Svona var 183. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2021 08:24 Þeir Víðir og Þórólfur munu fara yfir stöðu mála á fundinum í dag sem verður í beinni útsendingu á Vísi. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða á kunnuglegum stað klukkan 11 í dag á Höfðatorgi. Þá fer fram upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins sem boðað var til í gær. Tæplega tvö hundruð upplýsingafundir hafa verið haldnir frá því að faraldurinn hófst í febrúar 2020. Sá síðasti, sem samkvæmt talningu Vísis var sá 182. í röðinni, fór fram 27. maí síðastliðinn eða fyrir 49 dögum. Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær kom fram að í ljósi Covid-19 smita í vikunni mætti segja að staðan væri varhugaverð. Því hefði verið boðað til fundar. Fimm greindust utan sóttkvíar í fyrradag og tveir daginn þar á undan. Smitin frá því á þriðjudag eru af delta-afbrigði veirunnar en raðgreining úr smitunum fimm liggur ekki fyrir. Þó er talið að smitin tengist og megi meðal annars rekja til starfsmanns á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur sem stóð vaktina síðustu helgi. Bein útsending og textalýsing verður á Vísi frá upplýsingafundinum sem hefst klukkan 11. Þá er hægt að horfa á fundinn á Stöð 2 Vísi í sjónvarpinu. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni.
Tæplega tvö hundruð upplýsingafundir hafa verið haldnir frá því að faraldurinn hófst í febrúar 2020. Sá síðasti, sem samkvæmt talningu Vísis var sá 182. í röðinni, fór fram 27. maí síðastliðinn eða fyrir 49 dögum. Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær kom fram að í ljósi Covid-19 smita í vikunni mætti segja að staðan væri varhugaverð. Því hefði verið boðað til fundar. Fimm greindust utan sóttkvíar í fyrradag og tveir daginn þar á undan. Smitin frá því á þriðjudag eru af delta-afbrigði veirunnar en raðgreining úr smitunum fimm liggur ekki fyrir. Þó er talið að smitin tengist og megi meðal annars rekja til starfsmanns á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur sem stóð vaktina síðustu helgi. Bein útsending og textalýsing verður á Vísi frá upplýsingafundinum sem hefst klukkan 11. Þá er hægt að horfa á fundinn á Stöð 2 Vísi í sjónvarpinu. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Upplýsingafundir almannavarna og landlæknis Tengdar fréttir Þjóðin ætti að fara í viðbragðsstöðu eftir smit síðustu daga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist áhyggjufullur vegna þeirra Covid-smita sem blossað hafa upp í samfélaginu síðustu daga. Hann segir fulla ástæðu til að vera á tánum núna. 14. júlí 2021 22:00 Þórólfur áhyggjufullur og boðar til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun vegna varhugaverðrar stöðu eftir fjölgun Covid-19 smita utan sóttkvíar hér á landi síðustu daga. 14. júlí 2021 15:38 Smitin sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar Kórónuveirusmitin tvö sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 14. júlí 2021 15:37 Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. 14. júlí 2021 13:11 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Þjóðin ætti að fara í viðbragðsstöðu eftir smit síðustu daga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist áhyggjufullur vegna þeirra Covid-smita sem blossað hafa upp í samfélaginu síðustu daga. Hann segir fulla ástæðu til að vera á tánum núna. 14. júlí 2021 22:00
Þórólfur áhyggjufullur og boðar til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun vegna varhugaverðrar stöðu eftir fjölgun Covid-19 smita utan sóttkvíar hér á landi síðustu daga. 14. júlí 2021 15:38
Smitin sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar Kórónuveirusmitin tvö sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 14. júlí 2021 15:37
Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. 14. júlí 2021 13:11