Ökumenn bifreiða kunna að vera ábyrgir fyrir tjóni af völdum rafskúta Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. júlí 2021 18:51 Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, ræddi um tryggingar og rafskútur í Reykjavík síðdegis í dag. Bylgjan Ökumenn bifreiða geta þurft að bera ábyrgð á tjóni sem þeir verða fyrir af völdum rafskúta. Þetta kann þó að vera mörgum óskiljanlegt, þar sem rafskútur eru ekki leyfðar á götum. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Dæmi er um slys sem varð út frá því að ökumaður kyrrstæðrar bifreiðar opnaði dyr á einstakling sem kom á fullri ferð á rafskútu. Þegar farið var með málið í tryggingarnar var niðurstaðan sú að ökumaður bifreiðarinnar reyndist ábyrgur fyrir slysinu, þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið kyrrstæð. Sigrún segir þessi slys metin út frá aðstæðum að hverju sinni. Hún segir þó að þrátt fyrir að rafskútur séu ekki leyfðar á götum, vegi skylda ökumanns til að kanna aðstæður áður en bílhurð er opnuð gjarnan þyngra í svona tilfellum. „Í raun og veru eru ökutæki miklu hættulegri farartæki heldur en þessir minni fararskjótar og því ábyrgðin í raun ríkari hjá ökumönnum en hjólreiðamönnum,“ segir Sigrún. „Það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu“ Í umferðarreglunum falla rafskútur enn undir sama flokk og reiðhjól. „Þó svo að umferðarlögin hafi verið yfirfarin árið 2019, þá var fjöldinn af rafskútum þá ekkert orðinn eins og hann er í dag. Þetta er að gerast svo hratt að það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu.“ Leigubílstjórar hafa lýst yfir óánægju með þennan nýja fararmáta. Þeir segja færri nýta sé þjónustu leigubíla nú og stuttar ferðir heyri sögunni til. Þá segja þeir einnig mikið tjón vera á ökutækjum af völdum rafskúta, sökum þess að notendur eru oftar en ekki undir áhrifum áfengis, sérstaklega um helgar. Upp hefur komið sú hugmynd að banna rafskútur á ákveðnum tímum. Noregur hefur til dæmis nýverið ákveðið að banna rafskútur um helgar frá klukkan ellefu á kvöldin til klukkan fimm á morgnana. „Það er eitthvað sem hægt væri að gera hér. Alveg eins og það er bannað að fara á rafskútum út fyrir ákveðið svæði, þá er hægt að banna notkunina á ákveðnum tíma og eins líka bara hægt að hægja á rafskútunum þegar það eru hættuleg svæði,“ segir Sigrún. Ungur aldur áhyggjuefni Hún segir fæst slys sem hafa orðið á rafskútum vera alvarleg, en hefur þó áhyggjur af ungum aldri þeirra sem aka um á rafskútum. „Síðasta sumar var yngsti einstaklingurinn átta ára sem fór á slysadeild vegna slyss og við erum að sjá miklu fleiri krakka á aldrinum níu til tíu ára sem eru að slasast heldur en fjórtán til fimmtán ára. Þannig það er eitthvað sem maður myndi vilja sjá, að foreldrar væru svolítið að huga að því hvort barnið þeirra sé með þroska til þess að vera á rafhlaupahjóli sem fer á 25 kílómetra hraða.“ Hér má hlusta á viðtalið við Sigrúnu í heild sinni. Samgöngur Reykjavík síðdegis Tryggingar Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Dæmi er um slys sem varð út frá því að ökumaður kyrrstæðrar bifreiðar opnaði dyr á einstakling sem kom á fullri ferð á rafskútu. Þegar farið var með málið í tryggingarnar var niðurstaðan sú að ökumaður bifreiðarinnar reyndist ábyrgur fyrir slysinu, þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið kyrrstæð. Sigrún segir þessi slys metin út frá aðstæðum að hverju sinni. Hún segir þó að þrátt fyrir að rafskútur séu ekki leyfðar á götum, vegi skylda ökumanns til að kanna aðstæður áður en bílhurð er opnuð gjarnan þyngra í svona tilfellum. „Í raun og veru eru ökutæki miklu hættulegri farartæki heldur en þessir minni fararskjótar og því ábyrgðin í raun ríkari hjá ökumönnum en hjólreiðamönnum,“ segir Sigrún. „Það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu“ Í umferðarreglunum falla rafskútur enn undir sama flokk og reiðhjól. „Þó svo að umferðarlögin hafi verið yfirfarin árið 2019, þá var fjöldinn af rafskútum þá ekkert orðinn eins og hann er í dag. Þetta er að gerast svo hratt að það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu.“ Leigubílstjórar hafa lýst yfir óánægju með þennan nýja fararmáta. Þeir segja færri nýta sé þjónustu leigubíla nú og stuttar ferðir heyri sögunni til. Þá segja þeir einnig mikið tjón vera á ökutækjum af völdum rafskúta, sökum þess að notendur eru oftar en ekki undir áhrifum áfengis, sérstaklega um helgar. Upp hefur komið sú hugmynd að banna rafskútur á ákveðnum tímum. Noregur hefur til dæmis nýverið ákveðið að banna rafskútur um helgar frá klukkan ellefu á kvöldin til klukkan fimm á morgnana. „Það er eitthvað sem hægt væri að gera hér. Alveg eins og það er bannað að fara á rafskútum út fyrir ákveðið svæði, þá er hægt að banna notkunina á ákveðnum tíma og eins líka bara hægt að hægja á rafskútunum þegar það eru hættuleg svæði,“ segir Sigrún. Ungur aldur áhyggjuefni Hún segir fæst slys sem hafa orðið á rafskútum vera alvarleg, en hefur þó áhyggjur af ungum aldri þeirra sem aka um á rafskútum. „Síðasta sumar var yngsti einstaklingurinn átta ára sem fór á slysadeild vegna slyss og við erum að sjá miklu fleiri krakka á aldrinum níu til tíu ára sem eru að slasast heldur en fjórtán til fimmtán ára. Þannig það er eitthvað sem maður myndi vilja sjá, að foreldrar væru svolítið að huga að því hvort barnið þeirra sé með þroska til þess að vera á rafhlaupahjóli sem fer á 25 kílómetra hraða.“ Hér má hlusta á viðtalið við Sigrúnu í heild sinni.
Samgöngur Reykjavík síðdegis Tryggingar Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00
Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46