Lego-byssa veldur mikilli reiði vestanhafs Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 11:14 Block19 er breytt Glock19. Culper Precision Bandarískt fyrirtæki sem framleiðir byssur hefur valdið mikilli reiði vestanhafs og víðar með því að framleiða byssu sem lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum. Byssan er í raun af gerðinni Glock19 en starfsmenn Culper Precision hafa gert miklar breytingar á henni svo hún lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum. Byssan er kölluð Block19 Culper Precision opinberaði byssuna í síðasta mánuði. Í Facebookfærslu um byssuna segir að þarna sé æskudraumur orðinn raunverulegur. Fjölmiðlar hafa fjallað um byssuna og forsvarsmenn aðgerðahópa gegn skotvopnum í Bandaríkjunum hafa fordæmt hana harðlega. Þá hafa forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lego sent bréf til Culper Precision og krafist þess að framleiðslu Block19 verði hætt hið snarasta. Eins og segir í frétt Washington Post, skjóta þúsundir barna sig og önnur börn til bana fyrir mistök á ári hverju. Slíkum slysaskotum hefur farið fjölgandi, samhliða mikilli aukningu í sölu skotvopna í Bandaríkjunum. Shannon Watts, sem leiðir samtökin „Mæður krefjast aðgerða“ deildi mynd af byssunni í síðustu viku og sagði ljóst að börn myndu deyja vegna hennar. Review of the product from a commenter on the Firearm Blog: "This, if real, is the most irresponsible gun modification I have seen in a long time. Perfect fodder for the 'Everytown for Gun Safety' people. Not a help." https://t.co/T36lzybfhW— Shannon Watts (@shannonrwatts) July 8, 2021 Áhugamenn um byssur í Bandaríkjunum virðast ekki sammála um það hve sniðug hugmynd Block19 er. Hve sniðugt það sé að láta skotvopn líta út fyrir að vera leikfang. Þó er ljóst að breytingarnar eru löglegar í allflestum ríkjum Bandaríkjanna. Forsvarsmenn Culper Precision birtu í gær yfirlýsingu á Facebook þar sem þeir virðast sjálfir reiðir yfir reiðinni í þeirra garð. Þeir segjast hafa gert Block19 til að opna á umræðu um það þá gleði sem skotfimi og æfingar valdi. Í yfirlýsingunni segir að starfsemi fyrirtækisins snúist um það að aðlaga byssur að persónuleikum eigenda þeirra og fólk hafi rétt á því að breyta byssum sínum eins og það vilji. Þá segir að ekkert megi gera í skotvopnaframleiðslu án þess að fólk noti það til að segja að byssur sé slæmar. „Við erum þreytt á því að síðustu 30 til 40 ár hafi verið grafið hægt undan réttindum okkar í ótta við hvað öðrum sem hata okkur finnst um stjórnarskrárvarinn rétt okkar,“ segir í yfirlýsingunni. „Í stað þess að lifa í ótta við raddir á samfélagsmiðlum ákváðum við að gefa út Block19 til að sýna fram á að það sé í lagi að eiga byssu og ekki vera klæddur í taktískar buxur á hverjum degi og það að skjóta úr byssum á ábyrgan hátt er mjög gaman.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotíþróttir Skotveiði Skotvopn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Byssan er í raun af gerðinni Glock19 en starfsmenn Culper Precision hafa gert miklar breytingar á henni svo hún lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum. Byssan er kölluð Block19 Culper Precision opinberaði byssuna í síðasta mánuði. Í Facebookfærslu um byssuna segir að þarna sé æskudraumur orðinn raunverulegur. Fjölmiðlar hafa fjallað um byssuna og forsvarsmenn aðgerðahópa gegn skotvopnum í Bandaríkjunum hafa fordæmt hana harðlega. Þá hafa forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lego sent bréf til Culper Precision og krafist þess að framleiðslu Block19 verði hætt hið snarasta. Eins og segir í frétt Washington Post, skjóta þúsundir barna sig og önnur börn til bana fyrir mistök á ári hverju. Slíkum slysaskotum hefur farið fjölgandi, samhliða mikilli aukningu í sölu skotvopna í Bandaríkjunum. Shannon Watts, sem leiðir samtökin „Mæður krefjast aðgerða“ deildi mynd af byssunni í síðustu viku og sagði ljóst að börn myndu deyja vegna hennar. Review of the product from a commenter on the Firearm Blog: "This, if real, is the most irresponsible gun modification I have seen in a long time. Perfect fodder for the 'Everytown for Gun Safety' people. Not a help." https://t.co/T36lzybfhW— Shannon Watts (@shannonrwatts) July 8, 2021 Áhugamenn um byssur í Bandaríkjunum virðast ekki sammála um það hve sniðug hugmynd Block19 er. Hve sniðugt það sé að láta skotvopn líta út fyrir að vera leikfang. Þó er ljóst að breytingarnar eru löglegar í allflestum ríkjum Bandaríkjanna. Forsvarsmenn Culper Precision birtu í gær yfirlýsingu á Facebook þar sem þeir virðast sjálfir reiðir yfir reiðinni í þeirra garð. Þeir segjast hafa gert Block19 til að opna á umræðu um það þá gleði sem skotfimi og æfingar valdi. Í yfirlýsingunni segir að starfsemi fyrirtækisins snúist um það að aðlaga byssur að persónuleikum eigenda þeirra og fólk hafi rétt á því að breyta byssum sínum eins og það vilji. Þá segir að ekkert megi gera í skotvopnaframleiðslu án þess að fólk noti það til að segja að byssur sé slæmar. „Við erum þreytt á því að síðustu 30 til 40 ár hafi verið grafið hægt undan réttindum okkar í ótta við hvað öðrum sem hata okkur finnst um stjórnarskrárvarinn rétt okkar,“ segir í yfirlýsingunni. „Í stað þess að lifa í ótta við raddir á samfélagsmiðlum ákváðum við að gefa út Block19 til að sýna fram á að það sé í lagi að eiga byssu og ekki vera klæddur í taktískar buxur á hverjum degi og það að skjóta úr byssum á ábyrgan hátt er mjög gaman.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotíþróttir Skotveiði Skotvopn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent