Svona var 183. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2021 08:24 Þeir Víðir og Þórólfur munu fara yfir stöðu mála á fundinum í dag sem verður í beinni útsendingu á Vísi. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða á kunnuglegum stað klukkan 11 í dag á Höfðatorgi. Þá fer fram upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins sem boðað var til í gær. Tæplega tvö hundruð upplýsingafundir hafa verið haldnir frá því að faraldurinn hófst í febrúar 2020. Sá síðasti, sem samkvæmt talningu Vísis var sá 182. í röðinni, fór fram 27. maí síðastliðinn eða fyrir 49 dögum. Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær kom fram að í ljósi Covid-19 smita í vikunni mætti segja að staðan væri varhugaverð. Því hefði verið boðað til fundar. Fimm greindust utan sóttkvíar í fyrradag og tveir daginn þar á undan. Smitin frá því á þriðjudag eru af delta-afbrigði veirunnar en raðgreining úr smitunum fimm liggur ekki fyrir. Þó er talið að smitin tengist og megi meðal annars rekja til starfsmanns á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur sem stóð vaktina síðustu helgi. Bein útsending og textalýsing verður á Vísi frá upplýsingafundinum sem hefst klukkan 11. Þá er hægt að horfa á fundinn á Stöð 2 Vísi í sjónvarpinu. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni.
Tæplega tvö hundruð upplýsingafundir hafa verið haldnir frá því að faraldurinn hófst í febrúar 2020. Sá síðasti, sem samkvæmt talningu Vísis var sá 182. í röðinni, fór fram 27. maí síðastliðinn eða fyrir 49 dögum. Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær kom fram að í ljósi Covid-19 smita í vikunni mætti segja að staðan væri varhugaverð. Því hefði verið boðað til fundar. Fimm greindust utan sóttkvíar í fyrradag og tveir daginn þar á undan. Smitin frá því á þriðjudag eru af delta-afbrigði veirunnar en raðgreining úr smitunum fimm liggur ekki fyrir. Þó er talið að smitin tengist og megi meðal annars rekja til starfsmanns á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur sem stóð vaktina síðustu helgi. Bein útsending og textalýsing verður á Vísi frá upplýsingafundinum sem hefst klukkan 11. Þá er hægt að horfa á fundinn á Stöð 2 Vísi í sjónvarpinu. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Upplýsingafundir almannavarna og landlæknis Tengdar fréttir Þjóðin ætti að fara í viðbragðsstöðu eftir smit síðustu daga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist áhyggjufullur vegna þeirra Covid-smita sem blossað hafa upp í samfélaginu síðustu daga. Hann segir fulla ástæðu til að vera á tánum núna. 14. júlí 2021 22:00 Þórólfur áhyggjufullur og boðar til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun vegna varhugaverðrar stöðu eftir fjölgun Covid-19 smita utan sóttkvíar hér á landi síðustu daga. 14. júlí 2021 15:38 Smitin sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar Kórónuveirusmitin tvö sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 14. júlí 2021 15:37 Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. 14. júlí 2021 13:11 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Þjóðin ætti að fara í viðbragðsstöðu eftir smit síðustu daga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist áhyggjufullur vegna þeirra Covid-smita sem blossað hafa upp í samfélaginu síðustu daga. Hann segir fulla ástæðu til að vera á tánum núna. 14. júlí 2021 22:00
Þórólfur áhyggjufullur og boðar til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun vegna varhugaverðrar stöðu eftir fjölgun Covid-19 smita utan sóttkvíar hér á landi síðustu daga. 14. júlí 2021 15:38
Smitin sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar Kórónuveirusmitin tvö sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 14. júlí 2021 15:37
Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. 14. júlí 2021 13:11