Middleton bestur þegar mest á reyndi og allt jafnt í úrslitaeinvíginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 07:31 Khris Middleton var aðalmaðurinn hjá Milwaukee Bucks í sigrinum á Phoenix Suns í nótt. getty/Jonathan Daniel Khris Middleton skoraði fjörutíu stig þegar Milwaukee Bucks jafnaði metin í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta með 109-103 sigri á Phoenix Suns í nótt. Staðan í einvíginu er nú 2-2 en allir leikirnir í því hafa unnist á heimavelli. Fimmti leikur liðanna fer fram í Phoenix aðfaranótt laugardags. Middleton hafði haft frekar hægt um sig í úrslitaeinvíginu en átti frábæran leik í nótt. Sem fyrr sagði skoraði hann fjörutíu stig, þar af tíu í röð undir lok leiks. Milwaukee var sex stigum undir fyrir hann, 76-82, en var sterkari aðilinn þegar mest var undir. @Khris22m's #NBAPlayoffs career-high 40 POINTS propel the @Bucks to victory, tying the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 5: Saturday, 9 PM ET, ABC pic.twitter.com/807eZqygKG— NBA (@NBA) July 15, 2021 Giannis Antetokounmpo, sem skoraði samtals 83 stig í öðrum og þriðja leiknum, var með 26 stig, fjórtán fráköst og átta stoðsendingar í leiknum í nótt auk þess sem hann varði skot frá Deandre Ayton á ögurstundu. EVERY ANGLE of @Giannis_An34's CLUTCH BLOCK! #ThatsGame #NBAFinals Game 5: Saturday, 9pm/et, ABC pic.twitter.com/PKsPkSYnIs— NBA (@NBA) July 15, 2021 Brook Lopez skoraði fjórtán stig og Jrue Holiday þrettán. Pat Connaughton kom með ellefu stig og níu fráköst af bekknum. Eftir slaka frammistöðu í síðasta leik var Devin Booker sjóðheitur í nótt. Hann skoraði 42 stig og hitti úr sautján af 28 skotum sínum. Hann lenti hins vegar í villuvandræðum og spilaði lítið í 4. leikhluta. @DevinBook went off for 42 POINTS on 17-28 shooting in Game 4. #ThatsGame #NBAFinalsGame 5: Sat, 9pm/et, ABC pic.twitter.com/oFs3b5i0DQ— NBA (@NBA) July 15, 2021 Chris Paul skoraði tíu stig og gaf sjö stoðsendingar en hitti illa og tapaði boltanum fimm sinnum. Jae Crowder var með fimmtán stig og Ayton með sex en tók sautján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Milwaukee hitti illa fyrir utan (24,1 prósent) en tapaði boltanum aðeins fimm sinnum en Phoenix sautján sinnum. Milwaukee skoraði 24 stig eftir tapaða bolta hjá Phoenix. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira
Staðan í einvíginu er nú 2-2 en allir leikirnir í því hafa unnist á heimavelli. Fimmti leikur liðanna fer fram í Phoenix aðfaranótt laugardags. Middleton hafði haft frekar hægt um sig í úrslitaeinvíginu en átti frábæran leik í nótt. Sem fyrr sagði skoraði hann fjörutíu stig, þar af tíu í röð undir lok leiks. Milwaukee var sex stigum undir fyrir hann, 76-82, en var sterkari aðilinn þegar mest var undir. @Khris22m's #NBAPlayoffs career-high 40 POINTS propel the @Bucks to victory, tying the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 5: Saturday, 9 PM ET, ABC pic.twitter.com/807eZqygKG— NBA (@NBA) July 15, 2021 Giannis Antetokounmpo, sem skoraði samtals 83 stig í öðrum og þriðja leiknum, var með 26 stig, fjórtán fráköst og átta stoðsendingar í leiknum í nótt auk þess sem hann varði skot frá Deandre Ayton á ögurstundu. EVERY ANGLE of @Giannis_An34's CLUTCH BLOCK! #ThatsGame #NBAFinals Game 5: Saturday, 9pm/et, ABC pic.twitter.com/PKsPkSYnIs— NBA (@NBA) July 15, 2021 Brook Lopez skoraði fjórtán stig og Jrue Holiday þrettán. Pat Connaughton kom með ellefu stig og níu fráköst af bekknum. Eftir slaka frammistöðu í síðasta leik var Devin Booker sjóðheitur í nótt. Hann skoraði 42 stig og hitti úr sautján af 28 skotum sínum. Hann lenti hins vegar í villuvandræðum og spilaði lítið í 4. leikhluta. @DevinBook went off for 42 POINTS on 17-28 shooting in Game 4. #ThatsGame #NBAFinalsGame 5: Sat, 9pm/et, ABC pic.twitter.com/oFs3b5i0DQ— NBA (@NBA) July 15, 2021 Chris Paul skoraði tíu stig og gaf sjö stoðsendingar en hitti illa og tapaði boltanum fimm sinnum. Jae Crowder var með fimmtán stig og Ayton með sex en tók sautján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Milwaukee hitti illa fyrir utan (24,1 prósent) en tapaði boltanum aðeins fimm sinnum en Phoenix sautján sinnum. Milwaukee skoraði 24 stig eftir tapaða bolta hjá Phoenix. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira