegar liðið sló Tottenham út úr Evrópudeildinni.Getty/Jurij Kodrun Í hugum Króata yrði það ekkert annað en hneyksli ef Dinamo Zagreb félli úr keppni í kvöld, fjórum mánuðum eftir að liðið sló Tottenham út í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Mislav Orsic, sem skoraði þrennu framhjá Hugo Lloris í marki Tottenham, er einn af þeim sem kallaðir hafa verið inn í hópinn hjá Dinamo eftir óvæntu úrslitin í fyrri leiknum gegn Val. Landsliðsmarkvörður Króata fékk lengra frí Til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis í kvöld hefur Damir Krznar, þjálfari Dinamo, kallað nær allar sínar helstu stjörnur heim úr örstuttu sumarfríi eftir EM. Dinamo átti sjö fulltrúa sem spiluðu á mótinu og aðeins einn þeirra, Dominik Livakovic sem er landsliðsmarkvörður Króatíu, fær enn að vera í fríi, samkvæmt króatískum miðlum. Hér má sjá frá æfingu Dinamo á Hlíðarenda í gær: Í fyrri leiknum gegn Val var Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi, fyrirliði Dinamo, eini EM-farinn sem spilaði. Hann lék alla þrjá leiki Norður-Makedóníu á EM og skoraði svo tvö markanna gegn Val í síðustu viku. Skoruðu fyrir Sviss og Króatíu á EM Nú bætast fimm EM-farar við. Svisslendingurinn Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga gegn Frökkum í 16-liða úrslitum, er þar á meðal. Gavranovic skoraði einnig í vítaspyrnukeppnunum gegn Frökkum og svo Spánverjum í 8-liða úrslitum. Orsic, Bruno Petkovic og Luka Ivanusec léku svo allir með hinu sterka landsliði Króatíu á EM. Orsic skoraði gegn Spáni í 16-liða úrslitunum en Petkovic var markahæstur Króata í undankeppni EM með fjögur mörk. Ivanusec, sem er 22 ára miðjumaður, lék á tveimur Evrópumótum í sumar því hann var einnig á EM U21-landsliða þar sem hann skoraði tvö mörk. Sjötti EM-farinn sem ferðaðist með Dinamo til Íslands er svo Stefan Ristovski, 29 ára varnarmaður, sem lék allar mínútur Norður-Makedóníu á EM. Hann var reyndar í leikmannahópnum gegn Val í síðustu viku en kom ekkert við sögu, og hugsanlegt er að Krznar freisti þess að spara EM-kappana sína eins og hægt er. Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Um er að ræða seinni leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn virtust hafa fengið nær óvinnandi verkefni þegar þeir drógust gegn króatíska stórveldinu Dinamo Zagreb, sem er í þriðja sæti yfir félög sem ólu upp flesta af þeim leikmönnum sem fóru á nýafstaðið Evrópumót landsliða. Valur náði hins vegar að skora tvö mörk í lokin á fyrri leik liðanna í Króatíu fyrir viku síðan og staðan í einvíginu er því 3-2. Reglan um útivallamörk gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo að ef að Valsmenn ná þeim magnaða árangri að vinna eins marks sigur í kvöld þá tekur við framlenging og hugsanlega vítaspyrnukeppni. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:45 og leikurinn sjálfur klukkan 20. Króatíski landsliðsmaðurinn Mislav Orsic fagnar eftir að hafa fullkomnað þrennu sína fyrir Dinamo Zagreb þegar liðið sló Tottenham út úr Evrópudeildinni.Getty/Jurij Kodrun Í hugum Króata yrði það ekkert annað en hneyksli ef Dinamo Zagreb félli úr keppni í kvöld, fjórum mánuðum eftir að liðið sló Tottenham út í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Mislav Orsic, sem skoraði þrennu framhjá Hugo Lloris í marki Tottenham, er einn af þeim sem kallaðir hafa verið inn í hópinn hjá Dinamo eftir óvæntu úrslitin í fyrri leiknum gegn Val. Landsliðsmarkvörður Króata fékk lengra frí Til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis í kvöld hefur Damir Krznar, þjálfari Dinamo, kallað nær allar sínar helstu stjörnur heim úr örstuttu sumarfríi eftir EM. Dinamo átti sjö fulltrúa sem spiluðu á mótinu og aðeins einn þeirra, Dominik Livakovic sem er landsliðsmarkvörður Króatíu, fær enn að vera í fríi, samkvæmt króatískum miðlum. Hér má sjá frá æfingu Dinamo á Hlíðarenda í gær: Í fyrri leiknum gegn Val var Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi, fyrirliði Dinamo, eini EM-farinn sem spilaði. Hann lék alla þrjá leiki Norður-Makedóníu á EM og skoraði svo tvö markanna gegn Val í síðustu viku. Skoruðu fyrir Sviss og Króatíu á EM Nú bætast fimm EM-farar við. Svisslendingurinn Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga gegn Frökkum í 16-liða úrslitum, er þar á meðal. Gavranovic skoraði einnig í vítaspyrnukeppnunum gegn Frökkum og svo Spánverjum í 8-liða úrslitum. Orsic, Bruno Petkovic og Luka Ivanusec léku svo allir með hinu sterka landsliði Króatíu á EM. Orsic skoraði gegn Spáni í 16-liða úrslitunum en Petkovic var markahæstur Króata í undankeppni EM með fjögur mörk. Ivanusec, sem er 22 ára miðjumaður, lék á tveimur Evrópumótum í sumar því hann var einnig á EM U21-landsliða þar sem hann skoraði tvö mörk. Sjötti EM-farinn sem ferðaðist með Dinamo til Íslands er svo Stefan Ristovski, 29 ára varnarmaður, sem lék allar mínútur Norður-Makedóníu á EM. Hann var reyndar í leikmannahópnum gegn Val í síðustu viku en kom ekkert við sögu, og hugsanlegt er að Krznar freisti þess að spara EM-kappana sína eins og hægt er.
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti