Guðbjörg fékk ekki leikskólapláss og yfirgefur Noreg Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 11:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mia Jalkerud með börnin sín á leiðinni til Noregs í janúar. Dvölin í Noregi verður styttri en til stóð því fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar á sunnudaginn. Instagram/@guggag Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Arna-Bjørnar. Ástæðan er álag heima fyrir en Guðbjörg fékk til að mynda ekki leikskólapláss fyrir eins árs gamla tvíbura sína. Þær Guðbjörg og Mia Jalkerud fluttu með tvíburana sína frá Svíþjóð til Noregs í byrjun árs og gengu í raðir Arna-Björnar. Það gerðu þær meðal annars gegn loforði um leikskólapláss sem ekki hafa enn fengist. Skömmu eftir að þær fluttu til Noregs skipti félagið um þjálfara og íþróttastjóra, og mennirnir sem höfðu verið svo hjálpsamir og lofað öllu fögru voru því á bak og burtu. Kórónuveirufaraldurinn hefur svo torveldað lífið á nýjum stað mikið og fjölskyldan ekki getað notið stuðnings sinna nánustu, eins og til stóð, vegna ferðatakmarkana. Af þessum sökum segir Guðbjörg að þær Mia hafi til að mynda ekki getað farið báðar með liði sínu í útileiki, sem krefjist þess að þær séu í burtu yfir nótt. På lördag blir det sista matchen för mig i Arna-Bjørnar. Tack så mycket för den här tiden Takk fyrir mig Arna-Bjørnar pic.twitter.com/L3UbeHWvNt— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) July 14, 2021 Hafa bara fryst mig Guðbjörg hefur ekkert spilað síðan í maí eftir að þær Mia greindu forráðamönnum Arna-Björnar frá því að þær vildu rifta samningum sínum: „Þeir hafa bara hálfpartinn notað mig sem markmannsþjálfara síðan ég sagðist ætla að hætta,“ segir hin 36 ára gamla Guðbjörg, sem á að baki 64 leiki í marki A-landsliðs Íslands. „Þetta er leiðinlegt því mér finnst ég líkamlega í mjög góðu formi. Frá því að við sögðum frá okkar ákvörðun þá hafa þeir bara fryst mig, og mér finnst það auðvitað mjög leiðinlegt. Ég hef ekki spilað mínútu síðan ég sagðist þurfa að hætta, en ég get alveg skilið það að þeir vilji þá frekar láta annan markvörð spila sem mun þá klára tímabilið. Svona er fótboltinn bara,“ segir Guðbjörg við Vísi. Þegar hún samdi við Arna-Björnar leist henni frábærlega á allt hjá félaginu en nú hlakkar hún mikið til þess að snúa aftur til Svíþjóðar. Flytja aftur til Stokkhólms og nokkrir möguleikar í boði Fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar, þaðan sem Mia er, í íbúð sína í Stokkhólmi á sunnudaginn. Þar léku þær Guðbjörg og Mia með Djurgården um árabil. Guðbjörg virðist ekki á þeim buxunum að leggja markmannshanskana á hilluna og mjög líklegt er að hún spili í Svíþjóð, þó að hún útiloki svo sem ekki að koma til Íslands. „Umboðsmaðurinn er strax með nokkra möguleika í stöðunni en við ætlum fyrst og fremst að koma okkur heim á sunnudaginn, og í smá ró og rútínu. Ég ætla að taka mér nokkrar vikur og sjá hvað er það besta í stöðunni. Ég get samt lofað að það verður ekki eitthvað tryllt ævintýri, án allra tengslaneta aftur. Það bara gengur ekki, ef við ætlum báðar að spila.“ Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Þær Guðbjörg og Mia Jalkerud fluttu með tvíburana sína frá Svíþjóð til Noregs í byrjun árs og gengu í raðir Arna-Björnar. Það gerðu þær meðal annars gegn loforði um leikskólapláss sem ekki hafa enn fengist. Skömmu eftir að þær fluttu til Noregs skipti félagið um þjálfara og íþróttastjóra, og mennirnir sem höfðu verið svo hjálpsamir og lofað öllu fögru voru því á bak og burtu. Kórónuveirufaraldurinn hefur svo torveldað lífið á nýjum stað mikið og fjölskyldan ekki getað notið stuðnings sinna nánustu, eins og til stóð, vegna ferðatakmarkana. Af þessum sökum segir Guðbjörg að þær Mia hafi til að mynda ekki getað farið báðar með liði sínu í útileiki, sem krefjist þess að þær séu í burtu yfir nótt. På lördag blir det sista matchen för mig i Arna-Bjørnar. Tack så mycket för den här tiden Takk fyrir mig Arna-Bjørnar pic.twitter.com/L3UbeHWvNt— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) July 14, 2021 Hafa bara fryst mig Guðbjörg hefur ekkert spilað síðan í maí eftir að þær Mia greindu forráðamönnum Arna-Björnar frá því að þær vildu rifta samningum sínum: „Þeir hafa bara hálfpartinn notað mig sem markmannsþjálfara síðan ég sagðist ætla að hætta,“ segir hin 36 ára gamla Guðbjörg, sem á að baki 64 leiki í marki A-landsliðs Íslands. „Þetta er leiðinlegt því mér finnst ég líkamlega í mjög góðu formi. Frá því að við sögðum frá okkar ákvörðun þá hafa þeir bara fryst mig, og mér finnst það auðvitað mjög leiðinlegt. Ég hef ekki spilað mínútu síðan ég sagðist þurfa að hætta, en ég get alveg skilið það að þeir vilji þá frekar láta annan markvörð spila sem mun þá klára tímabilið. Svona er fótboltinn bara,“ segir Guðbjörg við Vísi. Þegar hún samdi við Arna-Björnar leist henni frábærlega á allt hjá félaginu en nú hlakkar hún mikið til þess að snúa aftur til Svíþjóðar. Flytja aftur til Stokkhólms og nokkrir möguleikar í boði Fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar, þaðan sem Mia er, í íbúð sína í Stokkhólmi á sunnudaginn. Þar léku þær Guðbjörg og Mia með Djurgården um árabil. Guðbjörg virðist ekki á þeim buxunum að leggja markmannshanskana á hilluna og mjög líklegt er að hún spili í Svíþjóð, þó að hún útiloki svo sem ekki að koma til Íslands. „Umboðsmaðurinn er strax með nokkra möguleika í stöðunni en við ætlum fyrst og fremst að koma okkur heim á sunnudaginn, og í smá ró og rútínu. Ég ætla að taka mér nokkrar vikur og sjá hvað er það besta í stöðunni. Ég get samt lofað að það verður ekki eitthvað tryllt ævintýri, án allra tengslaneta aftur. Það bara gengur ekki, ef við ætlum báðar að spila.“
Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira