Fjölbreytt atvinnulíf gerir samfélög betri Jódís Skúladóttir skrifar 13. júlí 2021 15:30 Fjölbreytt atvinnulíf hefur alltaf verið eitt af stefnumálum Vinstri grænna. Við höfum talað gegn því að setja öll eggin í sömu körfuna. Ég trúi því að í hinum dreifðu og stundum brothættu byggðum sé forsenda uppbyggingar alltaf sú að innviðir séu með þeim hætti að fólk vilji búa á staðnum. Til þess að svo megi verða þarf gott aðgengi að allri þjónustu s.s. menntun á öllum skólastigum, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og menningu. Fólk er í eðli sínu skapandi og með því að tryggja íbúum öryggi og stuðning sköpum við líka frjóan jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf sem er byggt upp á sjálfbærri nýtingu auðlinda þjóðarinnar hvort sem er í landbúnaði, sjávarútvegi eða ferðaþjónustu. Þá sjáum við aukningu í nýsköpun og rannsóknum, menningu og listum og svo þau fjölmörgu og fjölbreyttu störf sem felast í þjónustu við mannlegt samfélag. Það sem við gerum fyrir nærsamfélagið skilar sér margfalt til baka. Árið 1911 risu fyrstu síldarverksmiðjurnar á Siglufirði, uppgangurinn var gríðarlegur og fór verðmæti síldarafurða upp í 35% af heildarútflutningstekjum Íslendinga þegar best lét. En svipull er sjávarafli og um 1969 hvarf síldarstofninn vegna offveiða. Afleiðingarnar urðu áfall í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar sem tók langan tíma að vinda ofan af. Þetta höfum við svo séð gerast aftur og aftur í íslensku atvinnulífi. Síldin, loðnan, þorskurinn. En það er ekki bara sjávarútvegurinn og viðkvæmt samspil nýtingar og stöðu fiskistofna sem hafa reynst atvinnulífinu snúinn. Ferðaþjónustan var orðin mjög umsvifamikil fyrir heimsfaraldur og tímabundið hrun í þeim geira hefur haft miklar og þungar afleiðingar fyrir fyrirtæki um land allt. Þó að það horfi nú til betri vegar var skellurinn fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein áminning um nauðsyn þess að atvinnulífið byggi á fjölbreyttum stoðum. Því megum við aldrei gleyma. VG hefur lagt á það áherslu að fjölbreytt atvinnulíf geti þrifist um allt land í sátt við náttúru og umhverfi. Við viljum tryggja að í hinum dreifðu byggðum séu til staðar þær forsendur sem þarf fyrir atvinnusköpun. Innviðir og stuðningskerfi eiga að tryggja öllum jöfn tækifæri til atvinnusköpunar. Þannig hafa lög um jöfnun flutningskostnaðar falið í sér mikilvægan stuðning við framleiðendur, ekki síður en við verslun og neytendur á landsbyggðinni, þó að vissulega þurfi að ganga mun lengra. Við þurfum jöfuð óháð búsetu. Þetta eru ekki orði tóm eins og aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sanna. Öflugar styrkveitingar til verkefna í matvælaframleiðslu í gegnum matvælasjóð. Stórsókn í nýsköpun, eða 73% aukning á kjörtímabilinu. Ábyrgur og stöðugur stuðningur við ferðaþjónustuna t.d í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða. Afkomutengd veiðigjöld með 33% hlutfalli af hagnaði af veiðum. Svona mætti lengi telja en stóra málið er að með VG í forystu tryggjum við að unnið sé af heilindum að fjölbreyttu atvinnulífi með það að markmiði að byggja upp gott og fjölbreytt samfélag um land allt. Við höfum gert vel og við ætlum að gera enn betur. Höfundur er lögfræðingur, sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og skipar þriðja sæti á framboðslista VG í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölbreytt atvinnulíf hefur alltaf verið eitt af stefnumálum Vinstri grænna. Við höfum talað gegn því að setja öll eggin í sömu körfuna. Ég trúi því að í hinum dreifðu og stundum brothættu byggðum sé forsenda uppbyggingar alltaf sú að innviðir séu með þeim hætti að fólk vilji búa á staðnum. Til þess að svo megi verða þarf gott aðgengi að allri þjónustu s.s. menntun á öllum skólastigum, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og menningu. Fólk er í eðli sínu skapandi og með því að tryggja íbúum öryggi og stuðning sköpum við líka frjóan jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf sem er byggt upp á sjálfbærri nýtingu auðlinda þjóðarinnar hvort sem er í landbúnaði, sjávarútvegi eða ferðaþjónustu. Þá sjáum við aukningu í nýsköpun og rannsóknum, menningu og listum og svo þau fjölmörgu og fjölbreyttu störf sem felast í þjónustu við mannlegt samfélag. Það sem við gerum fyrir nærsamfélagið skilar sér margfalt til baka. Árið 1911 risu fyrstu síldarverksmiðjurnar á Siglufirði, uppgangurinn var gríðarlegur og fór verðmæti síldarafurða upp í 35% af heildarútflutningstekjum Íslendinga þegar best lét. En svipull er sjávarafli og um 1969 hvarf síldarstofninn vegna offveiða. Afleiðingarnar urðu áfall í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar sem tók langan tíma að vinda ofan af. Þetta höfum við svo séð gerast aftur og aftur í íslensku atvinnulífi. Síldin, loðnan, þorskurinn. En það er ekki bara sjávarútvegurinn og viðkvæmt samspil nýtingar og stöðu fiskistofna sem hafa reynst atvinnulífinu snúinn. Ferðaþjónustan var orðin mjög umsvifamikil fyrir heimsfaraldur og tímabundið hrun í þeim geira hefur haft miklar og þungar afleiðingar fyrir fyrirtæki um land allt. Þó að það horfi nú til betri vegar var skellurinn fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein áminning um nauðsyn þess að atvinnulífið byggi á fjölbreyttum stoðum. Því megum við aldrei gleyma. VG hefur lagt á það áherslu að fjölbreytt atvinnulíf geti þrifist um allt land í sátt við náttúru og umhverfi. Við viljum tryggja að í hinum dreifðu byggðum séu til staðar þær forsendur sem þarf fyrir atvinnusköpun. Innviðir og stuðningskerfi eiga að tryggja öllum jöfn tækifæri til atvinnusköpunar. Þannig hafa lög um jöfnun flutningskostnaðar falið í sér mikilvægan stuðning við framleiðendur, ekki síður en við verslun og neytendur á landsbyggðinni, þó að vissulega þurfi að ganga mun lengra. Við þurfum jöfuð óháð búsetu. Þetta eru ekki orði tóm eins og aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sanna. Öflugar styrkveitingar til verkefna í matvælaframleiðslu í gegnum matvælasjóð. Stórsókn í nýsköpun, eða 73% aukning á kjörtímabilinu. Ábyrgur og stöðugur stuðningur við ferðaþjónustuna t.d í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða. Afkomutengd veiðigjöld með 33% hlutfalli af hagnaði af veiðum. Svona mætti lengi telja en stóra málið er að með VG í forystu tryggjum við að unnið sé af heilindum að fjölbreyttu atvinnulífi með það að markmiði að byggja upp gott og fjölbreytt samfélag um land allt. Við höfum gert vel og við ætlum að gera enn betur. Höfundur er lögfræðingur, sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og skipar þriðja sæti á framboðslista VG í Norðausturkjördæmi
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun