Ökumenn bifreiða kunna að vera ábyrgir fyrir tjóni af völdum rafskúta Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. júlí 2021 18:51 Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, ræddi um tryggingar og rafskútur í Reykjavík síðdegis í dag. Bylgjan Ökumenn bifreiða geta þurft að bera ábyrgð á tjóni sem þeir verða fyrir af völdum rafskúta. Þetta kann þó að vera mörgum óskiljanlegt, þar sem rafskútur eru ekki leyfðar á götum. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Dæmi er um slys sem varð út frá því að ökumaður kyrrstæðrar bifreiðar opnaði dyr á einstakling sem kom á fullri ferð á rafskútu. Þegar farið var með málið í tryggingarnar var niðurstaðan sú að ökumaður bifreiðarinnar reyndist ábyrgur fyrir slysinu, þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið kyrrstæð. Sigrún segir þessi slys metin út frá aðstæðum að hverju sinni. Hún segir þó að þrátt fyrir að rafskútur séu ekki leyfðar á götum, vegi skylda ökumanns til að kanna aðstæður áður en bílhurð er opnuð gjarnan þyngra í svona tilfellum. „Í raun og veru eru ökutæki miklu hættulegri farartæki heldur en þessir minni fararskjótar og því ábyrgðin í raun ríkari hjá ökumönnum en hjólreiðamönnum,“ segir Sigrún. „Það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu“ Í umferðarreglunum falla rafskútur enn undir sama flokk og reiðhjól. „Þó svo að umferðarlögin hafi verið yfirfarin árið 2019, þá var fjöldinn af rafskútum þá ekkert orðinn eins og hann er í dag. Þetta er að gerast svo hratt að það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu.“ Leigubílstjórar hafa lýst yfir óánægju með þennan nýja fararmáta. Þeir segja færri nýta sé þjónustu leigubíla nú og stuttar ferðir heyri sögunni til. Þá segja þeir einnig mikið tjón vera á ökutækjum af völdum rafskúta, sökum þess að notendur eru oftar en ekki undir áhrifum áfengis, sérstaklega um helgar. Upp hefur komið sú hugmynd að banna rafskútur á ákveðnum tímum. Noregur hefur til dæmis nýverið ákveðið að banna rafskútur um helgar frá klukkan ellefu á kvöldin til klukkan fimm á morgnana. „Það er eitthvað sem hægt væri að gera hér. Alveg eins og það er bannað að fara á rafskútum út fyrir ákveðið svæði, þá er hægt að banna notkunina á ákveðnum tíma og eins líka bara hægt að hægja á rafskútunum þegar það eru hættuleg svæði,“ segir Sigrún. Ungur aldur áhyggjuefni Hún segir fæst slys sem hafa orðið á rafskútum vera alvarleg, en hefur þó áhyggjur af ungum aldri þeirra sem aka um á rafskútum. „Síðasta sumar var yngsti einstaklingurinn átta ára sem fór á slysadeild vegna slyss og við erum að sjá miklu fleiri krakka á aldrinum níu til tíu ára sem eru að slasast heldur en fjórtán til fimmtán ára. Þannig það er eitthvað sem maður myndi vilja sjá, að foreldrar væru svolítið að huga að því hvort barnið þeirra sé með þroska til þess að vera á rafhlaupahjóli sem fer á 25 kílómetra hraða.“ Hér má hlusta á viðtalið við Sigrúnu í heild sinni. Samgöngur Reykjavík síðdegis Tryggingar Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Dæmi er um slys sem varð út frá því að ökumaður kyrrstæðrar bifreiðar opnaði dyr á einstakling sem kom á fullri ferð á rafskútu. Þegar farið var með málið í tryggingarnar var niðurstaðan sú að ökumaður bifreiðarinnar reyndist ábyrgur fyrir slysinu, þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið kyrrstæð. Sigrún segir þessi slys metin út frá aðstæðum að hverju sinni. Hún segir þó að þrátt fyrir að rafskútur séu ekki leyfðar á götum, vegi skylda ökumanns til að kanna aðstæður áður en bílhurð er opnuð gjarnan þyngra í svona tilfellum. „Í raun og veru eru ökutæki miklu hættulegri farartæki heldur en þessir minni fararskjótar og því ábyrgðin í raun ríkari hjá ökumönnum en hjólreiðamönnum,“ segir Sigrún. „Það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu“ Í umferðarreglunum falla rafskútur enn undir sama flokk og reiðhjól. „Þó svo að umferðarlögin hafi verið yfirfarin árið 2019, þá var fjöldinn af rafskútum þá ekkert orðinn eins og hann er í dag. Þetta er að gerast svo hratt að það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu.“ Leigubílstjórar hafa lýst yfir óánægju með þennan nýja fararmáta. Þeir segja færri nýta sé þjónustu leigubíla nú og stuttar ferðir heyri sögunni til. Þá segja þeir einnig mikið tjón vera á ökutækjum af völdum rafskúta, sökum þess að notendur eru oftar en ekki undir áhrifum áfengis, sérstaklega um helgar. Upp hefur komið sú hugmynd að banna rafskútur á ákveðnum tímum. Noregur hefur til dæmis nýverið ákveðið að banna rafskútur um helgar frá klukkan ellefu á kvöldin til klukkan fimm á morgnana. „Það er eitthvað sem hægt væri að gera hér. Alveg eins og það er bannað að fara á rafskútum út fyrir ákveðið svæði, þá er hægt að banna notkunina á ákveðnum tíma og eins líka bara hægt að hægja á rafskútunum þegar það eru hættuleg svæði,“ segir Sigrún. Ungur aldur áhyggjuefni Hún segir fæst slys sem hafa orðið á rafskútum vera alvarleg, en hefur þó áhyggjur af ungum aldri þeirra sem aka um á rafskútum. „Síðasta sumar var yngsti einstaklingurinn átta ára sem fór á slysadeild vegna slyss og við erum að sjá miklu fleiri krakka á aldrinum níu til tíu ára sem eru að slasast heldur en fjórtán til fimmtán ára. Þannig það er eitthvað sem maður myndi vilja sjá, að foreldrar væru svolítið að huga að því hvort barnið þeirra sé með þroska til þess að vera á rafhlaupahjóli sem fer á 25 kílómetra hraða.“ Hér má hlusta á viðtalið við Sigrúnu í heild sinni.
Samgöngur Reykjavík síðdegis Tryggingar Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00
Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent